Beint í efni
En

ÍTÖLSK HEFÐ - ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

Ferskur rjómakenndur Mozzarella er framleiddur í Skagafirðinum úr hreinni íslenskri kúamjólk. Framleiðsluhefðin á rætur að rekja til Ítalíu þar sem notuð var fyrst eingöngu buffaló mjólk í ostagerðina. Sífellt algengara er nú að nota kúamjólk og jafnvel geitamjólk. Þessi skemmtilegi og bragðgóði ostur hefur farið sigurför um heiminn sem ekki sér fyrir endann á.

NÚ FÆST EINNIG LAKTÓSALAUS MOZZARELLA
Mozzarella kúlur og Mozzarella kúlur með basilíku eru án laktósa.

TILVALINN Í MATARGERÐINA

Mozzarella er tilvalinn í matargerð. Hann er ljúffengur með salati, eða framborinn sem smáréttur með basilíku og tómötum, á snittur, í pasta og ofnrétti. Þetta er skemmtilegur bragðmildur ostur sem smellpassar með svo mörgu. Prufaðu þig áfram og njóttu ítalskra hefða í íslenskum Mozzarella.

Tengdar vörur