Beint í efni
En

Ostakjallarinn kætir bragðlauka sannra ostaunnenda með ánægju í hverjum bita. Fjölskyldan í Ostakjallaranum er skemmtileg og aldrei að vita hvað hún tekur upp á að bera fram. Auk fjögurra fastra fjölskyldumeðlima birtast nýjungagjarnir flakkarar sem koma og fara svo það er um að gera að grípa þá er maður sér þá. Mögulega er það í eina skiptið sem það er hægt. Hver þeirra hefur einstakan karakter vegna hærri aldurs og þroska eða einstakra krydda. Ostakjallarinn er fyrir nýjungagjarnt fólk og alla sem vilja skemmta sér og öðrum, þar með talið bragðlaukunum.

FROSTRÓS 20+

Frostrós er tignarlegur ostur sem hefur fengið að þroskast í 20 mánuði. Hann er mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan. Hann er kjörinn á ostabakka og til að bera fram í bitum, en hann á það til að molna lítillega þegar ostaskera er rennt gegnum hann.

Hektor með jalapeño

Hektor er mildur ostur, bragðbættur með rauðum og grænum jalapeño. Hann er hógvær og laus við allan æsing en undir niðri leynist kraumandi eftirbragð sem leiðir hugann alla leið til Suður-Ameríku.

Fjórir ostar sem þú finnur alltaf í Ostakjallaranum

TINDUR 12+

Einstakur ostur sem hefur fengið að þroskast í 12 mánuði eða lengur. Á þessum tíma nær Tindur hinu einkennandi bragði sínu og verður bæði stökkur og bragðmikill en ber á sama tíma örlítið sætt eftirbragð. Áferð Tinds veldur því að hann getur molnað þegar hann er skorinn með ostskera og hefur því eiginleika harðra osta eins og Goðdala frekar en brauðosta.

GOUDA 12+

Kröftugur ostur sem hefur fengið að þroskast að lágmarki í eitt ár og oftast lengur. Mjúkir smjörtónar fylgja kraftmiklu bragðinu og langvarandi eftirbragð gerir það að verkjum að ostaunnendur eiga erfitt með að standast hann.

DÓRI STERKI

Dóri sterki er tilþrifamikill ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Mildur í grunninn en með kraftmikilli ítalskri kryddblöndu sem stígur trylltan dans við bragðlaukana í hverjum bita. Þessi ostur er geggjaður á hamborgara og heitar samlokur. Smelltu hér og skoðaðu nokkrar vel valdar uppskriftir með Dóra sterka.

LOGI, cheddar með reykbragði

Logi er ljúffengur ljós cheddar með ríkulegu reykbragði og rjómakenndri áferð. Hann smellpassar í hvers kyns matargerð og nýtur sín einstaklega vel bræddur ofan á hamborgara. Logi er í extra þykkum sneiðum og gjörbreytist bragðið við hitun og verður ómótstæðilegt þannig að einn biti kallar á fleiri.

Í ostakjallaranum eru nokkrir ostar sem eru svokallaðir flakkarar, það eru ostar sem koma á markað þegar tilefni er til en eru ekki í stöðugu vöruvali. Það er því aldrei á vísan að róa með að fá þá í verslunum og réttast að grípa einn eða tvo þegar þeir sjást í hillum verslana því ekki er víst hvenær þeir verða til aftur. Þetta eru ostar eins og:

KJARTAN með kúmeni

Kjartan er seiðandi bragðbættur ostur sem leikur við bragðlaukana. Hið hlýja, kryddaða bragð kúmenfræjanna í bland við margslungna bragðtóna ostsins gerir Kjartan að ómótstæðilegum kosti fyrir alla ostasælkera.

SUNNA með sinnepsfræjum og kúmeni

Sunna er bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá. Er að koma í 2. sinn á markað á Ostóber festivali. Hét í fyrra Búri með sinnepsfræjum og kúmeni.

HEIÐAR með íslenskum kryddjurtum

Heiðar er margslunginn ostur þar sem ilmur og bragð fjölbreyttra kryddjurta færir þér íslensku sveitina í hverjum bita. Skarpir, sætir og grösugir tónar lýsa Heiðari vel sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur.

BIRKIR með mildu reykbragði

Birkir er áhugaverður ostur sem vekur forvitni bragðlaukanna. Reykt bragðið er milt og smellpassar osturinn því á ostabakkann, pizzuna og í salatið. Birkir hét áður Þorri og var til sölu yfir Þorrann.

TRAUSTI með trufflum

Spennandi ostur með einkennandi og töfrandi bragð. Trausti er mildur í grunninn en bragðbættur með svörtu trufflupaté sem gerir matarupplifunina bæði einstaka og eftirminnilega.

FANNEY með fennelfræjum og fáfnisgrasi

Framandi og forvitnilegur ostur sembýður upp á margslungna upplifun. Keimur af fennel og fáfnisgrasi í bland við mjúka áferð gera hann ómótstæðilegan.

FJÓLA með bláberjum og íslenskum jurtum

Blæbrigðaríkur og aðeins grösugur ostur sem kallast skemmtilega á við náttúru Íslands með einstöku bragði. Fjölbreytileiki kryddjurtanna og ríkt bláberjabragð minnir á íslenskt haust. Liturinn er aðeins farinn að taka á sig bláan lit af berjunum og magnast hann með hækkandi aldri.

Nokkrir ostar sem hafa verið framleiddir í Ostakjallaranum koma ólíklega aftur á markað og getur það verið af ýmsum ástæðum. Hér má fræðast lítilega um þá osta.

EVA með eplum og fíkjum

Bragðbættur ostur þar sem sætur og mildur undirtónn af fíkjum kallast á við ljúffengan eplakeim. Sælkeraostur sem kallar fram hátíðlega stemningu fyrir bragðlaukana á nýjan og skemmtilegan hátt. Ostur sem skapar stemningu og eftirvæntingu fyrir hverjum bita.

Kría og Orri, poppað ostakurl

KRÍA OG ORRI eru poppað ostakurl sem kryddar og hressir upp á súpur, salöt, pasta, tacos og súpur. Það passar einnig vel við alla matargerð, s.s. kjöt, fisk og grænmetisrétti. Ostakurlið er bragðmikið, próteinríkt og nærandi og sannkallað leynivopn í eldhúsinu, það er jafnframt kolvetnalaust og góð viðbót eða staðkvæmdarvara þurrkaðra brauðmola á salöt, brauðrasps og fleira. Ostakurl er þurrverkaður ostur og er því ekki kælivara.

Núverandi framboð

Hugmyndir að fleiri sælkeraostum