Beint í efni
En

Uppruni

Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007 en þá höfðu mörg félög í mjólkuriðnaði sameinast undir nafni félagsins. Elsta fyrirtækið í sameinaðu félagi Mjólkursamsölunnar er Mjólkursamlag KEA, sem var stofnað á sérstökum fulltrúafundi Kaupfélagsins 4. september 1927, sem telst vera stofndagur MS.

Saga MS

Saga Mjólkursamsölunnar spannar rétt tæpa eina öld og óhætt að segja að miklar breytingar hafi orðið í mjólkuriðnaði á síðustu 100 árum.

Íslenskir kúabændur

Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra og má segja að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins.

Íslenska sveitin

Öld eftir öld hafa íslenskir kúabændur skapað verðmæt hráefni í samvinnu við náttúruna. Sú mikla þekking og reynsla sem býr meðal stéttarinnar á stóran þátt í gæðum íslenskra mjólkurvara.