Prev Next

Fjörmjólk

Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði
Vörunýjungar

Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

Við kynnum með stolti Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði! Hér er um svokallaða sérútgáfu að ræða sem verður aðeins á markaði í nokkra mánuði. Bragðið er einstakt svo ekki sé meira sagt og það sama má segja um umbúðirnar en falleg landslagsmynd af Goðafossi í vetrarbúningi prýðir dósina. Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði er próteinríkt og kolvetnaskert

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

05.03 | Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

Með dómi Hæstaréttar í dag í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga, sem hefur verið til meðferðar fyrir stjórnvöldum og dómstólum í tæpan áratug. Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.

Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

23.02 | Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

Í byrjun febrúar kom á markað svokölluð sérútgáfa af Ísey skyri með jarðarberjum og hvítu súkkulaði og er óhætt að segja að salan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Íslenskir skyrunnendur hafa tekið nýja skyrinu sérstaklega vel og höfum við varla haft undan við að framleiða skyrið og keyra í verslanir sem er einstaklega ánægjulegt. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur verið ákveðið að framleiða meira af sérútgáfunni en upphaflega var áætlað og geta skyrunnendur því gætt sér á góðgætinu fram á vorið.

Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

15.02 | Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

Í ljósi tilmæla frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og viðkvæmrar stöðu í samfélaginu getum við því miður ekki tekið á móti syngjandi kátum krökkum og foreldrum þeirra á öskudegi í ár. Þetta á við um starfsstöðvar MS um land allt. Okkur þykir þetta miður en við sjáum vonandi sem flesta á næsta ári.

Fleiri fréttir
Þitt er valið

Þitt er valið

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?