
Ostóber er tími til að njóta osta. Gæddu þér á þínum uppáhaldsostum, smakkaðu nýja og prófaðu spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu.

Spennandi nýjungar
Við kynnum til leiks þrjá nýja osta, Eldur frá Ostakjallaranum, Lávarður úr Dölunum og Grillostur með trufflubragði. Ostarnir eru einstakir með sín sérkenni og því skemmtileg viðbót við aðra íslenska sælkeraosta og njóta sín vel á ostabakka eða einir sér með góðum drykk og meðlæti.


Rjómaostur með hvítu súkkulaði
Rjómaostur með hvítu súkkulaði er silkimjúkur, rjómakenndur og einstaklega góður á bragðið og notkunarmöguleikarnir eru ótæmandi. Hægt er að nota nýja rjómaostinn eins og hefðbundið rjómaostakrem og setja á kökur og kanilsnúða, kex, hrís- og maískökur svo dæmi séu nefnd, og þá hentar hann enn fremur frábærlega í ostakökur. Svo er um að gera að prófa sig áfram með rjómaostinn í matargerð því hver veit hvað gerist þegar rjómaostur með hvítu súkkulaði hittir fyrir hefðbundið lasanja eða góða súpu.

Burrata kúlur 2x50 g
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu. Mikil vinna fylgir framleiðslu á þessum dásamlega osti og óhætt að segja að hver einasta kúla sé sannkallað listaverk. Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum.

Eldur með chili
Kröftugur ostur sem sameinar mýkt og mikið bragð. Hann er mildur í grunninn en ber með sér eldheitan keim af chili svo úr verður krydduð upplifun og ævintýri í hverjum bita.

Dala Auður með chili
Bragðlaukarnir fara í stórkostlegt ferðalag með rjómakenndum osti og viðbættu chili og því lýkur ekki fyrr en síðasti bitinn er búinn.