Prev Next

Fjörmjólk

Nýtt Léttmál
Vörunýjungar

Nýtt Léttmál

Léttmál í nýju útliti er komið á markað. Gríska jógúrtin er nú enn mýkri og bragðbetri en áður og er bæði fáanleg sem hrein og með jarðarberjum í botni. Léttmál með jarðarberjum í botni inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Léttmál er próteinríkt og einstaklega hentugt millimál fyrir fólk á öllum aldri.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

26.01 | Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

Ostakjallarinn er ný vörulína þar sem áhersla er lögð á að kynna nýja og spennandi osta sem framleiddir eru í takmörkuðu upplagi og fást því í skamman tíma í senn. Þorri og Heiðar eru fyrstu ostarnir sem við kynnum til leiks en Þorri er með mildu reykbragði og vekur þannig forvitni bragðlaukanna á meðan Heiðar færir manni íslensku sveitina í hverjum bita með fjölbreyttum kryddjurtum. 

Ostarnir verða til sölu í Sælkerabúðinni, Fjarðarkaup og Hagkaup á meðan birgðir endast - smakkaðu áður en það verður of seint.

Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

25.01 | Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

Vinsamlega varið ykkur á svindlsíðum á samfélagsmiðlum eins og þessari Instagram síðu sem þykist vera Gott í matinn. Hvorki við né önnur íslensk fyrirtæki biðjum ykkur að smella á einhverja hlekki eða óskum eftir persónuupplýsingum. Vinningshafar í leikjum hjá okkur og öðrum þurfa ALDREI að smella á hlekki hafi þeir unnið til verðlauna. Verið á varðbergi og tilkynnið svona síður sem ‘spam’.

Óðals Ísbúi á tilboði

19.01 | Óðals Ísbúi á tilboði

Óðals Ísbúi er nú á tilboði. Ísbúi á sér meira en 30 ára sögu hérlendis en framleiðsla hófst á Akureyri árið 1989. Ísbúi er bragðmikill ostur sem á ættir sínar að rekja til Emmentaler ostsins í Svi...

Fleiri fréttir
Þitt er valið

Þitt er valið

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?