
Taktu þátt í jóladagatali Jólamjólkur
Þá er desember genginn í garð sem þýðir að við erum byrjuð að opna gluggana á jóladagatalinu okkar á jolamjolk.is Á hverjum degi birtum við nýja spurningu tengda MS eða jólunum og í byrjun janúar drögum við út heppna vinningshafa sem hljóta skemmtilega vinninga á borð við risastóra Klóa grjónapúða, Klóa húfur, kassa af Kókómjólk, ostakörfugjafabréf o.fl. Á vefnum er líka hægt að kynnast íslensku jólasveinunum betur, leysa þrautir og verkefni, skoða ljúffengar jólauppskriftir og hlusta á jólalög.
Taktu þátt í jóladagatali Jólamjólkur og hver veit nema heppnin verði með þér.