Beint í efni
En

Ísey skyr próteindrykkur í 1l fernu

Ísey skyr próteindrykkur með jarðarberjum og bönunum hefur verið einn vinsælasti skyrdrykkur landsins til margra ára enda bæði próteinríkur og bragðgóður, og stútfullur af næringarefnum. Neysluvenjur landsmanna eru alltaf að breytast og kjósa sífellt fleiri stærri umbúðir fyrir bæði heimili og vinnustaði. Ísey skyr hefur svarað óskum fjölmargra neytenda og býður nú upp á Ísey skyr próteindrykk með jarðarberjum og bönunum í 1l fernu á hagstæðu verði. Skyrdrykkinn er gott að eiga í ísskápnum heima og hella í glös til að njóta og fylla á tankinn eftir skóla, vinnu og íþróttaæfingar. Við bindum miklar vonir við að neytendur taki þessari nýjung vel og hver veit nema fleiri bragðtegundir fylgi í kjölfarið.