
Ómótstæðilegt Engjaþykkni með súkklaðihúðuðum saltkringlubitum
Ómótstæðilegt Engjaþykkni með súkklaðihúðuðum saltkringlubitum
Nú er komin á markað ný og spennandi sérútgáfa af Engjaþykkni sem verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma. Engjaþykkni með súkkulaðihúðuðum saltkringlubitum inniheldur dásamlega vanillujógúrt með litlum, stökkum saltkringlubitum sem húðaðir hafa verið með dýrindis mjólkursúkkulaði.
Sérútgáfurnar frá MS hafa vakið mikla athygli síðustu misseri og er ánægjulegt að geta haldið slíku vöruþróunarstarfi áfram og boðið landsmönnum upp á spennandi nýjungar með reglulegu millibili. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur eftirréttur sem er tilvalið að njóta eftir góða málið og hvetjum við fólk til að prófa þessa bragðgóðu nýjung þegar það vill gera sér dagamun.
Leyfðu þér smá eftirrétt og nældu þér í nýtt Engjaþykkni í næstu búðarferð.