Prev Next

Gómsætar jólagjafir

Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Óðals Tindur og Óðals Havarti í sneiðum

Sala er hafin á nýjum Óðals Havarti og Óðals Tind í sneiðum. Osturinn er í hæsta gæðaflokki. Umbúðirnar vekja athygli og þær endurspegla það andrúmsloft sem við viljum tengja við ostinn: Úr fórum meistarans. Hingað til að hafa eingöngu tvær tegundir verið til í sneiðaformi en nú eru fáanlegar í sneiðum tvær vinsælustu tegundirnar, Tindur og Havarti.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

16.11 | Mjólkursamsalan hlýtur heiðursverðlaun fyrir brautyðjendastarf í þágu íslenskunnar

Viðskiptaráð Íslands, Stofnun Árna Magnússonar og Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð afhentu á degi íslenskrar tungu í fyrsta sinn hvatningarverðlaun viðskiptalífsins um eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu. Við erum full stolts og þakklætis fyrir þann heiður sem okkur var sýndur við það tilefni en Mjólkursamsalan hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskunnar og eftirtektarverða notkun á íslenskri tungu um áratugaskeið.

16.11 | Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember er rétt að staldra við og íhuga hvert íslenskan er að fara. Margt bendir til að hún eigi undir högg að sækja um þessar mundir vegna erlendra áhrifa og sé jafnvel á förum. Í rúma tvo áratugi hefur MS beitt sér fyrir því að efla íslenskuna með fjölbreyttum leiðum og hvatt landsmenn til að standa vörð um tungumálið. Verum samtaka um að hlúa að íslenskri tungu - hún hefur þjónað okkur vel og á skilið að fá að dafna. Til hamingju með daginn!

06.11 | Landstilboð á Góðosti 26% í bitum og sneiðum

Þriðjudaginn 6. nóvember hófst landstilboð á Góðosti 26% í kg bitum og sneiðum. Verðlækkunin er 20% og er um takmarkað magn að ræða. Afsláttarmiði verður á öllum ostum á tilboði.

Fleiri fréttir

Jólaostakörfur

Ostar eru frábærir í tækifæris- og jólagjafir og sívinsælir á veisluborðið. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. MS býður upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.

Lesa nánar