Fréttir

30.10.2019 | Sala hefst á jólavörum MS

Sala á hinum vinsælu jólavörum Mjólkursamsölunnar hefst á næstu dögum. Viðtökur síðustu ára hafa verið mjög góðar og eru þessar vörur orðnar fastur liður í aðdraganda jóla

25.10.2019 | Ísey án tilnefnt til Fjöreggsins 2019

Ísey skyr ÁN var nýlega tilnefnt til Fjöreggsins, verðlaun sem Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands veitir árlega fyrir lofsamlegt framtak á matvæla- og næringarsviði. Ísey skyr ÁN er fyrsta mjólkurvara sinnar tegundar á Íslandi og með þeim fyrstu í heiminum sem inniheldur hvorki sykur og né sætuefni, einungis ávexti og skyr.

24.10.2019 | Góðostur fæst nú í þykkari sneiðum

Íslenskur Góðostur fæst nú í þykkum sneiðum og koma sneiðarnar 8 saman í pakka. Þykku sneiðarnar eru góðar einar sér og sérstaklega Ketóvænar en þær eru ekki síðri á hamborgarann og ristaðar beyglur. Þú færð þykkari Góðostasneiðar í næstu verslun!

23.10.2019 | Landstilboð á samlokuosti í sneiðum

Hafið eru landstilboð á samlokuosti í sneiðum. Takmarkað magn er í boði og verður afsláttarmiði á öllum pakkningum á meðan á tilboðinu stendur.

23.10.2019 | Nýtt frá MS: Laktósalaus G-rjómi

Nú er hafin sala á laktósalausum rjóma frá Mjólkursamsölunni. Rjóminn er UHT meðhöndlaður og geymist því auðveldlega í 6 mánuði utan kælis í óopnuðum umbúðum. Rjóminn er 36% feitur líkt og sá hefðbundni, hefur alla eiginleika þess hefðbundna og er því þeytanlegur. MS mælir þó með því að rjóminn sé þeyttur kaldur og reikna má með að þeyting taki aðeins lengri tíma en venjulega. Laktósalaus G-rjómi kemur í tveimur útgáfum: 1l fernu og 250 ml fernu.

04.10.2019 | Nýr og endurbættur Mozzarella ostur kominn á markað

Mozzarella ostur er bragðmildur og góður ostur upprunninn frá Ítalíu. Hann hentar einstaklega vel í alls kyns matargerð, sérstaklega ítalska matargerð. Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur á framleiðsluaðferð mozzarella ostsins hjá KS í Skagafirði...

02.10.2019 | Ostóber - tími til að njóta osta

Í október, eða Ostóber eins og við kjósum að kalla mánuðinn, fögnum við gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta og hvetjum landsmenn til að taka þátt í gleðinni. Mjólkursamsalan framleiðir úrval osta sem landsmenn þekkja vel en sumir ostanna eru minna þekktir og færri hafa smakkað. Í Ostóber viljum við hvetja fólk til að borða sína uppáhalds osta, smakka nýja og prófa spennandi uppskriftir þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Taktu þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega tími til að njóta osta!

02.10.2019 | KEA skyr nú fáanlegt í 500 g umbúðum

Nýja KEA skyrið hefur algjörlega slegið í gegn og því bjóðum við nú tvær vinsælustu bragðtegundirnar í stærri umbúðum. Annars vegar er um að ræða kolvetnaskert KEA skyr með jarðarberjum og bönunum og hins vegar kolvetnaskert KEA skyr með kaffi og vanillu. Báðar tegundir eru próteinríkar og án laktósa og það þarf varla að taka það fram að þær smakkast einstaklega vel.

27.09.2019 | Kókómjólkin komin í jólabúning

Fimmtudaginn 26. september hóf MS á Selfossi pakkningu á hinni árlegu jólakókómjólk. Hún mun á næstu vikum birtast í verslunum landsins ásamt öðrum jólavörum frá MS.

25.09.2019 | Íslensk málnefnd býður til málræktarþings

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 26. september, kl. 15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift þingsins er Hjálpartæki íslenskunnar og eru allir hjartanlega velkomnir. Meðal þeirra sem taka til máls eru Lilja Alfreðsdóttir, Lars Trap-Jensen, Steinunn Stefánsdóttir, Guðrún Nordal, Steinþór Steingrímsson og Laufey Leifsdóttir. Að málþingi loknu býður MS gestum upp á léttar og ljúffengar kaffiveitingar.