Væntanlegur er á markað Léttur Smjörvi, fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum.
Í maí fer einnig hefðbundni Smjörvi í nýjar umbúðir sem eins og gömlu umbúðirnar eru umhverfisvænar og hægt er að flokka til endurvinnslu.
Nú er Hleðsla Extra líka fáanleg kolvetnaskert og laktósafrí í 330 ml. Hleðsla þessi er ferskvara sem geyma skal í kæli og er með 21 dag í líftíma.
Vinsældir Mozzarella eru alltaf að aukast og nú er hægt að fá ostinn í litlum 3 g perlum sem auðvelt er að dreifa yfir salatið eða ofan á pizzuna. Perlurnar koma í handhægri dós sem hægt er að loka.
Nú er kominn nýr ostur í hópinn, Óðals-Havarti með pipar. Hann er góður á t.d. hamborgara, rúnstykkið eða bara til að fá krydd í samlokuna!
Konudagsostakakan er komin í verslanir! Kakan er með jarðarberjabragði og einstaklega ljúffeng og ekki skemmir fyrir að bera hana fram með þeyttum rjóma.
Nú er loksins hægt að fá Ísey hreint skyr og Gríska jógúrt í 1 kg fötum. Sala hefst mánudaginn 22 janúar 2018.
Nú hefur ný vara frá MS litið dagsins ljós en um er að ræða gómsæta Vanillublöndu sem er hentar frábærlega til að búa til ljúffengan sjeik eða boost þegar maður vill leyfa sér eitthvað sætt og gott. Vanillublandan er bragðbætt nýmjólk með sætum vanillukeim og er tilvalin þegar mann langar að útbúa sinn eiginn sjeik.
Mjólkursamsalan hefur nú sett á markað tvær nýjar bragðtegundir af Ísey skyri en þær voru valdar af gestum sem voru viðstaddir kynningu á nýju vörumerki í Heiðmörk í sumar. Gestum gafst kostur á að velja á milli þriggja bragðtegunda og er skemmst frá því að segja að tvær slógu algjörlega í mark svo ákveðið var að setja þær báðar á markað. Um er að ræða Ísey skyr með rabarbara og vanillu og Ísey skyr með kókos.
Mjólkursamsalan kynnir spennandi ostakökunýjung í eftirréttalínu MS en um er að ræða einstaklega bragðgóða og milda köku með lakkrísbragði. Kökuna er tilvalið að borða eina sér eða með ljúffengri sósu og til gamans deilum við með tveimur útfærslum af sósu sem passa frábærlega með kökunni.
Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni, á Facebook síðu okkar og í öðrum miðlum hefur nafninu á Skyr.is nú verið breytt í Ísey skyr. Um er að ræða nýtt alþjóðlegt vörumerki og til að hafa samræmi og heildstæða stefnu í markaðs- og vörumerkja...
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.