Beint í efni
En

Ítölsk hefð - íslensk matargerð

Ferskur rjómakenndur Mozzarella er framleiddur í Skagafirðinum úr hreinni íslenskri kúamjólk. Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu og með góðri hjálp frá ítölskum ostameisturum og nýjustu tækni getum við boðið upp á íslenskan mozzarella sem ostaunnendur og matgæðingar landsins ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Galdraðu fram ítalska veislu

Það er fátt betra en að njóta góðra stunda saman. Góður matur, góðir ostar, góðir vinir. Ísland og Ítalía dansa saman í ferskum, rjómakenndum mozzarella sem færir ítalska stemingu alla leið heim.

Tilvalinn í matargerðina

Mozzarella er tilvalinn í matargerð. Hann er ljúffengur með salati eða borinn fram sem smáréttur með basilíku og tómötum, á pizzur og snittur, í pasta og ofnrétti. Þetta er skemmtilegur bragðmildur ostur sem smellpassar með svo mörgu. Prófaðu þig áfram og njóttu ítalskra hefða í íslenskum Mozzarella.

Ómótstæðilegur burrata

Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri en um er að ræða ferska mozzarellakúlu með mildri rjómaostafyllingu. Mikil vinna fylgir framleiðslu á þessum dásamlega osti og óhætt að segja að hver einasta kúla sé sannkallað listaverk. Burrata er dásamlegur ofan á pizzur og smakkast einstaklega vel með pestó og fíkjum.

NÚ FÆST EINNIG LAKTÓSALAUS MOZZARELLA
Mozzarella kúlur og Mozzarella kúlur með basilíku eru án laktósa.

Tengdar vörur