Prev Next

Ostóber.

Fréttir

Ný ab mjólk með bönunum

Nú er komin ný ab-mjólk frá MS með bönunum. Dagleg neysla á ab-mjólk tryggir hæfilegt magn af a- og b-gerlum í meltingarvegi og gerir óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

09.10 | Gouda ostur í 700 g stykkjum

Nú er komin á markað ný stærð af Gouda osti en það eru stykki sem eru 700 g og henta sérstaklega vel fyrir ostaskera.

08.10 | Nýir og spennandi Ostóber ostar

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Ostóber er í fullum gangi og einstaklega gaman að geta sagt frá því að nú eru komnir á markað sérstakir Ostóber ostar. Um er að ræða fimm glænýja osta sem framleiddir voru sérstaklega fyrir þetta tilefni en þeir verða seldir í takmörkuðu upplagi nú í október. Ostarnir sem um ræðir eru Gouda sterkur 12+, Ísbúi 12+, Tindur 12+, Búri með trönuberjum og lime og Búri með sinnepsfræjum og kúmeni. Taktu þátt í Ostóber með því að gæða þér á þessu góðgæti, því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!

08.10 | Upplýsingar varðandi beiðnir um vörustyrki

Til að lágmarka heimsóknir á starfsstöðvar MS vegna COVID-19 verða beiðnir um vörustyrki ekki afgreiddar á næstu vikum. Þeir aðilar sem óska eftir vörustyrkjum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband síðar.

Fleiri fréttir

Ostakörfur frá MS - gómsætar jólagjafir

Ostakörfur frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfurnar hafa lengi verið vinsælar í tækifæris- og jólagjafir enda er falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti einstaklega gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Lesa nánar