Beint í efni
En

Símjúkur á brauðið, pönnuna og í baksturinn

Smjörvi hefur allt frá því hann kom á markað 1981 verið vinsælt viðbit. Hann hefur ríkulegt smjörbragð enda framleiddur úr ferskum gerilsneyddum rjóma, rapsolíu til að auka mýkt hans og smyrjanleika og síðan er bætt við örlitlu salti til að fullkomna bragðið og lengja geymsluþol. Ennfremur er hann A og D vítamínbættur. Smjörvi er fyrst og fremst smyrjanleg vara, en er einnig mjög hentugur til steikingar og í hvers kyns matargerð og bakstur þar sem rapsolían eykur hitaþol hans. Smjörvi er til í tveimur útgáfum, klassískur og fituskertur.

Klassískur Smjörvi

Klassískur Smjörvi eða sá græni eins og hann er oftast kallaður er sívinsæll og á sitt pláss í flestum ísskápum landsmanna. Hann hefur jafnframt aukið vinsældir sínar hjá matgæðingum þar sem hann er hitaþolnari en íslenskt smjör en þó með ríkulegt smjörbragð. Smjörvi geymist best í kæli við 2-5°C og getur orðið örlítið stífari í sér, standi hann lengi við stofuhita.

Létt Smjörvi - blár

Léttur Smjörvi

Léttur Smjörvi eða sá blái eins og margir kalla hann er sérlega mjúkur. Hann er því afar hentugur til að smyrja brauð og kex, en jafnframt má nota hann í matargerð og bakstur. Léttur Smjörvi er fituminni en sá klassíski en bragðast jafn vel og að sumra mati enn betur.
Léttur Smjörvi hentar mjög vel þeim sem aðhyllast macros lífsstíl í matarvenjum eða vilja versla minna magn í einu.