Beint í efni
En

Íslenskt smjör - hreint afbragð

Íslenskt smjör er 100% hrein náttúruafurð sem hentar vel í allan bakstur, matargerð og ofan á brauð. Smjörið er framleitt úr rjóma og fæst með og án salts. Fyrir þá sem vilja flóknari bragðtóna og smjör í stað sósu með kjötinu kemur Kryddsmjörið sterkt inn. Gæði baksturs leynir sér ekki þegar smjör er notað sem fituefni. Ekkert jafnast á við alvöru smjör í bakstur því að baka, og að baka úr smjöri er sitthvað. Með því að nota SMJÖR til glóðarsteikingar verður maturinn fyllri, áferðarfallegri og bragðbetri. Gott er að hálfbræða SMJÖRIÐ og blanda saman því kryddi sem á við og pensla síðan. eða nota tilbúið Kyddsmjör.

Smjör er leynivopnið í mörgum uppskriftum

Smjör hefur einstaka eiginleika, bragð og gæði í matargerð og bakstur. Það nær engin önnur fita öllum þessum eiginleikum á sama tíma.

Kryddaðu tilveruna með kryddsmjöri

Kryddsmjör með saltflögum er nýjasta viðbótin í kryddsmjörs vörulínunni og óhætt að segja að þar sé komið sannkallað sælkerasmjör sem smellpassar í bökuðu kartöfluna, á kjötið, fiskinn og grænmetið, en kryddsmjörið er þetta litla extra sem gerir góðan grillmat að hreinu lostæti. Samhliða langþráðri nýjung var frískað upp á útlit umbúðanna og hafa neytendur nú val um þrjár tegundir til að töfra fram rétta bragðið hverju sinni en til viðbótar við kryddsmjör með saltflögum bjóðum við upp á kryddsmjör með hvítlaukskryddi og kryddsmjör með blönduðum kryddjurtum.

Hagnýt ráð um SMJÖR

Smjör er mikilvægasta fitan við bakstur því það gefur bæði góða fyllingu og gæði. Ef SMJÖR er í uppskriftinni skiptir miklu að farið sé eftir því ef árangur á að nást.

Smjörbráð

  • Bræðið smjörið við vægan hita, þannig að það bráðni sem hægast. Takið það af hinum áður en það verður tært, annars er hætta á að bragðgæðin rýrni.

Smjör til steikingar

  • Aðeins smjör gefur hinn rétta gyllta brúna lit og góða bragð sem einkennir steiktan mat á pönnu.
  • Setjið ávallt smjör á kalda pönnu. Látið það bráðna og bíðið eftir að froðan hjaðni áður en þið setjið matinn á pönnuna
  • Ef smjörið er ekki nægilega heitt brúnast maturinn ekki almennilega. Það þarf að vera það heitt að maturinn snöggsteikist, verði gylltur og stökkur.
  • Maturinn sem á að steikja þarf að vera þurr, annars brúnast hann ekki. Gott er að velta honum upp úr hveiti áður en hann er steiktur.
  • Ekki á að þerra smjörsteiktan mat á pappír eftir steikingu heldur á hann að haldast rakur og vera með smjörbragði.
  • Smjör brennur auðveldlega við mikinn hita, þannig að gott er að hita saman 2/3 hluta af smjöri og 1/3 hluta olíu til að steikja úr, í því hlutfalli ættu bragðgæðin ekki að tapast.

Geymsla á smjöri

  • Smjör geymist vel í kæli í allt að 6 mánuði frá pökkunardegi og 9-12 mánuði í frysti án þess að tapa bragðgæðum og eiginleikum.

Skírt smjör (clarified butter)

  • Það nefnist skírt smjör þegar fitan er skilin frá en við það verður smjörið hitaþolnara en venjulegt smjör og hentar vel til steikingar.

Tengdar vörur

Kryddsmjör - vinsælt til steikingar og á grillkjötið

Annað viðbit og staðkvæmdarvörur