Vörumerki MS


Ísey skyr er próteinríkt, fitulaust og áferðarmjúkt - frábær valkostur fyrir þá sem eru meðvitaðir um hvað þeir borða og hugsa um heilsuna . Allir ættu að geta fundið skyr við sitt hæfi þar sem mikið úrval er af bragðtegundum. Ísey skyr er framleitt á nútímalegan hátt með 3 - 4 sinnum meira mjólkurmagni en venjuleg jógúrt og að auki með séríslenskum skyrgerlum.


Goðdalir eru heitið á gæðaostunum, Feyki, eldri bróður hans Feyki 24+, Gretti, Reyki og Vesturós. Hver um sig kinkar kolli til Skagafjarðar á sinn einstaka hátt.
Goðdalirer hið forna heiti Skagafjarðardala þar sem jökulfljótin hafa fossað um gljúfrin frá örófi alda og borið fram efni í blómlega akra og bragðmikinn ost.