Beint í efni
En

Það er kominn Ostóber með allri sinni ostadýrð á borðum landsmanna en Ostóber hefur sannarlega fest sig í sessi. Sífellt fjölgar fyrirtækjum og veitingahúsum sem taka þátt í Ostóber hátíðarhöldum þar sem ostum er veitt sérstök athygli og framstilling. Ostóber – tími til að njóta osta á sannarlega vel við hauststemninguna er dimmir úti, kveikt hefur verið á kertum og orðið kósý heima í haust húminu.

Ostóber er góður tími til að fagna fjölbreytileika og gæðum íslenskrar ostagerðar. Mjólkursamsalan hvetur alla landsmenn og sérstaklega osta sælkera til að borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með notkun þeirra á fjölbreyttan hátt. Hvað er betra en að breyta til, fara út fyrir þægindarammann og uppgötva eitthvað nýtt. Það er um að gera að hafa það huggulegt heima með gestum eða fara út að borða á einhverjum veitingastöðum sem bjóða upp á sérstaka sælkera osta á matseðli þennan mánuðinn. Ostar eiga alltaf við en það er sérstaklega gaman að heiðra þá í Ostóber.

Ostóber ostarnir 2023

Fjórir nýir ostar eru á leiðinni í verslanir og mörg veitingahús í vikunni í tilefni af íslenskum ostadögum. Allir ostarnir eru einstakir og með sín sérkenni og því skemmtileg viðbót við sælkeraostana sem fyrir eru. Allir ostarnir njóta sín vel á ostabakka en einnig einir sér með góðum drykk og meðlæti. Athugið að allir ostarnir eru framleiddir í takmörkuðu magni fyrir Ostóber.

Frostrós 20+

Frostrós 20+ mánaða er tignarlegur ostur sem hefur fengið að þroskast í 20 mánuði. Hann er mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana. Frostrós er gott að skera með hníf því hún getur molnað með ostaskera.

Hektor með jalapeño

Hektor er mildur ostur, bragðbættur með rauðum og grænum jalapeño. Hektor er hógvær og laus við allan æsing en undir niðri leynist kraumandi eftirbragð sem leiðir hugann alla leið til Suður- Ameríku.

Dala Auður með chili

Dala Auður með chili hefur góða mýkt og rjómakennt bragð enda fituríkari en aðrir Dala ostar. Viðbætt chili fer síðan með bragðlaukana í svo stórkostlega skemmtilegt ferðalag að því líkur ekki fyrr en síðasti bitinn er búinn. Þessi ostur rífur aðeins í en yfirgnæfir þó ekki milt ostabragðið.

Stout Gráðaostur

Dala Stout Gráðaostur er þroskaður í Garúnu Imperial Stout frá Borg Brugghúsi. Osturinn er kremaður á litinn og bragðið er sætt svo eftir sitja skemmtilegir bragðtónar af mildum gráðaosti og brögðóttu súkkulaði, kaffi og lakkrís. Þetta er spennandi blámygluostur með gómsætt eftirbragð Garúnar sem lyftir ostinum í nýjar spennandi hæðir.

Hugmyndir og uppskriftir

Nú er tími ostasælkera til að gera dýrindis ostamáltíðir, borða uppáhaldsostana sína og prufa nýja spennandi íslenska osta. Ef þig vantar hugmyndir þá er fjöldi góðra ráða og uppskrifta á uppskriftavef Gott í matinn, hvort sem þú hyggst gera stóra eða smáa ostabakka, partýrétt eða elda kvöldmatinn. Margar uppskriftir þar innihalda fjölbreytt úrval íslenskra osta. Það er því um að gera að hóa í vinina og njóta og upplifa íslenskra ostadaga saman. Góða skemmtun.

Ostóber ostar nánari vöruupplýsingar

Ostóber - Tími til að njóta osta

Veitingastaðir og viðburðir í Ostóber

Fjöldi veitingahúsa, skyndibitastaða og fyrirtækja taka þátt í Ostóber með einum eða öðrum hætti. Þátttakan hefur aukist ár hvert og ætlar 2023 að verða það allra stærsta hingað til sem er sannkallað gleðiefni því Ostóber er sannarlega búið að festa sig í sessi. Hér leitumst við til að vekja athygli á þeim stöðum og viðburðum sem taka þátt í Ostóber. Það er því úr nógu að velja og um að gera að fara á milli og láta dekra við þig með gómsætum ostum.

Veitingahús og viðburðir í stafrófsröð

ANNA JÓNA / sérvalinn ostabakki með ostóberostum ársins / Ostóber

APÓTEK kitchen + bar / 5 osta ostabakki / október.

BAKARAMEISTARINN / Aukið úrval osta í október s.s. Ostakjallara osta og Dalaosta / október

BERJAYA HÖFN Hótel / Ostaplatti / október.

BERJAYA REYKJAVIK MARINA Hótel / Ostaplatti á barsvæði og Ostóber hamborgari með Loga, reyktum cheddar / október.

BERJAYA REYKJAVIK NATURA Hótel / Ostaplattar á hlaðborði í hádegi, á kvöldin og á brunch borði. Osta- og kjötplattar á bar / október.

Blik Bistro / Ostaplatti og Ostapizza mánaðarins / október.

BRIKK Bakarí / Selur ostana frá Ostakjallaranum og býður smakk á þeim / október

DOMINO´S / Tvær Ostóber pizzur / 2. - 31 október, eða meðan sérframleiddir ostar endast.

FJÖRÐUR verslunarmiðstöð - Konukvöld / Ostakynning / 5. október.

FRIÐHEIMAR 806 Selfoss - Ostóber ostaplatti á veitingastað / október.

FRIÐHEIMAR 806 Selfoss - Ostaskóli (aðgangeyrir og takmarkaður fjöldi) / 13. október.

ICELAND PARLIAMENT Hótel / Ostaplatti á veitingastaðnum Hjá Jóni og á barsvæði / október.

KJÖTKOMPANÍ sérvöruverslun/ Aukið úrval af ostum í Ostóber s.s. Ostakjallarar, Dalaostar og Goðdalir / Smakk í verslun / október.

RIFF Norræna húsinu. Sjónræn matarveisla / Cinematic Culinary Experience: RATATOUILLE (aðgangseyrir) / 1. október.

Sólon og (Mat bar) / Ostóber réttir í mánuðinum og Ostabakkar paraðir með víni/bjór á efri hæð (Bar ) á kvöldin og um helgar / október.

SMÁRALIND MIÐNÆTUROPNUN / Ostakynning á 1. hæð milli Hagkaupa og Símans / 4. október

SÆLKERABÚÐIN Bitruhálsi sérvöruverslun / Aukið úrval af ostum í Ostóber s.s. Ostakjallarar, Dalaostar og Goðdalir / Smakk í verslun / október

TÍU SOPAR / Sérútbúinn ostaplatti / október.

VOX HILTON Reykjavík Nordica Hótel / Glæsilegir ostabakkar á hádegishlaðborði og brunch borði / Osta- og kjötplattar á bar / október.

ÖLVERK bjórhátíð í Hveragerði / Beer festival in Iceland (Aðgangseyrir - takmarkað magn miða) / 6.-7. október.

ÖLVERK pizza and brewery Hveragerði / Ostóber pizza / 2.-15. október.