Prev Next

Mjólk er góð í nýjum fernum

Vörunýjungar

Rifinn ostur frá MS í endurlokanlegum umbúðum

Rifinn ostur frá MS er nú kominn í nýjar og endurlokanlegar umbúðir. Við þessar breytingar urðu smávægilegar útlitsbreytingar á umbúðunum en viðskiptavinir munu ekki týna sínum osti enda eru nýju umbúðirnar keimlíkar þeim sem fyrir voru. Rifnir ostar frá MS sem nú fást í endurlokanlegum umbúðum eru: Heimilis rifinn ostur, Pizzaostur, Gratínostur og Mozzarellaostur.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

11.07 | Léttmjólk aftur á markað

Léttmjólk er aftur komin á markað. Framleiðslu var tímabundið hætt til þess að einfalda vöruframboð en vegna áskorana frá neytendum hefur framleiðsla verið sett aftur af stað.

06.07 | Vinningshafar í leiknum 'Með hverju finnst þér mjólkin best?'

Í tilefni þess að mjólkurfernur MS voru settar í nýjan búning í maí 2018 efndum við til skemmtilegs leiks á síðunni okkar ms.is/mjolk undir yfirskriftinni ‚Með hverju finnst þér mjólkin best?‘. Yfir 11.000 manns tóku þátt í leiknum og deildu myndum á Facebook síðum sínum þar sem kom fram með hverju viðkomandi þykir mjólkin best. Dregið var í leiknum í byrjun júlí og aðalvinninginn, iPhone X, hlaut Ragnar Magni Sigurjónsson sem var að vonum ánægður þegar hann sótti vinninginn sinn. 100 þátttakendur fengu auk þess fjögur Mjólkurbikarglös að launum fyrir þátttökuna.

02.07 | Erlend starfsemi MS í dótturfélag

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur stofnað nýtt dótt­ur­fé­lag, Ísey út­flutn­ing ehf., en all­ur út­flutn­ing­ur fyr­ir­tæk­is­ins heyr­ir und­ir hið ný­stofnaða fé­lag. Breyt­ing­arn­ar eru liður í því að setja meiri kraft og fókus á vörumerkið Ísey skyr á er­lend­um mörkuðum. Skyrið er nú fá­an­legt í fimmtán lönd­um og um­svif­in í skyrsölu til út­landa sí­fellt að aukast. Ísey út­flutn­ing­ur ehf. mun einnig sjá um all­an ann­an út­flutn­ing á vör­um sem MS sel­ur á er­lenda markaði. Þeir starfs­menn sem áður unnu á út­flutn­ings­sviði MS munu flytj­ast með yfir í dótt­ur­fyr­ir­tækið og hafa þess­ar breyt­ing­ar eng­in áhrif á dag­lega starf­semi. Jón Axel Pét­urs­son læt­ur af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs MS sem hann hef­ur sinnt frá ár­inu 2007 og tek­ur við starfi fram­kvæmda­stjóra hjá Ísey út­flutn­ingi ehf. Þá mun Erna Er­lends­dótt­ir, sem sinnt hef­ur starfi út­flutn­ings­stjóra MS, taka við sem sölu- og markaðsstjóri hjá nýja fé­lag­inu.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar