Beint í efni
En

Nýr Ab drykkur á leið í verslanir

Ab fjölskyldan heldur áfram að stækka og nú í byrjun árs bætist ab drykkur með karamellubragði við en um er að ræða fyrsta jógúrtdrykkinn í ab fjölskyldunni. Líkt og aðrar vörur í vörulínunni inniheldur nýi ab drykkurinn góðu gerlana Lactobacillus acidophilus (a) og Bifidobacerium bifidum (b) sem gera óæskilegum gerlum í meltingarvegi erfitt uppdráttar og halda áfram mikilvægri starfsemi sinni í þörmunum. Ab drykkurinn er laktósalaus og óhætt er að mæla með þessum létta, ljúfa og bragðgóða jógúrtdrykk fyrir fólk á öllum aldri enda handhægur kostur fyrir fólk á ferðinni og sem nesti eða millimál í skóla og vinnu.