Ísey skyr kynnir nú sérstaka eldgosaútgáfu! Um er að ræða nýja sérútgáfu sem einungis verður á markaði í takmarkaðan tíma. Nýja bragðtegundin er karamellupopp og þykir hún einstaklega bragðgóð.
Mexíkósk og ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni og skal engan undra enda oft um að ræða einstaklega ljúffenga og bragðmikla rétti. MS hefur nú sett á markað tvær spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem vilja smá krydd í tilveruna í eldhúsinu, sterka ítalska ostablöndu og mexíkóska ostablöndu.
Léttmálslína MS hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri og nú bætist við hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum. Nýja gríska jógúrtin er einstaklega létt, mjúk og bragðgóð og smakkast því vel ein sér og ekki síður þegar hún er borin fram með ávöxtum, berjum og múslí, svo má líka blanda smá hunangi saman við jógúrtina sem gefur einstakt bragð.
GLEÐILEGAN OSTÓBER!
Nú er mánuðurinn sem tilvalið er að prufa alls kyns osta með nýju meðlæti við stór sem smá tilefni. Prófaðu að máta alls kyns sósur, hunang, sterkt sinnep ásamt ávöxtum, berjum og jafnvel grænmeti við fjölbreytta osta. Leyfðu ímyndunaraflinu að njóta sín.
Í tilefni Ostóber munum við kynna til leiks nýja osta í takmörkuðu upplagi. Við birtum tilkynningar hér þegar þeir líta dagsins ljós, svo það er um að gera að fylgjast vel með. Einnig verða uppákomur og ýmsar kynningar hjá verslunum og veitingastöðum.
Ostakörfurnar frá MS eru sannkallaðar sælkeragjafir sem henta sérstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu eða vini. Ostakörfurnar okkar hafa lengi verið vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og bjóðum við líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Vegna galla í nýjum framleiðslubúnaði, sem kom í ljós eftir uppsetningu í starfsstöð Mjólkursamsölunnar í Búðardal, hefur verið ákveðið að stöðva sölu á þeim mygluostum (utan gráðaosts) sem þar voru framleiddir í september og hefðu átt að fara út á markaðinn í október. Okkur hjá MS þykir þetta miður en þetta leiðir til tímabundinnar vöntunar á mygluostum frá fyrirtækinu. Framleiðsla á mygluostum er hafin á ný eftir viðgerð á framleiðslutækjunum en ostagerð er langtímaferli og þurfa ostarnir tíma til að þroskast áður en þeir verða söluhæfir. Neytendur mega því eiga von á mygluostunum í verslanir á næstu vikum.
Nýr metan bíll hefur verið tekinn í notkun hjá Mjólkursamsölunni en um er að ræða Scania P340 sem er 100% knúinn metani (CNG) og umhverfisvænsti kosturinn sem í boði er í dag þegar kemur að vörubílum af þessari stærð. Kolefnisspor bílsins er allt að 90% minna en af sambærilegum dísel bíl og þar sem orkugjafinn er innlendur er um stórt skref að ræða fyrir fyrirtækið sem er eitt stærsta dreifingarfyrirtæki landsins.
Mjólkursamsalan hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili Íslenskrar málnefndar og styður m.a. við árlegt málræktarþing. Yfirskrift málþingsins er "framtíðin er okkar mál" og fjallar það um íslenskukennslu á 21. öld.
Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er hátíðlegur víða um heim þann 29. september. Líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og hér á landi markar dagurinn upphaf árlegrar teiknisamkeppni þar sem öllum 4. bekkingum stendur til boða að taka þátt. Samkeppnin hefur notið mikilla vinsælda meðal nemenda og kennara í áraraðir, en menntamálaráðherrar hafa í gegnum tíðina talað um mikilvægi keppninnar og tekið þátt í vali á verðlaunamyndunum undanfarin ár.
Mjólkursamsalan hefur fengið ábendingu frá Herdísi Storgaard, sérfræðingi í slysavarna barna, um að papparör geti mögulega verið varasöm ungum börnum ef þau naga rörin og tökum við þeim ábendingum mjög alvarlega. Við erum að skoða leiðir til að koma á framfæri skilaboðum til foreldra um rörin.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.