
Ostakörfur - sælkeragjafir fyrir starfsfólk og viðskiptavini
Tíminn flýgur á ógnarhraða og því upplagt að reyna að skipuleggja sig vel og byrja strax að huga að jólagjöfum. Ostakörfurnar frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsfólk, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfur eru tilvaldar í tækifæris- eða jólagjafir enda er falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti gómsæt gjöf sem gleður. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Þú getur skoðað úrvalið á ostakorfur.ms.is og gengið frá pöntun en sölumenn MS eru jafnframt boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini við val á körfum í síma 450-1111 eða á netfanginu ostakorfur@ms.is
Við vekjum athygli á því að afhending á ostakörfum hefst ekki fyrr en í desember.
