Beint í efni
En

Meiri átök, Meiri hleðsla, Meiri árangur

Hleðsla er íslenskur próteindrykkur sem inniheldur hágæða prótein úr íslenskri mjólk og hentar vel fljótlega eftir æfingar eða á milli mála. Hleðsla hentar íþróttafólki og þeim sem stunda hvers konar hreyfingu sem og fólki sem vill auka próteininntöku sína með einföldum hætti.

Má bjóða þér tíu dropa, eða eina fernu?

Hleðsla próteinkaffi er próteinríkur kaffidrykkur úr íslenskri mjólk og kaldbrugguðu kaffi (e. cold brew coffee). Kaffið er malað úr 100% Arabica baunum frá Eþíópíu og inniheldur ein ferna 22 g prótein og 100 mg koffín. Saman mynda kaffið og próteinrík íslensk mjólkin silkimjúka og bragðmilda kaffiblöndu sem kemur skemmtilega á óvart.

Mundu að hlaða batteríin

Finndu hreyfingu sem veitir þér gleði og leyfðu Hleðslu að vera með þér í liði þegar þú þarft að hlaða batteríin eftir góða æfingu eða annasaman dag. ❤

Hleðsla með karamellubragði

Hleðsla með karamellubragði kom á markað í ársbyrjun 2023 og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni. Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk.

Ísköld eða flóuð út í kaffi

Hleðsla er frábær valkostur þegar þig langar að bæta próteini inn í mataræðið og óhætt að segja að neyslutilefnin geti geti verið mörg. Hleðsla hentar vel út í kaffi bæði ísköld eða flóuð og svo er upplagt að prófa sig áfram með alls kyns kaffidrykki þegar þannig ber undir.

Skemmtilegur félagi á samfélagsmiðlum

Hleðsla er skemmtilegur félagi á samfélagsmiðlum og deilum við reglulega góðum ráðum, gullkornum og gleði með fylgjendum okkar með það fyrir augum að hvetja fólk til að huga að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu. Vertu með okkur í liði.

Hleðsla í 1l fernu

Hleðsla í 1l fernu hentar sérstaklega vel heima við hvort sem þú kýst Hleðsluna eina sér, út í kaffi, boost og hafragraut, með uppáhalds morgunkorninu þínu eða hverju því sem fólki dettur í hug.

Tengdar vörur