Fréttir

Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

23.11.2021 | Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

Ágætu viðskiptavinir. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um opnunartíma söludeildar og afgreiðslu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík fyrir jólin sem og dreifingu frá fyrirtækinu yfir hátíðarnar. Mjög mikilvægt er að panta tímanlega fyrir vöruafhendingu mánudaginn 27. des, í síðasta lagi fyrir kl. 9 á aðfangadag, helst fyrr. Viðskiptavinir á landsbyggðinni eru beðnir um að kynna sér sérstaklega fyrirkomulag vörudreifingar og pöntunartíma með því að hafa samband við söludeild í s 450-1111, á netfangið sala@ms.is en yfirlit um áætlaða dreifingu er jafnframt að finna með þessari frétt.

Til hamingju með dag íslenskrar tungu

15.11.2021 | Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Árlega er dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember. Í ár brá Jónas undir sig betri fætinum og skellti sér í bæjarferð. Fylgjast má með ferðum Jónasar á jonas.ms.is.

Fjörmjólk er frábær fyrir fólk á makrós

09.11.2021 | Fjörmjólk er frábær fyrir fólk á makrós

Fjörmjólk er próteinrík og fitulaus. Hún er D-vítamínbætt og inniheldur jafnframt fjölmörg vítamín og steinefni. Fjörmjólk hentar fólki á makrós einstaklega vel.

Jólamjólkin á leið í verslanir

01.11.2021 | Jólamjólkin á leið í verslanir

Mjólk í jólabúningi er á leið í verslanir og í hugum margra er það eitt af því fyrsta sem minnir á að jólin nálgist! Fernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinamyndir Stephens Fairbairn myndlistarmanns og vekja þær lukku jafnt hjá ungum sem öldnum.

MS minnkar plast - skref fyrir skref

27.10.2021 | MS minnkar plast - skref fyrir skref

MS hefur á undanförnum árum tekið ýmis skref í því að minnka plastnotkun og í því skyni hefur verið ákveðið að taka plastlokin af tveimur bragðtegundum af Ísey skyri (jarðarberja og bláberja). Einnig verða plastlokin tekin af þremur bragðtegundum í KEA skyri (mangó, skógarberjum og jarðarberjum í botni). Nú þegar eru komnar dósir af KEA skyri út á markaðinn sem eru án plastloka og Ísey skyr verða bráðlega án loka.

Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum

27.10.2021 | Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum

Léttmálsfjölskyldan heldur áfram að stækka en nýverið kom á markað hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum og nú höfum við hafið sölu á grískri jógúrt með súkkulaðiflögum. Nýja gríska jógúrtin með súkkulaðiflögum er handhægur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa og neyta hvar og hvenær sem er. Jógúrtin er létt og mild og inniheldur 11 g af próteini í hverri dós og einungis 4% viðbættan sykur. Við hvetjum ykkur til að smakka þessa spennandi nýjung og vonum að þið njótið vel.

Við minnkum plastið - skref fyrir skref

27.10.2021 | Við minnkum plastið - skref fyrir skref

Fyrst komu pappaskeiðar og nú fá plastlokin að fjúka, skref fyrir skref - af einni dós í einu. Við byrjum á Ísey skyri með jarðarberjum og fljótlega mun Ísey skyr með bláberjum fylgja. Sömu sögu er að segja af tveggja laga KEA skyri með ávöxtum í botni en á næstu dögum munu þessar vörur koma í verslanir án plastloka og skeiða og hvetjum við skyrunnendur til að nota teskeiðar eða aðrar fjölnota skeiðar. Við vitum að hér er um að ræða lítið skref í átt að umhverfisvænni umbúðum en hvert skref í rétta átt skiptir máli og vonum við að neytendur taki þátt í ferðalaginu með okkur.

Skyrland - ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands hefur opnað

25.10.2021 | Skyrland - ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands hefur opnað

Skyrland, ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands, var opnuð í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss á dögunum. Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta – sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð – með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða sem meðal annars fjalla um Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæjum liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin.

Breiðablik og Víkingur R Mjólkurbikarmeistarar 2021

21.10.2021 | Breiðablik og Víkingur R Mjólkurbikarmeistarar 2021

Nú í október réðust úrslit í Mjólkurbikar kvenna og karla og er óhætt að segja að sannkölluð markaveisla hafi einkennt báða úrslitaleiki. Kvennalið Breiðabliks sigraði Þrótt 4-0 þann 1. október og karlalið Víkings R. lagði ÍA 3-0 þann 16. október. Við óskum báðum liðum innilega til hamingju með eftirsóttan Mjólkurbikarameistaratitil og þökkum öllum þátttökuliðum fyrir frábært fótboltasumar!

Úrslit í Mjólkurbikar karla - áhugasamir geta fengið miða

12.10.2021 | Úrslit í Mjólkurbikar karla - áhugasamir geta fengið miða

Laugardaginn 16. október næstkomandi fer fram úrslitaleikur í Mjólkurbikar karla. ÍA og Víkingur munu þar eigast við og má búast við hörkuspennandi leik.
Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður leikið á Laugardalsvellinum. Áhugasamir geta fengið miða á leikinn.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?