Prev Next

Mjólk er oft góð lengur en þú heldur

Ostakjallarinn kynnir - Frostrós
Vörunýjungar

Ostakjallarinn kynnir - Frostrós

Frostrós er nýjasti osturinn í Ostakjallaranum en um er að ræða tignarlegan ost af Gouda ætt sem er ætlað að gleðja þig og aðra ostaunnendur yfir hátíðarnar og fyrstu vikur nýs árs meðan myrkasti vetrartími ársins gengur yfir. Hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og því um að gera að ná sér nokkur stykki af þessum eðalosti. Bragðlega er hann mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana við hvern bita. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Gott í matinn á bóndadaginn

20.01 | Gott í matinn á bóndadaginn

Leiðin að hjarta mannsins er að margra mati í gegnum magann og því tilvalið að velja einhverja gómsæta uppskrift á gottimatinn.is til að gleðja þinn uppáhalds mann, eða menn, á bóndadaginn 21. janúar. ❤

Nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar

18.01 | Nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar

Í upphafi árs 2022 tók nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar gildi og gætir þar nokkurra breytinga frá eldri skipuritum. Forstjóri MS er Pálmi Vilhjálmsson og skiptist starfsemin í fjögur svið: 1) sölu-, markaðs- og vöruþróunarsvið, 2) fjármálasvið, 3) framleiðslu- og framkvæmdasvið og 4) hagsýslu- og samskiptasvið, sem er nýtt svið og nær m.a. til millríkjasamninga og tollamála, sem og umhverfis- og stjórnsýslumála og fjölmiðlasamskipta. Meðfylgjandi er nýtt skipurit þar sem sjá má stjórnendur sviðanna, auk rekstrarstjóra afurðastöðva, gæðastjóra og fleiri.

Framleiðsla á kaseini og framkvæmdir hjá MS

07.01 | Framleiðsla á kaseini og framkvæmdir hjá MS

Mjólkursamsalan undirbýr fullvinnslu á mjólkurpróteini með framleiðslu á kaseini sem mun leysa af hólmi framleiðslu á undanrennuosti og draga úr þörf fyrir framleiðslu á undanrennudufti. Hærra verð fæst fyrir kaseinið á heimsmarkaði og markaðir eru tryggari. Verður þessi nýja vinnsla á Sauðárkróki. Jafnframt er MS að undirbúa stækkun aðstöðu sinnar á Selfossi og Akureyri.

Fleiri fréttir
 
Þitt er valið

Þitt er valið

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS. MS hefur unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum sínum.

Lesa nánar
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?