Beint í efni
En

Uppruni í íslenskri sveit

Mjólkursamsalan er í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra og spannar saga fyrirtækisins heil 95 ár.

Sjá nánar

Íslenskar gæðavörur

Mjólkurvörur eru ríkar af próteini, kalki, vítamínum og steinefnum. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt.

Sjá nánar

Gott í matinn

Fáðu innblástur fyrir matargerðina með heimsókn á uppskriftavef Mjólkursamsölunnar gottimatinn.is

Sjá nánar

Vinsælar vörur

Nýsköpun og vöruþróun

Mjólkursamsalan leggur mikinn metnað í vöruþróun og hvers konar nýsköpun en á hverju ári koma um 25 nýjungar á markað og hugmyndir að nýjum vörum koma víða að.

Við erum MS

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og óhætt að segja að ein helsta auðlind MS sé mannauðurinn. Hjá okkur starfa um 450 starfsmenn um land allt sem mynda marga ólíka en samheldna hópa sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu, færni og þekkingu í sínum störfum.
Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð og góða sérþekkingu á sínu sviði sem saman vinnur sem ein liðsheild að markmiðum fyrirtækisins.

Í góðri sátt við náttúru og samfélag 

Mjólkursamsalan einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Við leitumst við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggjum ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins.

Til að ná sem bestum árangri í umgengni við umhverfi og lífríki, leggur MS megináherslu á eftirtalda þætti sem tengjast umhverfisvernd með beinum hætti: loftlagsmál, vatnsverndar- og frárennslismál og umbúða-, aðfanga- og úrgangsmál.