Prev Next

Fjörmjólk

Vörunýjungar

Nýtt Léttmál

Léttmál í nýju útliti er komið á markað. Gríska jógúrtin er nú enn mýkri og bragðbetri en áður og er bæði fáanleg sem hrein og með jarðarberjum í botni. Léttmál með jarðarberjum í botni inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Léttmál er próteinríkt og einstaklega hentugt millimál fyrir fólk á öllum aldri.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

19.01 | Óðals Ísbúi á tilboði

Óðals Ísbúi er nú á tilboði. Ísbúi er bragðmikill ostur sem á ættir sínar að rekja til Emmentaler ostsins í Sviss. Hann hentar vel í ofnbakaða rétti, í bitum í salöt eða bara ofan á brauð.

19.01 | Góðostur á tilboði

Góðostur í 920 g umbúðum er nú á tilboði. Góðostur er frábær á brauðið, á flatkökuna eða bara einn sér.

14.01 | Íslenska landsliðið velur Ísey skyr

Ísey skyr er stoltur stuðningsaðili strákanna okkar! HM í handbolta fer fram í Egyptalandi dagana 13.-31. janúar og er óhætt að segja að íslenska landsliðið sé klárt í slaginn. Strákarnir vita að góð næring skiptir miklu máli og því einkar ánægjulegt að þeir skuli velja Ísey skyr sem hluta af mataræði sínu. Við sendum baráttukveðjur yfir hafið og hvetjum landsmenn til að fylgjast með leikjum liðsins sem allir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?