Fréttir

12.04.2019 | Stór áfangi í sókn Ísey skyrs á Japansmarkaði

Yoshihide Hata, forstjóri japanska matvælafyrirtækisins Nippon Ham, kom til landsins í byrjun apríl en dótturfyrirtækið Nippon Luna hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við Ísey Export um sölu á Ísey skyri í Japan. Heimsóknin er þýðingarmikil fyrir margra hluta sakir en vonir standa til að koma íslenska skyrinu í mörg þúsund verslanir á næstu árum og stefnt er að því að koma Ísey skyr vel á kortið áður en Ólympíuleikarnir hefjast í Tókýó árið 2020.

05.04.2019 | Opnunartími og dreifing yfir páska

Senn líður að páskum og þá tekur í gildi sérstakur opnunartími í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Munið beint símanúmer söludeildar, 450 1111 og netfangið sala@ms.is. Dreifing yfir páskahátíðina Áætlun um dreifingu Mjólkursamsölunnar...

01.04.2019 | Mjólkursamsalan styrkir Badmintonsamband Íslands

Mjólkursamsalan er nýr styrktaraðili Badmintonsambands Íslands en þau Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS og Kjartan Valsson, framkvæmdastjóri BSÍ, undirrituðu samning þess efnis á dögunum. Mótaröð fullorðinna fær nafnið Hleðslubikarinn og fá þeir keppendur sem verða efstir á styrkleikalista sambandsins í lok tímabilanna 2019 og 2020 nafnbótina bikarmeistari. Badmintonsamband Íslands heldur úti öflugu og miklu starfi en alls eru 32 íþrótta- og ungmennafélög á landinu með skráða iðkendur í badminton og því mikilvægt fyrir sambandið að fá góða styrktaraðila í samstarf með sér.

29.03.2019 | Mjólkurbikarinn snýr aftur

Bikarkeppni KSÍ mun annað árið í röð bera nafnið Mjólkurbikarinn en það var staðfest þegar samningur þess efnis var undirritaður af fulltrúum MS og Sýnar fimmtudaginn 28.mars í höfuðstöðvum KSÍ. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í ágúst og september.

29.03.2019 | Páskavörur frá MS

Sala er hafin á páskavörum frá MS en þessar vörur eru orðnar fastur liður í aðdraganda páska. Um er að ræða eftirtaldar vörur: Páskajógúrt með vanillubragði, páskaengjaþykkni með hríseggjum, páska ostakaka og páskaostur.

25.03.2019 | Nýtt frá MS: Sýrður rjómi 36%

Sýrður rjómi er nú loks aftur fáanlegur með 36% fituinnihaldi. Sýrður rjómi hentar sérstaklega vel í sósur, súpur og hverskonar matargerð. Einnig er hann mjög góður sem ídýfa og smellpassar fyrir þá sem eru á ketó mataræði.

18.03.2019 | Marstilboð hjá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan býður viðskiptavinum sínum nú upp á sérstakt tilboð á tveimur vörutegundum en 10% afsláttur er á á grískri jógúrt í 1 kg og 5 kg fötu og Dala feta í kryddolíu í 1,4 kg og 3,3 kg fötu. Tilboðin gilda frá 18. mars til 18. apríl.

12.03.2019 | 12 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók á dögunum þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Líkt og undanfarin ár var þátttakan í keppninni einstaklega góð en rúmlega 1.400 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tólf myndir frá tíu skólum voru valdar úr þessum mikla fjölda og er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni sem rennur í bekkjarsjóð vinningshafa.

05.03.2019 | Landstilboð á samlokuosti í sneiðum

Hafið er landstilboð á samlokuosti í sneiðum. Aðeins takmarkað magn er í boði og verður afsláttarmiði á öllum pakningum á meðan á tilboðinu stendur.