Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Óðals Tindur og Óðals Havarti í sneiðum

Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans. Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

06.11 | Landstilboð á Góðosti 26% í bitum og sneiðum

Þriðjudaginn 6. nóvember hófst landstilboð á Góðosti 26% í kg bitum og sneiðum. Verðlækkunin er 20% og er um takmarkað magn að ræða. Afsláttarmiði verður á öllum ostum á tilboði.

02.11 | Sala er hafin á jólavörum MS

Sala á hinum vinsælu jólavörum Mjólkursamsölunnar er hafin. Viðtökur síðustu ára hafa verið mjög góðar og eru þessar vörur orðnar fastur liður í aðdraganda jóla.

01.11 | MS fagnar aldarafmæli fullveldis Íslands með fullveldisfernum

Þann 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki og er því nú fagnað árið 2018 að 100 ár eru liðin frá þessum merku tímamótum. Mjólkursamsalan fagnar aldarafmælinu með því að birta margvíslegan fróðleik um hið viðburðaríka fullveldisár 1918 á mjólkurfernum sínum í aðdraganda jólanna. Um er að ræða afrakstur samstarfs afmælisnefndar fullveldis Íslands og MS en sex mismunandi textar og myndskreytingar um atburði sem áttu sér stað á árinu 1918 prýða jólafernurnar í ár. Mjólkursamsalan óskar landsmönnum öllum til hamingju með afmæli fullveldisins og hvetur áhugasama til að kynna sér ýmsan fróðleik um fullveldisárið á vefsíðunni fullveldi1918.is.

Fleiri fréttir

Jólaostakörfur

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.

Lesa nánar