Beint í efni
En

Kryddostar - krydda tilveruna og hleypa fjöri í matargerðina

Litríkir og bragðgóðir ostar með ríkulegt ostabragð og fjölbreyttu kryddi. Kryddostar lífga upp á ostabakkann með litadýrð og krydduðu bragði, þeir passa einstaklega vel með kexi og í ostasalöt ef fólk vill gera meira úr þeim og blanda bragðtegundum saman. Þeir hafa einstaklega góða bræðslueiginleika og eru því mjög vinsælir í sósur, pasta, brauðrétti og aðra matargerð.

Kalt kjúklingasalat með kryddosti

Þetta salat er alveg sérlega ljúffengt. Ótrúlega matarmikið, bragðgott og fullkomið á samloku sem nesti eða ofan á snittubrauð og kex í veislum.

Piparostur

Piparostur er vinsæll í sósur. Hvort sem hann er uppistaðan í sósunni með mjólk eða rjóma eða krydd og bragðbætir sem þykkir rjómasósur.

Mexíkóostur

Mexíkó ostur gerir pasta ómótstæðilegt. Einnig er hann vinsæll á ostabakka með kexi sem og í heitar ostaídýfur og verður sífellt vinsælli rifinn í Tacos.

Pepperóníostur

Pepperóníostur nýtur sín vel á pizzum og í pastaréttum. Hann lyftir hverju ostasalati upp í efri hæðir.

Hvítlauksostur

Hvítlauksostur passar einstaklega vel með kexi á ostabakka eða sem millimál. Hann er einnig góður í fiskrétti og rjómapastarétti.

Villisveppaostur

Kryddostur með villisveppum sló strax í gegn sem grunnur í villisveppasósu. Á nokkrum mínútum má gera dýrindis sósu með eingöngu þessum osti og mjólk eða rjóma ef fólk vill gera einstaklega vel við sig.

Uppskriftir og hugmyndabanki að fjölbreyttri notkun

Tengdar vörur