Beint í efni
En

FYRIR ÖLL TILEFNI

Rjómaostur er ferskur og bragðmildur ostur með rjómamjúka áferð. Hann er til hreinn og með mörgum bragðtegundum og er mjög góður sem álegg á brauðmeti og með kexi, er leynitrixið í ýmsum réttum og er því tilvalinn í allskyns matargerð og bakstur. Osturinn bráðnar vel við hitun og nýtist því vel í sósur og súpur, í pastarétti, ofan á pizzu og er eitt aðalhráefnið í EÐLU - heitu ostaídýfunni sem Íslendingar þekkja orðið mjög vel. Rjómaostur er vinsæll í mörgum eftirréttum og uppistaða í mörgum þeirra eins og í ostakökum, rjómaostakremi á kökur, heitum brauðréttum og fleiri uppskriftum.

HVERT ER ÞITT TILEFNI?

HVORT SEM ÞAÐ ER HVERSDAGSLEIKINN EÐA SÉRSTAKT TILEFNI ÞÁ Á RJÓMAOSTUR ALLTAF VIÐ.

HREINN RJÓMAOSTUR

Hreinn rjómaostur með ríkulegu rjómabragði nýtur sín afar vel á beyglum, er grunnuppistaða í Eðlu og þykkir og bragðbætir rjómasósur og súpur.

RJÓMAOSTUR MEÐ GRILLAÐRI PAPRIKU OG CHILI

Rjómaostur sem hentar afar vel á pizzur, á vefjur og í alla mexíkanska matargerð.

RJÓMAOSTUR MEÐ GRASLAUK OG LAUK

Bragðið á einstaklega vel við brauð og kex og er því vinsæll sem álegg. Einnig er hann góður á vefjur, í ídýfur og og með flestu grænmeti.

RJÓMAOSTUR MEÐ KARAMELLÍSERUÐUM LAUK

Sætur laukurinn á einstaklega vel við rjómaost og nýtur sín einstaklega vel á pizzum, sósum og vefjum. Hann er einnig mjög góður sem álegg.

RJÓMAOSTUR MEÐ SVÖRTUM PIPAR

Svartur piparinn veitir góðan hita í súpuna, er tilbrigði við brauðréttinn og gefur bragðið á beygluna eða nýtt álegg á pizzuna?

VANTAR ÞIG HUGMYNDIR?

Blár, svartur, grænn, rauður og brúnn rjómaostur. MS rjómaostarnir eru ferskir og góðir bæði hreinn og þeir bragðbættu, hvert sem tilefnið er, jafnt virka daga sem tyllidaga. Hvort sem þú ert að fara að gera Eðlu fyrir partýið, elda góðan mat, baka eða vantar orku þá er gott að eiga rjómaost við hendina. Fáðu hugmyndir að nesti, morgunmat, kvöldmat og hádegismat. Rjómaosta er svo einfalt og fljótlegt að nota.

Tengdar vörur