Fréttir

Frísklega  Sumarostakakan með sítrónu svalar bragðlaukunum!

07.06.2022 | Frísklega Sumarostakakan með sítrónu svalar bragðlaukunum!

Sumarostakakan frá MS Eftirréttum er komin í hillur verslana, en sítrónuþekjan ofan á henni á einstaklega vel við bragðlaukana á sumrin og guli liturinn tónar vel við sólina. Ostakökur eru sígildar og vinsælar sem eftirréttur að lokinni góðri mált...

Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag

01.06.2022 | Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag

1. júní ár hvert er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim og við í Mjólkursamölunni gleðjumst yfir því. Framtakinu var hrundið af stað af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 2001 og er tilgangur þess að vekja athygli á ávinning mjólkur og mjólkurframleiðslu í matvælakerfum heimsins, hvort sem litið er til efnahags, næringar eða samfélagsins. Mjólkursamsalan er gríðarlega stolt af eigendum sínum, kúabændum og fjölskyldum þeirra um land allt, en það er í þeirra höndum að færa okkur holla, hreina, næringarríka og bragðgóða íslenska mjólk allt árið um kring. Við óskum kúabændum og mjólkurunnendum innilega til hamingju með daginn! P.s. kleinan hafði samband og bað fyrir bestu kveðjum til mjólkurinnar.

Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

01.06.2022 | Mjólkursamsalan skiptir yfir í rafmagnsbíla

Mjólkursamsalan skipti á dögunum út bílaflota söludeildarinnar fyrir rafmagns- og tengitvinnbíla og er hér um að ræða ánægjulegt skref yfir í grænni akstur. Búið er að koma upp átta hleðslustöðvum hjá MS Reykjavík og verða slíkar stöðvar jafnframt settar upp á Akureyri og á Selfossi. Sölufólk fyrirtækisins keyrir um 180 þúsund kílómetra á ári svo það munar um minna þegar kemur að kolefnislosun.

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu

31.05.2022 | Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú í 1l fernu

Kolvetnaskert Hleðsla fæst nú loksins í 1l fernu en margir neytendur hafa óskað eftir þessum möguleika síðustu misseri og því einstaklega gaman að geta tilkynnt viðskiptavinum okkar að kallinu hefur verið svarað. Hleðsla er frábær valkostur eftir æfingar, út í kaffi, boost og hafragraut og svo er upplagt að nota hana í próteinpönnukökur og hvað eina sem fólki dettur í hug.

Lokað hjá MS uppstigningardag 26. maí

23.05.2022 | Lokað hjá MS uppstigningardag 26. maí

Lokað verður hjá Mjólkursamsölunni fimmtudaginn 26. maí, uppstigningardag. Engin vörudreifing verður frá MS þann dag. Vinsamlega gerið ráðstafanir með pantanir og dreifingu í tíma.

Ný grísk jógúrt í Léttmáls línunni á markað

20.04.2022 | Ný grísk jógúrt í Léttmáls línunni á markað

Nýlega hófst framleiðsla á nýrri grískri jógúrt í Léttmáls línunni, Léttmál með eplum, perum, kínóa og korni. Eins og með aðrar bragðtegundir í línunni er mikil áhersla á gott bragð og lítinn sykur en nýja Léttmálið inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur og engin sætuefni.

Framleiðslu á Ísey skyri hætt í Rússlandi

08.04.2022 | Framleiðslu á Ísey skyri hætt í Rússlandi

Ísey útflutningur ehf., systurfyrirtæki MS, hefur sent frá sér tilkynningu í tengslum við riftun á leyfissamningi við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og sölu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Ísey útflutningur ehf. hefur haft leyfissamninginn til skoðunar undanfarnar vikur vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu og hefur honum nú verið rift og búið er að tilkynna ákvörðunina til forráðamanna IcePro í Rússlandi. Í ljósi umræðna um sölu á Ísey skyri í Rússlandi er vert að taka fram að aldrei hefur verið flutt út skyr frá Íslandi til Rússlands. Tilkynninguna í heild sinni má lesa með því að smella á fréttina.

Mjólkurbikarinn fer aftur af stað

07.04.2022 | Mjólkurbikarinn fer aftur af stað

Fótboltasumarið 2022 hefst um helgina en þá fer fyrsta umferð Mjólkurbikarsins fram! 🤩 MS er stoltur styrktaraðili Mjólkurbikarsins og við hlökkum til að fylgjast með í sumar!

Opnunartími og dreifing um páskana hjá MS

31.03.2022 | Opnunartími og dreifing um páskana hjá MS

Senn líður að páskum og þá tekur í gildi sérstakur opnunartími í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Skírdagur 14. apríl, vörudreifing 8-13. Föstudagurinn langi 15. apríl, lokað. Laugardagur 16. apríl, opið 8-13. Páskadagur og annar í páskum 17.-18. apríl, lokað. Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl, lokað. Beint símanúmer söludeildar er 450-1111 og netfangið er sala@ms.is. Nánari upplýsingar um dreifingu yfir páskahátíðina má finna þegar smellt er á fréttina.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?