Lifandi jafnvægi
Svefn og vaka, hvíld og áreynsla, frítími og vinna. Lífið er erilsamt og andstæður togast á. Góðu gerlarnir sem ab-vörurnar innihalda, Lactobacillus acidophilus(a) og Bifidobacterium lactis(b), eru ólíkir flestum öðrum mjóllkursýrugerlum. Þeir lifa af ferðalagið um magann og halda áfram mikilvægri starfsemi sinni í þörmunum. Dagleg neysla á ab-mjólk tryggir hæfilegt magn af a- og b-gerlum í meltingarvegi og gerir óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar. Þannig helst líkaminn í lifandi jafnvægi.
AB vörur
Ab-vörurnar eru þróaðar með það fyrir augum að gegna lykilhlutverki í mataræði nútímafólks. Þær eru svokallað markfæði sem er skilgreint sem matvæli sem hefur heilsusamlega virkni umfram hefðbundin matvæli. Eins og aðrar mjólkurvörur eru ab-vörurnar næringarríkar og innihalda hina heilnæmu a- og b-gerla. Í einu grammi af ab-mjólk eru að minnsta kosti 500 milljón a-gerlar og 500 milljón b-gerlar. Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi hollrar og næringarríkrar fæðu í uppbyggingu líkamans. Meðal æskilegra fæðutegunda hvers dags eru ab vörur. Auk þess sem þær stuðla að hámarksnýtingu kalks í líkamanum treysta a - og b – gerlarnir mótstöðuafl líkamans gegn ýmsum tilfallandi sýkingum og sjúkdómum.
A og B gerlar
Líkamar okkar verða stöðugt fyrir áreiti frá óæskilegum þáttum í nánasta umhverfi okkar. Óæskilegar bakteríur og sveppir geta sest að í meltingarveginum og valdið óþægindum og veikt mótstöðuafl líkamans. A- og b-gerlarnir treysta mótstöðuafl okkar gegn slíkum bakteríum. Þeir bæta meltinguna og styrkja um leið innri varnir líkamans. Þegar eðlilegt jafnvægi í meltingarvegi raskast, t.d. vegna inntöku sýklalyfja, er mikilvægt að neyta vara sem innihalda heilnæma gerla til að byggja aftur upp heilbrigða gerlaflóru. Góðu gerlarnir sem ab-vörurnar frá MS innihalda lifa af ferðalagið í gegnum magann og hjálpa til við að ná aftur og viðhalda mikilvægu jafnvægi í meltingarvegi. Dagleg neysla á ab-mjólk tryggir hæfilegt magn af a- og b-gerlum í meltingarvegi og gerir óæskilegum gerlum erfitt uppdráttar. A-gerillinn (Lactobacillus acidophilus) er mjólkursýrugerill sem viðheldur heilbrigðri meltingarflóru. B-gerillinn (Bifidobacterium lactis) er náttúrulegur gerill í manninum frá fæðingu. Hann er líkamanum nauðsynlegur við varnirog uppbyggingu örverustarfsemi í meltingarfærunum.
A-gerillinn (Lactobacillus acidophilus) er mjólkursýrugerill sem viðheldur heilbrigðri meltingarflóru.
B-gerillinn (Bifidobacterium lactis) er náttúrulegur gerill í manninum frá fæðingu. Hann er líkamanum nauðsynlegur við varnir og uppbyggingu örverustarfsemi í meltingarfærunum.