Beint í efni
En

Úrslit í Fernuflugi 2025

- Til hamingju með sigurinn – fyrir íslenskuna

Mjólkursamsalan hefur í rúm 30 ár beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins og hefur textasamkeppnin Fernuflug verið eitt af sýnilegustu verkefnum okkar í þeim efnum.

Við efndum til nýrrar keppni í haustbyrjun og kölluðum eftir textum frá nemendum í 8.-10. bekk til að birta á mjólkurfernum MS í upphafi árs 2026. Yfir 1.200 textar bárust í keppnina frá nemendum um allt land og af þeim voru 48 valdir til birtingar á mjólkurfernum okkar.

Eftir mikla vinnu dómnefndar voru að lokum fimm textar verðlaunaðir sérstaklega með veglegri peningagjöf frá MS þar sem 1. sæti hlaut 300.000 kr., 2. sæti 200.000 kr., 3. sæti 100.000 kr. og þá hlutu tveir textar sérstök aukaverðlaun og 50.000 kr. hvor.

  • 1. verðlaun hlýtur Aron Elí Arnarsson nemandi í 10. bekk við Hagaskóla í Reykjavík.
  • 2. verðlaun hlýtur Gabríel Leví Hermanns. Oberman nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, Barnaskóla.
  • 3. verðlaun hlýtur Alexandra Tinna Nilsen Ómarsdóttir nemandi í 8. bekk við Lækjarskóla Hafnarfirði.
  • Sérstök aukaverðlaun hlýtur Anton Þór Ragnarsson nemandi í 10. bekk við NÚ.
  • Sérstök aukaverðlaun hlýtur Diljá Fannberg Þórsdóttir nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Snæfellsbæjar Lýsudeild.

Við óskum sigurvegurum Fernuflugs 2025 innilega til hamingju og þökkum ykkur öllum, 1.200 ungmennum hvaðanæva af landinu, sem tókuð þátt. Þið eruð alveg frábær! Haldið áfram að skrifa, skapa, lesa og nota málið okkar – það væri stórsigur fyrir íslenskuna.

Heildarúrslit og verðlaunatexta ársins má finna á vefsíðu verkefnisins:
https://www.ms.is/fernuflug