Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Ísey skyr í skvísum

Ísey skyr í skvísum er nýr og spennandi kostur fyrir fólk á ferðinni. Nýja Ísey skyrið í skvísum er laktósalaust, próteinríkt og inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Það er merkt skráargatinu, en skráargatið er norræn merking fyrir þær vörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað til að hjálpa neytendum að velja sér hollari matvöru. Skyrið má enn fremur frysta, þannig að það er hægt að taka það úr frysti að morgni og grípa það með sér út í daginn ef það á ekki að nota það strax.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

21.11 | Ísey skyr skákhátíð

Ísey skyr skákhátíðin fer fram á Selfossi dagana 19.-29. nóvember, en eins og nafnið gefur til kynna er Mjólkursamsalan stoltur styrktaraðili hátíðarinnar. Aðalviðburður hátíðarinnar er skákmót tíu heimsmeistara, karla og kvenna, en allir þátttakendur hafa orðið heimsmeistarar í skák í einhverjum flokki. Í hópnum eru þrír íslenskir heimsmeistarar og sjö erlendir. Íslensku keppendurnir eru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Helgi Áss Grétarsson. Meðal erlendu keppendanna eru ungu skákkonurnar Dinara Saduakassova frá Kasakstan og Sarasadat Khademalsharieh frá Íran en þær eru taldar meðal bestu skákkvenna í heimi.

15.11 | Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Mjólkursamsalan sendir landsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og er hann fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta ljóðskálds Íslendinga. Í ár heiðrum við sérstaklega nokkra af þeim fjölmörgu rithöfundum, tónlistarmönnum og -konum sem gera íslensku hátt undir höfði í listsköpun sinni og hvetjum um leið aðra til að leggja rækt við móðurmálið og nota íslenskuna sem víðast, því henni eru engin takmörk sett.

Fleiri fréttir

Ostakörfur frá MS - gómsætar jólagjafir

Ostakörfurnar frá MS eru sem fyrr vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og henta sérstaklega vel til að gleðja starfsmenn og viðskiptavini. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. Þegar nær dregur jólum mun sérstakur jólakörfuvefur opna hér á ms.is þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini.

Lesa nánar