Beint í efni
En

Hátíðarkveðja MS

Senn líður að lokum þessa árs og við þessi tímamót gefst okkur sem störfum hjá Mjólkursamsölunni tækifæri til að líta yfir farinn veg og rifja upp verkefni ársins sem er að líða. Við erum nú sem fyrr einstaklega þakklát íslenskum kúabændum, eigendum okkar, sem standa vaktina allan ársins hring, og viðskiptavinum sem eru okkur hvatning til góðra verka og taka fagnandi á móti fjölbreyttum vörunýjungum sem við setjum á markað á hverju ári.

Um leið og við sendum landsmönnum öllum okkar bestu hátíðarkveðjur viljum við nota tækifærið og nefna nokkrar af þeim nýjungum sem komu á markað á árinu 2025 sem hafa notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi.

  • Sveitabiti 460 g
  • Kolbrún með kúmeni
  • Óskajógúrt með eplum og perum
  • Ísey skyr próteindrykkur með bönunum og karamellu
  • Rjómaostur með hvítu súkkulaði
  • Hleðsla með jarðarberjum og vanillu
  • ABT með sítrusávöxtum og múslí
  • Eldur
  • Lávarður
  • Gotta ostastangir
  • Hleðsla próteinskyr
  • Engjaþykkni með súkkulaðihúðuðum saltkinglubitum
  • Ísey skyr próteindrykkur með jarðarberjum og bönunum 1 l

Við hlökkum til að færa ykkur nýjar, bragðgóðar og spennandi vörur á komandi ári og vonum að viðtökur verði jafn góðar og áður.

Gleðileg matar- og samverujól.

Kveðja, starfsfólk Mjólkursamsölunnar