Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Bakaðar ostakökur frá MS - fullkomnar með kaffibollanum

Nýjasta nýtt frá MS eru gómsætar bakaðar ostakökur sem henta við hin ýmsu tilefni. Fyrstu kökurnar sem koma á markað eru Bökuð marmara ostakaka og Bökuð vanillu ostakaka. Kökurnar eru góðar einar sér og himneskar með ljúffengum sósum og ferskum berjum og í raun góður grunnur til að útfæra og aðlaga að smekk hvers og eins.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

14.12 | Mjólkursamsalan styrkir Mæðrastyrksnefndir og Fjölskylduhjálp Íslands

Mjólkursamsalan hefur undanfarin ár lagt hjálparstofnunum lið fyrir jólin og var engin undantekning á því í ár. Að þessu sinni var tveimur milljónum í formi vöruúttektar úthlutað til fimm góðgerðarfélaga og skiptist styrkurinn á milli Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri. Hjálparstofnanir eru starfræktar allan ársins hring en þörfin er hvað mest í kringum jólahátíðina og vill MS með þessum styrkjum leggja sitt af mörkum til að styðja við bakið á þeim einstaklingum sem leita sér aðstoðar í formi matarúthlutunar fyrir jólin.

05.12 | Opnunartími og dreifing um hátíðarnar

Senn líður að jólum og þá er vert að hafa í huga að þá tekur í gildi sérstakur opnunar- og afgreiðslutíma í söludeild og vöruafgreiðslu.

05.12 | Bakaðar ostakökur frá MS - fullkomnar með kaffibollanum

Nýjasta nýtt frá MS eru gómsætar bakaðar ostakökur sem henta við hin ýmsu tilefni. Fyrstu kökurnar sem koma á markað eru Bökuð marmara ostakaka og Bökuð vanillu ostakaka. Kökurnar eru góðar einar sér og himneskar með ljúffengum sósum og ferskum berjum og í raun góður grunnur til að útfæra og aðlaga að smekk hvers og eins.

Fleiri fréttir

Jólaostakörfur

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.

Lesa nánar