Prev Next

KEA skyr

Vörunýjungar

KEA skyr hrærir upp í hlutunum með nýrri bragðtegund

KEA skyr býður nú upp á þriðju bragðtegundina af tveggja laga skyri þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. Nýja skyrið er með skógarberjum í botni og óhætt að segja að það sé fullkomið fyrir þá sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Viðbættum sykri er sem fyrr haldið í lágmarki en í hverjum 100 g eru einungis 4 g viðbættur sykur. Þá er nýja skyrið jafnframt laktósalaust eins og annað KEA skyr.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika og...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar

Gott í matinn uppskriftir

Á uppskriftavef Gott í matinn finnur þú fjölbreytt úrval af einföldum og fljótlegum réttum.

Fréttir

25.02 | Öskudagur haldinn hátíðlegur í Mjólkursamsölunni

Öskudagurinn er án efa einn af uppáhaldsdögunum okkar í Mjólkursamsölunni og tökum við fagnandi á móti syngjandi krökkum miðvikudaginn 26. febrúar á starfsstöðvum okkar í Reykjavík, Búðardal, Egilsstöðum og Selfossi frá kl. 8-16 og á Akureyri frá kl. 8-12. Klói kíkir í heimsókn milli kl. 13 og 16 í MS Reykjavík og gefur syngjandi kátum krökkum Kókómjólk og knús :)

18.02 | 10 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum en metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið þar sem rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og verðlaunahöfum veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi. MS óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum 4. bekkingum fyrir þátttökuna.

17.02 | Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Íslenska kokkalandsliðið gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um er að ræða fyrri keppnisgrein liðsins af tveimur, svokallað Chef‘s Table þar sem liðið þurfti að framreiða sjö rétta hátíðarkvöldverð fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina og við erum stolt að liðið velji Ísey skyr og aðrar mjólkurvörur frá MS.

Fleiri fréttir

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar