Beint í efni
En

Pantanir og dreifing

Sölufulltrúar okkar taka á móti pöntunum mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8-16, föstudaga frá kl. 8-15 og eingöngu rafrænt á laugardögum frá kl. 8-13.

Í flestum tilvikum þurfa pantanir að berast fyrir hádegi daginn fyrir afhendingu og vert er að taka fram að pantanir eru afgreiddar í heilum pakkningum, ekki stykkjatali.

Stór hluti pantana Mjólkursamsölunnar er móttekin með rafrænum hætti í gegnum pöntunarvef fyrirtækisins panta.ms.is, með tölvupósti á netfangið sala@ms.is eða í gegnum svokallað EDI (Electronic Data Interchange) kerfi.

Mjólkursamsalan dreifir vörum til viðskiptavina um land allt þeim að kostnaðarlausu, þó með því skilyrði að upphæð pöntunar nái kr. 15.000,- án vsk.
Nái pöntun ekki þessu lágmarki fellur til afgreiðslugjald að upphæð kr. 4.000,-

Hægt er að stofna viðskiptareikning hjá MS að undangengnu mati á lánshæfi. Almennir reikningsskilmálar eru þeir að greitt er vikulega fyrir úttektir liðinnar viku, þ.a. á mánudögum er sendur greiðsluseðill fyrir viðskipti liðinnar viku og kemur greiðsluseðillinn jafnframt fram í heimbanka viðskiptamanns. Eindagi viðskiptanna er á mánudegi viku síðar.


Endursendingar

Viðurkenndar ástæður endursendinga:

  • Vara skemmist í flutningi
  • Innköllun vegna gallaðrar framleiðslu
  • Rangt skrifað á nótu eða röng tiltekt
  • Of stuttur sölufrestur

Athugið að það getur tekið allt að 10 daga að ganga frá uppgjöri endursendinga.

Mjólkursamsalan tryggir afhendingu vara með eftirfarandi fjölda daga eftir af sölufresti þegar varan berst til viðskiptavinar, annars er fullur skilaréttur á vörunni.

  • Mjólk og rjómi; +7 dagar
  • Ferskostar (mozzarella kúlur og kotasæla) og ostakökur; +11 dagar
  • Skyr og jógúrtvörur; +18 dagar
  • Ostar, G-vörur og viðbit; +30 dagar

Dreifing
Frá vöruhúsi í Reykjavík er vörum dreift á Suðurnes, Suðurland, Höfuðborgarsvæðið, Vesturland, Vestfirði og Norðvesturland.
Frá vöruhúsi á Akureyri er vörum dreift um Norðausturland og Austurland.

Þegar pantanir eru sóttar
Starfsmenn vöruhúss þurfa að lágmarki klukkutíma til að taka til vörur og gera klára fyrir afhendingu og því þurfa viðskiptavinir að hafa hafa eftirfarandi í huga þegar þeir hyggjast sækja vörur í vöruhús MS:

  • 27-1 Sækja milli 8:00-10:00 – panta í síðasta lagi fyrir klukkan 08:00 sama dag.
  • 27-2 Sækja milli 10:00-12:00 – panta í síðasta lagi fyrir klukkan 10:00 sama dag.
  • 27-3 Sækja milli 13:00-15:00 – panta í síðasta lagi fyrir klukkan 13:00 sama dag.
  • 27-4 Sækja milli 15:00-16:00 – panta í síðasta lagi fyrir klukkan 14:00 sama dag.

Kælitæki
Viðskiptamönnum Mjólkursamsölunnar stendur til boða að fá kælitæki lánuð undir framleiðsluvörur fyrirtækisins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

  • Reiknað er með að tækin hafi söluhvetjandi áhrif á vörur MS og miðað er við að þeir aðilar sem óska eftir tækjum velti að lágmarki verðmæti tækisins á einum mánuði eða 160.000 kr.
  • Vörur MS þurfa að fylla 70% af hilluplássi.
  • MS lánar ekki kæla undir vörur annarra birgja.
  • Kælitæki eru pöntuð í gegnum pantanavef MS
  • Frekari fyrirspurnir má senda á netfangið kuldi@ms.is

Nokkrar tegundir kælitækja og mjólkurvéla sem viðskiptavinum okkar stendur til boða.