Beint í efni
En

Merki MS

Merki MS (lógó) er sett saman úr bókstöfunum M og S. Það er lífrænt og kröftugt en þó með mjúkar línur sem minna á náttúruna og fjöllin. Hvíti dropinn er áberandi form í merkinu og stendur fyrir afurðina og hreinleikann. Merkið myndar einnig nokkurs konar feril sem gæti táknað þá leið sem mjólkin fer frá bónda til neytanda. Þá má einnig nefna mjólkurkúna sem sumir segjast sjá í merkinu. Litur merkisins er blár. Hann er litur hreinleikans, víðáttunnar og tæra loftsins sem er svo einkennandi fyrir Ísland.

Litameðferð

Pantone 3005

Þegar blái liturinn er prentaður með sérlit skal nota Pantone 3005 sem er hluti af Pantone-sérlitakerfinu.

Notkun á merki

Á lituðum flötum eða í dökku umhverfi skal merkið vera hvítt. Merkið má vera svart eða grátt þegar ekki er um litaprentun að ræða. Grátónninn skal þá vera 60% svart. Leyfilegt er að nota merkið í öðrum litum á umbúðum MS. Þó er mælt með því að hafa merkið í þeim litum sem nefndir eru hér að ofan.

Notkun slagorða o.fl.

Slagorð

Slagorð MS er: MJÓLKURVÖRUR Í SÉRFLOKKI. Leturgerð er Corpid Light, í svörtum lit. Athugið: Þegar merkið er hvítt á dökkum grunni skal nota Corpid Regular.

Íslenska er okkar mál

MS leggur sérstaka rækt og stuðning við íslenskt mál. Þegar merkið er notað í því samhengi er slagorðið ÍSLENSKA ER OKKAR MÁL notað í staðinn fyrir hið almenna slagorð. Leturgerð er Corpid Regular, í dökkgráum lit: 60% svart eða Pantone 431.

Enskt slagorð

Enskt slagorð MS er: MS ICELAND DAIRIES. Leturgerð er Corpid Regular, í dökkgráum lit: 60% svart eða Pantone 431.

Starfsstöðvar MS

Starfsstöðvar MS eru merktar með bláu letri vinstra megin við dropann. Leturgerð er Corpid Heavy, í sama bláa lit og merkið.