Settu þig í hleðslu - með Hleðslu!
Hleðsla er íslenskur próteindrykkur sem inniheldur hágæða prótein úr íslenskri mjólk. Hleðsla hentar eftir hvers kyns hreyfingu, sem millimál í amstri dagsins og er góður kostur fyrir fólk sem vill auka próteininntöku sína með einföldum hætti. Hleðsla er fyrir okkur öll.

Hleðsla með karamellubragði
Hleðsla með karamellubragði kom á markað í ársbyrjun 2023 og er einstaklega gaman að segja frá því að íslenskt íþróttafólk tók þátt í valinu á nýju bragðtegundinni. Hleðslan er bragðgóð og rík af næringarefnum. Hún er jafnframt laktósalaus og inniheldur ein ferna 22 g af hágæða próteinum úr íslenskri mjólk.


Ísköld eða flóuð út í kaffi

Hleðsla í 1l fernu
Hleðsla í 1l fernu hentar sérstaklega vel heima við hvort sem þú kýst Hleðsluna eina sér, út í kaffi, boost og hafragraut, með uppáhalds morgunkorninu þínu eða hverju því sem fólki dettur í hug.
