Vörunýjungar
Orri og Kría poppa upp matargerðina
Mjólkursamsalan kynnir spennandi nýjungar í samstarfi við Næra-snakk en um er að ræða poppað ostakurl sem kitlar bragðlaukana. Orri er poppað ostakurl úr Óðalsosti með hvítlauk og kryddjurtum og Kría poppað ostakurl úr Óðals Cheddar osti. Báðar tegundir eru stökkar, próteinríkar og nærandi og krydda og hressa upp á salöt, pasta, tacos, súpur, kjöt, fisk og grænmetisrétti. Kíkið í heimsókn á gottimatinn.is og skoðið nýjar og spennandi uppskriftir sem innihalda bragðgott ostakurl.
Lesa nánar
Heilsugreinar
D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns
Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.
Lesa nánar
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.