Beint í efni
En

Íslenska sveitin

Öld eftir öld hafa íslenskir kúabændur skapað verðmæt hráefni í samvinnu við náttúruna. Sú mikla þekking og reynsla sem býr meðal stéttarinnar á stóran þátt í gæðum íslenskra mjólkurvara. Huga þarf að túnum allt árið um kring og sérstaklega á sumrin þegar slegið er. Vanda þarf við þurrkun og geymslu á töðunni til að hámarka gæðin, til að kýrnar geti framleitt úrvals mjólk. Vökult auga og þekking bóndans er lykilatriði í þessu ferli. Kýrnar þurfa að fá rétt samsetta næringu og jafnframt vera eins frjálsar og hægt er. Frelsi þeirra til að éta, drekka og hreyfa sig skilar sér með gæðamjólk. Æ fleiri mjólkurbændur fara þessa frjálsu leið og skapa slíkar aðstæður fyrir kýrnar sínar. Góð mjólk er engin tilviljun, að baki henni er reynsla og þekking bóndans. Mjólkin er síðan skoðuð og mæld áður en hún er notuð til framleiðslu til að tryggja gæði hennar.