Beint í efni
En

Benecol – fyrir þá sem vilja lækka kólesteról

Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði.
Mikilvægt er að halda kólesteról gildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma.

Hvað er Benecol?

Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem ætlaður er þeim sem vilja lækka kólesteról í blóði. Benecol kom fyrst á markað í Finnlandi sem vopn í baráttunni gegn of háu kólesteróli hjá þjóðinni og sló svo rækilega í gegn að nauðsynlegt reyndist að skammta það til neytenda fyrst um sinn. Frá 2004 hefur Mjólkursamsalan framleitt þennan heilnæma drykk fyrir íslenskan markað.

Hverjir eiga að neyta Benecols?

Benecol er ætlað þeim sérstaklega sem vilja halda kólesteróli innan eðlilegra marka. Það hentar mjög vel sem hluti af mataræðisbreytingu sem oft er ráðlögð þegar kólesteról hækkar umfram æskileg gildi. Ýmsar rannsóknir benda til að Benecol henti vel með kólesteról lækkandi lyfjum. Þó er ráðlegt að þeir sem eru á slíkum lyfjum og hyggjast neyta Benecols geri það í samráði við sinn lækni.

Best að neyta með máltíðum

Rannsóknir hafa sýnt að áhrif Benecols eru mest til lækkunar kólesteróls sé þess neytt í kringum einhverja af máltíðum dagsins frekar en á fastandi maga. Benecol er selt í kippum sem innihalda sex 65 ml flöskur og fæst í tveimur bragðtegundum, jarðarberja og appelsínu. Hentugur dagskammtur er ein flaska. Á 12 mánaða tímabili lækkaði kólesteról um 15% í hópi fólks sem fékk stanólester

Dagleg neysla tryggir full áhrif

Til að tryggja full áhrif af Benecol er mikilvægt að neyta þess daglega. Hreyfing og heilsusamlegt mataræði almennt hefur einnig jákvæð áhrif á kólesteról. Æskilegt er að neyta harðrar fitu og kólesteróls í hófi og velja frekar mjúka fitu en harða.

Áhrif af neyslu Benecols

Til að ná hámarkslækkun nægir að drekka eina 65 ml flösku á dag og má þá reikna með allt að 15% meðaltalslækkun kólesteróls þó engar aðrar ráðstafanir séu gerðar. Mælanleg áhrif koma fram á nokkrum vikum eftir að neysla hefst, en kólesteról hækkar aftur ef neyslu er hætt.

Vísindalega staðfest virkni Benecols

Fjölmargar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á undanförnum áratugum á áhrifum plöntustanólesters, hins virka efnis í Benecol, á magn kólesteróls í blóði. Niðurstöður eru einróma á þá leið að neysla þess leiði til verulegrar lækkunar kólesteróls. Sýnt hefur verið fram á að plöntustanólester hindrar upptöku kólesteróls úr fæðu. Leiðir þetta til lækkunar heildarkólesteróls í blóði og hins svokallaða „vonda kólesteróls“ (LDL), en hefur engin áhrif á „góða kólesterólið“ (HDL).

Tengdar vörur