Fréttir

Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

26.01.2021 | Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

Ostakjallarinn er ný vörulína þar sem áhersla er lögð á að kynna nýja og spennandi osta sem framleiddir eru í takmörkuðu upplagi og fást því í skamman tíma í senn. Þorri og Heiðar eru fyrstu ostarnir sem við kynnum til leiks en Þorri er með mildu reykbragði og vekur þannig forvitni bragðlaukanna á meðan Heiðar færir manni íslensku sveitina í hverjum bita með fjölbreyttum kryddjurtum. 

Ostarnir verða til sölu í Sælkerabúðinni, Fjarðarkaup og Hagkaup á meðan birgðir endast - smakkaðu áður en það verður of seint.

Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

25.01.2021 | Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

Vinsamlega varið ykkur á svindlsíðum á samfélagsmiðlum eins og þessari Instagram síðu sem þykist vera Gott í matinn. Hvorki við né önnur íslensk fyrirtæki biðjum ykkur að smella á einhverja hlekki eða óskum eftir persónuupplýsingum. Vinningshafar í leikjum hjá okkur og öðrum þurfa ALDREI að smella á hlekki hafi þeir unnið til verðlauna. Verið á varðbergi og tilkynnið svona síður sem ‘spam’.

Óðals Ísbúi á tilboði

19.01.2021 | Óðals Ísbúi á tilboði

Óðals Ísbúi er nú á tilboði. Ísbúi á sér meira en 30 ára sögu hérlendis en framleiðsla hófst á Akureyri árið 1989. Ísbúi er bragðmikill ostur sem á ættir sínar að rekja til Emmentaler ostsins í Sviss. Hann hentar vel í ofnbakaða rétti, í bitum í s...

Góðostur á tilboði

19.01.2021 | Góðostur á tilboði

Góðostur í 920 g umbúðum er nú á tilboði. Góðostur er frábær á brauðið, á flatkökuna eða bara einn sér. Hann hentar líka vel í alls kyns matargerð, í heita ofnrétti og á pizzuna.

Íslenska landsliðið velur Ísey skyr

14.01.2021 | Íslenska landsliðið velur Ísey skyr

Ísey skyr er stoltur stuðningsaðili strákanna okkar! HM í handbolta fer fram í Egyptalandi dagana 13.-31. janúar og er óhætt að segja að íslenska landsliðið sé klárt í slaginn. Strákarnir vita að góð næring skiptir miklu máli og því einkar ánægjul...

Hleðsla á tilboði í næstu verslun

11.01.2021 | Hleðsla á tilboði í næstu verslun

Hleðsla í sérmerktun pakkningum er nú á tilboðsverði í næstu verslun og fást sex fernur á verði fjögurra. Ef þú þarft að hlaða batteríin eftir góða æfingu, göngutúr, fjallgöngu eða aðra útivist er Hleðsla klárlega málið!

Pizzaostur í 400 pokum

05.01.2021 | Pizzaostur í 400 pokum

Pizzaostur frá Gott í matinn er alltaf vinsæll og hentar einstaklega vel á pizzur, ofnbakaðan fisk og ýmsa heita rétti. Nú er pizzaosturinn loksins fáanlegur í tvöfalt meira magni, 400 g pokum, sem henta einstaklega vel á pizzakvöldinu og fyrir stærri fjölskyldur!

Nýtt Léttmál

05.01.2021 | Nýtt Léttmál

Léttmál í nýju útliti er komið á markað. Gríska jógúrtin er nú enn mýkri og bragðbetri en áður og er bæði fáanleg sem hrein og með jarðarberjum í botni. Léttmál með jarðarberjum í botni inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Léttmál er próteinríkt og einstaklega hentugt millimál fyrir fólk á öllum aldri.

Jólakveðja frá Mjólkursamsölunni

21.12.2020 | Jólakveðja frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan og eigendur hennar, íslenskir kúabændur um land allt, óska landsmönnum öllum árs og friðar. Við þökkum fyrir samskiptin á sérkennilegu ári sem senn líður undir lok og vonum að þið njótið hátíðanna í litlu jólakúlunni ykkar. 🎄

Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

14.12.2020 | Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

Senn líður að jólum og þá má gæta nokkurra breytinga á dreifingu frá Mjólkursamsölunni sem er vert að kynna sér sérstaklega og þá er einnig vert að hafa í huga sérstakan opnunar- og afgreiðslutíma í söludeild og vöruafgreiðslu. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á þessa frétt.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?