Beint í efni
En

Snemmbúin jólagjöf frá Hleðslu

Hleðslufjölskyldan stækkar svo um munar svona í lok árs og er einstaklega ánægjulegt að deila þeim fréttum að von er á tveimur nýjum vörum í byrjun nóvember. Hleðsla próteinskyr er nýjasta viðbótin í vörulínunni og í boði verða tvær bragðtegundir til að byrja með, annars vegar með jarðarberjum og bönunum og hins vegar með saltkaramellu.

Við erum einstaklega spennt að færa landsmönnum snemmbúna jólagjöf frá Hleðslu en í einni skvísu af Hleðslu próteinskyri eru 20 g af hágæða íslenskum mjólkurpróteinum og þar af eru 8 g mysuprótein. Skyrið er silkimjúkt, fitu- og laktósalaust og fer því vel í maga. Að auki inniheldur próteinskyrið allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, þar á meðal greinóttu amínósýrurnar BCAA og ekki skemmir fyrir að geta boðið upp á þessa nýjung í tveimur ólíkum og einstaklega góðum bragðtegundum.