Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Óðals Tindur og Óðals Havarti í sneiðum

Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans. Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

16.10 | Ostóber – íslenskir ostadagar 15.-31. október

Í Ostóber fagnar Mjólkursamsalan gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta með því að bregða á leik með völdum veitingastöðum og sælkerabúðum um land allt. Samstarfsaðilar okkar í þessu nýstárlega og skemmtilega verkefni hafa algjörlega frjálsar hendur og mun hver og einn galdra fram fjölbreytt tilbrigði við ost í anda viðkomandi veitingastaðar eða verslunar. Við hvetjum ykkur til að heimsækja einhvern af eftirtöldum stöðum næstu tvær vikurnar og smakka íslenska osta eins og þeir gerast bestir!

16.10 | Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun á Blönduósi

Nýtt þjónustuhús fyrir mjólkursöfnun í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum var formlega tekið í notkun á Blönduósi þann 6. október sl. Það var í upphafi síðasta árs sem Ámundakinn, Auðhumla, KS og MS undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu á nýju þjónustuhúsi og leigu til langs tíma en Ari Edwald, forstjóri MS, og Magnús Guðmundsson, forstöðumaður flutningadeildar MS, tóku við lyklunum frá Jóhannesi Torfasyni, framkvæmdastjóra Ámundakinnar. Markmið byggingarinnar er að bæta vinnuaðstöðu bílstjóra og aðstöðuna fyrir bílana sjálfa. Húsið er 561 fermetri að grunnfleti, með rúmlega 5 metra lofthæð. Í húsinu má finna tvö rúmgóð búningsherbergi með baði, kaffistofa og skrifstofa og tvö hvíldarherbergi með baði.

12.10 | Innköllun á rifnum Heimilisosti 450g

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla allan rifinn Heimilisost í 450g pakkningum. Neytendum sem keypt hafa rifinn Heimilisost í gölluðum umbúðum er bent á að skila honum þangað sem hann var keyptur. Mjólkursamsalan biður neytendur velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Fleiri fréttir

Jólaostakörfur

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.

Lesa nánar