Prev Next

Mjólk er góð í nýjum fernum

Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Óðals Tindur og Óðals Havarti í sneiðum

Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans. Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

19.09 | Einfaldar og skemmtilegar hugmyndir fyrir skólanestið

Góðostur er frábær millibiti og hentar vel í nestisboxið, hvort sem er ofan á brauð og flatköku, eða í bitum og lengjum með ávöxtum og grænmeti. Osturinn er mettandi, próteinríkur og ekki skemmir hversu bragðgóður hann er. Það er upplagt að leyfa hugmyndarfluginu að njóta sín þegar nestið er útbúið og innblástur má t.d. sækja í ný og skemmtileg myndbönd á gottimatinn.is þar sem íslenskur Góðostur kemur við sögu.

18.09 | MS styður við bakið á íslenskum keppendum í heimsmeistarakeppni konditora

Heimsmeistarakeppni koditora (UIBC) í sætabrauði fer fram í München í Þýskalandi þessa dagana og er gaman að segja frá því að Íslendingar eiga fulltrúa í keppninni. Þær Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, keppir fyrir hönd Íslands og Sigrún Ella Sigurðardóttir, þjálfari er henni innan handar en báðar eru þær menntaðir koditorar. Mjólkursamsalan hefur stutt við bakið á þeim stöllum með vörustyrkjum og erum við að sjálfsögðu stolt að þær velji vörur frá MS á borð við súrmjólk, rjóma, mysu og smjör fyrir keppni af þessari stærðargráðu.

18.09 | Plastlaus september - Hverju hefur MS breytt?

Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. - MS hefur samkvæmt umhverfisstefnu sinni unnið að breyttum umbúðum til þess að lágmarka aðfanganotkun í starfseminni. Plast er þó áfram nauðsynlegt og fyrirsjáanlegt að það verði áfram notað þar sem það dregur meðal annars úr matarsóun en mikilvægt er að huga að endurvinnslu umbúðanna. Hérna má lesa samantekt um nokkur atriði sem hefur verið breytt hjá MS til að draga úr notkun plasts þar sem hægt er og hvetja almenning til endurvinnslu.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar