Beint í efni
En

MS styrkir hjálparsamtök um 3 milljónir

Mjólkursamsölunni er umhugað um samfélagið sitt og leggur fyrirtækið ríka áherslu á að styðja við ýmis góðgerðarmál allt árið um kring. Í aðdraganda jólanna hefur MS um langt árabil veitt hjálparsamtökum stuðning og nú hefur 3 milljónum króna verið úthlutað í formi vöruinneigna til átta félaga.

Styrki hljóta að þessu sinni: Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Akraness, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og Matargjafir Akureyri.

Með þessari úthlutun vill MS leggja sitt af mörkum til að styðja hinn stóra hóp fólks sem leitar aðstoðar í formi matarúthlutunar fyrir hátíðarnar, en líkt og undanfarin ár er þörfin veruleg og er það einlæg von okkar að styrkirnir nýtist þeim sem þurfa vel.

Á sama tíma viljum við nota tækifærið og færa stjórnendum og sjálfboðaliðum hjálparsamtakanna sérstakar þakkir fyrir óeigingjarnt og verðugt starf í þágu skjólstæðinga þeirra