

Með þjóðinni í tæp 50 ár!
Saga Kókómjólkur spannar tæp 50 ár en drykkurinn kom fyrst á markað árið 1973. Árið 1975 voru umbúðirnar skreyttar með mynd af ketti hlusta á tónlist og síðan þá hefur kötturinn verið lukkudýr Kókómjólkurinnar. Kötturinn Klói var nafngreindur 1990 þegar umbúðirnar fengu andlitslyftingu. Kókómjólk hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu Íslendinga enda passar hún vel með hverju sem er, súkkulaðisnúð eða einni með öllu. Kókómjólkurframleiðsla hjá MS hófst fyrir tæpum 50 árum og hefur Kókómjólkin verið ein vinsælasta vara fyrirtækisins alla tíð síðan - enda er Kókómjólk er fyrir alla.


Venjuleg Kókómjólk og sykurskert Kókómjólk sem inniheldur aðeins 2% viðbættan sykur eru frábærar í nestið og á milli mála.
Sykurskerta kókómjólkin er laktósaskert og hentar flestum þeim sem hafa laktósaóþol.

Má bjóða þér heitt kakó?
Kókómjólk er góð ísköld en hentar líka frábærlega í heita og góða drykki. Kókómjólk í 1 l fernum hentar sérstaklega vel í heitt kakó en hana þarf einfaldlega að hita rólega upp í potti og toppa með þeyttum rjóma - já og kannski sykurpúðum eða súkkulaðispæni þegar þannig ber undir.