Prev Next

Fjörmjólk

Fréttir

Gamli rjómaosturinn frá MS er nú fáanlegur á ný

Rjómaosturinn frá MS nýtur mikilla vinsælda en hann hentar frábærlega í matargerð og bakstur svo eitthvað sé nefnt. Til að koma til móts við sem flesta neytendur var ákveðið að setja gamla rjómaostinn aftur á markað og verður hann fáanlegur í verslunum samhliða þeim nýja. Gamli rjómaosturinn er stífari en sá nýi og hentar einkar vel í eðlur, ídýfur og aðra heita rétti. Gamli rjómaosturinn kemur í 200 g umbúðum og vonum við að neytendur sem hafa saknað þess gamla geti nú tekið gleði sína á ný.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

06.08 | Nýr Mozzarella með basilíku

Nýlega kom á markað Mozzarellakúlur með basilíku. Kúlurnar eru frábærar í hvers kyns matargerð, sérstaklega ýmsa rétti með ítölsku ívafi.

04.08 | Nýr Grillostur í anda Halloumi

Nýlega kom á markað nýr íslenskur Grillostur í anda Halloumi. Grillosturinn er frábær í alls kyns matargerð og er skemmtileg og fersk nýjung á matardiska landsmanna.

31.07 | Umferð og heimsóknir til MS takmarkaðar

Kæru viðskiptavinir vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að takmarka aftur umferð viðskiptavina og gesta á starfsstöðvar MS. Tilgangur þessara aðgerða er að takmarka áhrif kórónaveirunnar á starfsemi fyrirtækisins. Við hvetjum viðskiptavini til að sleppa heimsóknum á starfsstöðvar MS sé þess kostur og bendum á að flest mál má leysa með símtali eða tölvupósti. Símanúmer MS er 450-1100 og netfang ms@ms.is Viðskiptavinir sem eru að sækja vörur í vöruafgreiðsla hringja á undan sér eða þegar þeir eru komnir í síma 450-1310 og fá vörur afhentar fyrir utan húsið. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunna að hafa í för með sér.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar