Beint í efni
En

Skagfirskir gæðaostar

Goðdalir eru heitið á gæðaostunum, Feyki, Feyki 24+, Gretti, Reyki og Vesturós.

Goðdalir er hið forna heiti Skagafjarðardala þar sem jökulfljótin hafa fossað um gljúfrin frá örófi alda og borið fram efni í blómlega akra og bragðmikinn ost.

Í Landnámu segir að Eiríkur Hróaldsson hafi numið Goðdali alla. Þar virðist átt við landið sem nær yfir dalina þrjá: Vesturdal, Svartárdal og Austurdal.