Beint í efni
En

Svo margir möguleikar

Vissir þú að það má auðveldlega skipta einum smurosti út fyrir annan í uppskrift, ef þig langar að breyta bragðinu. Þú getur prufað þig áfram með þína uppáhalds smurosta því hér er að finna fjöldann allan af skemmtilegum uppskriftum af mat og bakstri sem innihalda bragðgóða smurosta eftir matgæðinga Gott í matinn.

Heitt rúllubrauð með skinku, aspas og sveppasmurosti

Smurosturinn er afar vinsæll í alls kyns bakstur, brauðrétti og matargerð enda bragðgóður og þægilegur í notkun. Við deilum því með ykkur uppskrift að rúllubrauðinu góða sem er ómissandi í afmælum og hvers kyns veislum.

Klassísk skinkuhorn með skinkumyrju

Það er fátt sem jafnast á við nýbökuð og dúnmjúk skinkuhorn og skinkumyrjan er algjörlega ómissandi í fyllinguna. Best er að leyfa hornunum að hvíla í 10 mínútur áður en þau eru borðuð og ekki skemmir að bera þau fram með glasi af ískaldri mjólk nú eða Kókómjólk.

Tengdar vörur