Beint í efni
En

Þín óskastund getur verið hvenær sem er en næsta Óskajógúrt er sjaldan langt undan.

Dúnmjúk og dökk skúffukaka

Dúnmjúk skúffukaka fyrir þig og þína. Kaffijógúrtin gerir kökuna dúnmjúka og ýtir enn frekar undir djúpt súkkulaðibragðið og kremið, sem er eins og silki, er af öðrum heimi ljúffengt.

Óskajógúrt hrein

Óskajógúrt er sannkölluð þjóðargersemi Íslendinga enda hefur hún fylgt okkur um áratugaskeið. Jógúrtframleiðsla hefur lítið breyst síðan hún hófst fyrir 50 árum síðan og líkt og þá er eingöngu notuð hágæða íslenska mjólk í jógúrtina.

Óskajógúrt með jarðarberjum

Óskajógúrt með jarðarberjum er frískandi og bragðgóð. Sígild og góð vara sem hentar fyrir hvert mál.
Hefur þú prófað að baka kleinuhringi heima með jarðarberja Óskajógúrt?

Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði

Óskajógúrt með hnetu- og karamellubragði er einstaklega bragðgóð og í miklu uppáhaldi hjá stórum hópi fólks. Jógúrtin er góð ein og sér en hentar líka vel í kökudeig og gerir kökuna mýkri og betri í hverjum bita. Prófaðu þig áfram með Óskajógúrt næst þegar þú bakar köku.

Óskajógúrt með melónukokteil

Óskajógúrt með melónukokteil er frískandi og góð þar sem ástaraldin og melónur í bland leika við bragðlaukana. Ljúffeng jógúrt sem kemur skemmtilega á óvart.

Óskajógúrt með kaffibragði

Óskajógúrt með kaffibragði er frábær ein og sér og einnig í bakstur. Hvort sem þú elskar kaffi eða ekki þá er ansi líklegt að þessi sígilda jógúrt muni gleðja þig. Ef þig langar að prófa uppskrift með Óskajógúrt mælum við mjúkum möffins með kaffijógúrt.

Óskajógúrt með suðrænum ávöxtum

Óskajógúrt með suðrænum ávöxtum er inniheldur góða ávaxtablöndu af appelsínum, jarðarberjum, ananas og ferskjum. Hver einasta skeið er stútfull af hágæða næringarefnum úr íslenskri mjólk og einstöku bragði.

Kærkominn kostur þjóðarinnar í 50 ár.

Tengdar vörur