
Fréttir
Nýtt frá MS: Næring+
Næring+ er nýr drykkur frá MS en um er að ræða orku- og próteinríkan drykk sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. Næring+ er vítamín- og steinefnabættur og getur m.a. hentað eldra fólki, en með aldrinum minnkar oft matarlystin þó að þörf fyrir orku, prótein, vítamín og steinefni sé enn til staðar. Til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og þyngdartap hjá eldra fólki er mikilvægt að það neyti orku og próteina í ríkum mæli og hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál.
Lesa nánar