Beint í efni
En

MS er í eigu íslenskra kúabænda

Mjólkursamsalan hefur frá upphafi verið í eigu íslenskra kúabænda og fjölskyldna þeirra og segja má að MS sé stærsta fjölskyldufyrirtæki landsins. Eigendur okkar eru rúmlega 490 kúabændur sem búsettir eru um allt land. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (80%) og Kaupfélags Skagfirðinga (20%).

Um fyrirtækið

Mjólkursamsalan ehf. er leiðandi fyrirtæki í matvælaiðnaði á Íslandi sem annast framleiðslu, vöruþróun, markaðssetningu og dreifingu á mjólkurafurðum til ríflega 3000 viðskiptavina um land allt.

Stjórn og skipulag

Forstjóri Mjólkursamsölunnar er Pálmi Vilhjálmsson en hann tók við starfi forstjóra í nóvember 2020. Í stjórn Mjólkursamsölunnar eru eingöngu kúabændur og eru þeir kjörnir til starfa af eigendum fyrirtækisins.

Starfsstöðvar

Höfuðstöðvar og aðalskrifstofa Mjólkursamsölunnar eru í Reykjavík en starfstöðvar fyrirtækisins eru jafnframt á Akureyri, Búðardal, Egilsstöðum og Selfossi

Nýsköpun og vöruþróun

Það hefur jafnan verið styrkur Mjólkursamsölunnar að hún hefur verið í takt við tíðarandann og verið fljót að skynja þarfir markaðarins fyrir nýjungar. Þannig hafa Mjólkursamsalan ehf. og forverar hennar náð að skapa mjólkurvörum markaðsstöðu sem þekkist vart í öðrum löndum Evrópu.

Merki MS

Merki MS er sett saman úr bókstöfunum M og S. Það er lífrænt og kröftugt en þó með mjúkar línur sem minna á náttúruna og fjöllin. Hvíti dropinn er áberandi form í merkinu og stendur fyrir afurðina og hreinleikann.

Fréttir og tilkynningar

Það er af ýmsu að taka í stóru og fjölbreyttu fyrirtæki og hér færum við ykkur helstu fréttir úr starfsemi MS.