Beint í efni
En

KEA skyr í 1 kg umbúðum

KEA skyr með bláberjum og jarðarberjum hefur verið í miklu uppáhaldi hjá landsmönnum um árabil enda með eindæmum bragðgott og próteinríkt skyr. Sífellt fleiri kjósa stærri umbúðir fyrir bæði heimili og vinnustaði og er gaman að segja frá því að nú getum við loksins boðið upp á þetta ljúffenga skyr í 1 kg fötu. KEA skyr er gott að eiga í ísskápnum þar sem það hentar frábærlega í booztið, skyrskálina, skyrkökuna, eftirrétti af ýmsum toga, nú eða bara eitt og sér fyrir þau sem eru ekkert að flækja hlutina.

Við látum fylgja með einfalda uppskrift að ljúffengri berja skyrköku þar sem við höfum skipt út hefðbundnum kexbotni fyrir stökkan granólabotn sem kemur skemmtilega á óvart. Veldu þitt uppáhalds granóla og skelltu í dásamlega skyrköku við fyrsta tækifæri.

Skyrkaka með stökkum granólabotni

  • 300 g granóla
  • 75 g smjör
  • 500 g KEA skyr með jarðarberjum og bláberjum
  • 250 ml rjómi frá Gott í matinn
  • fersk bláber og jarðarber til skrauts

Aðferð:

  1. Myljið granólað aðeins niður og setjið í skál.
  2. Bræðið smjörið og blandið saman við granólað. Þrýstið blöndunni í botninn á fati eða glösum og kælið.
  3. Þeytið rjómann.
  4. Blandið skyrinu og rjómanum varlega saman og leggið blönduna ofan á granóla botninn. Kælið í 2 klst. eða yfir nótt.
  5. Skreytið með berjum og berið fram.