Beint í efni
En

Pantanir og dreifing

Sölufulltrúar okkar taka á móti pöntunum mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8-16, föstudaga frá kl. 8-15 og eingöngu rafrænt á laugardögum frá kl. 8-13.

Í flestum tilvikum þurfa pantanir að berast fyrir hádegi daginn fyrir afhendingu og vert er að taka fram að pantanir eru afgreiddar í heilum pakkningum, ekki stykkjatali.

Stór hluti pantana Mjólkursamsölunnar er móttekin með rafrænum hætti í gegnum pöntunarvef fyrirtækisins panta.ms.is, með tölvupósti á netfangið sala@ms.is eða í gegnum svokallað EDI (Electronic Data Interchange) kerfi.

Mjólkursamsalan dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái kr. 12.000,- án vsk.
Nái pöntun ekki þessu lágmarki fellur til afgreiðslugjald að upphæð kr. 3.000,-

Hægt er að stofna viðskiptareikning hjá MS að undangengnu mati á lánshæfi. Almennir reikningsskilmálar eru þeir að greitt er vikulega fyrir úttektir liðinnar viku, þ.a. á mánudögum er sendur greiðsluseðill fyrir viðskipti liðinnar viku og kemur greiðsluseðillinn jafnframt fram í heimbanka viðskiptamanns. Eindagi viðskiptanna er á mánudegi viku síðar.


Endursendingar

Viðurkenndar ástæður endursendinga:

 • Vara skemmist í flutningi
 • Innköllun vegna gallaðrar framleiðslu
 • Rangt skrifað á nótu eða röng tiltekt
 • Of stuttur sölufrestur

Mjólkursamsalan tryggir afhendingu vara með eftirfarandi fjölda daga eftir af sölufresti þegar varan berst til viðskiptavinar, annars er fullur skilaréttur á vörunni.

 • Mjólk og rjómi; +7 dagar
 • Ferskostar (mozzarella kúlur og kotasæla) og ostakökur; +11 dagar
 • Skyr og jógúrtvörur; +18 dagar
 • Ostar, G-vörur og viðbit; +30 dagar

Dreifing
Frá vöruhúsi í Reykjavík er vörum dreift á Suðurnes, Suðurland, Höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland.
Frá vöruhúsi á Akureyri er vörfum vörur um Norðausturland og Austurland.

Kælitæki

Viðskiptamönnum Mjólkursamsölunnar stendur til boða að fá kælitæki lánuð undir framleiðsluvörur fyrirtækisins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

 • Reiknað er með að tækin hafi söluhvetjandi áhrif á vörur MS og miðað er við að þeir aðilar sem óska eftir tækjum velti að lágmarki verðmæti tækisins á einum mánuði eða 160.000 kr.
 • Vörur MS þurfa að fylla 70% af hilluplássi.
 • MS lánar ekki kæla undir vörur annarra birgja.
 • Kælitæki eru pöntuð í gegnum pantanavef MS
 • Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið kuldi@ms.is