Beint í efni
En

Allir finna eitthvað við sitt hæfi og auðvelt er að brydda upp á nýjungum eða skemmtilegri framsetningu á eftirréttunum. Reglulega komum við með nokkra árstíðabundna eftirrétti sem fanga augnablik líðandi stundar og er tilvalið að njóta með fjölskyldu og vinum - eða á stefnumóti með sjálfum sér.

Það er eitt sem einkennir eftirrétti - þeir eru aldrei leiðinlegir. Þú átt eftir að skemmta þér vel við að prufa þig áfram með framreiðslu þeirra.

Engjaþykkni og Nóa Kropp eru nýjasta par landsins

Loksins, loksins getum við sagt frá skemmtilegu samstarfsverkefni MS og Nóa Síríus en þessi tvö rótgrónu íslensku fyrirtæki hafa tekið sig saman og sett á markað nýja vöru sem aðeins verður á markaði í takmarkaðan tíma. Engjaþykkni með Nóa smá Kroppi inniheldur dúnmjúka og dásamlega vanillujógúrt með litlum, stökkum súkkulaði kornkúlum en um er að ræða fyrstu sérútgáfuna af Engjaþykkni og var Nóa smá Kroppið sérstaklega framleitt fyrir hana.

Engjaþykkni

Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum sem leika við bragðlaukana. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur.
Brjóttu upp hversdaginn og berðu vel kælt Engjaþykkni fram í glasi á fæti sem eftirrétt. Kemur virkilega á óvart og tekur nokkrar mínútur í undirbúningi.

Þrjár tegundir sem erfitt er að velja á milli.

Notaleg samvera toppuð með úrvali af bragðgóðum eftirréttum

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. Hjá MS hefur þú val um hreinar, bragðbættar eða kolvetnaskertar sýrðar mjólkurafurðir. En þegar þú vilt gera vel við þig og þína þá býður þú upp á eitthvað gott úr eftirréttalínu MS.

Ostakökur

Ef það er eitthvað sem er betra en ein Bláberjaostakaka, þá eru það tvær! Stundum þurfa eftirréttir ekki að vera mikið flóknari en það.
Það sem þú þarft:
Tvær Bláberjaostakökur frá MS
Askja af ferskum bláberjum
Flórsykur
Aðferð:
Gott er að byrja á því að setja Bláberjaostakökurnar í frysti. Þetta hjálpar til við að halda fallegri lögun þegar þeim er staflað upp. Þegar þær eru komnar á disk þarf einungis að dreifa fersku bláberjunum yfir toppinn og sigta svo ögn af flórsykri yfir. Auðvitað má svo taka skreytingarnar enn lengra ef ímyndunaraflið leyfir.

Einfalt og ljúffengt.

Smámál

Bestu réttirnir eru þeir sem skilja mann eftir með löngun í meira. Þannig er Smámálið, og betra að hafa skeiðina í minni kantinum. Þá endist það lengur.

Hrísmjólk

Sumir líta á Hrísmjólkina sem sparimorgunmat, aðrir sem gómsætt millimál en það er velþekkt leyndarmál að Hrísmjólkin er líka glæsilegur eftirréttur í skál sem þú getur reitt fram hraðar en gestirnir ná að segja: „Takk fyrir mig.“ Bættu nokkrum berjum ofan á til að fullkomna verkið.

Tvær tegundir - Hrísmjólk með karamellusósu og Hrísmjólk með rifsberja- og hindberjasósu. Þitt er valið!

Uppskriftir

Leiktu þér með MS eftirrétti og skoðaðu ýmsa eftirrétti á heimasíðu okkar Gott í matinn.

Tengdar vörur