Fréttir

Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Landsbjargar

15.04.2021 | Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Landsbjargar

Mjólkursamsalan skrifaði nýverið undir samning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og verður fyrirtækið einn af aðal styrktaraðilum félagsins árið 2021. Ein hlið á mjólkurfernum MS mun á næstunni skarta myndum og textum um mikilvægi björgunarsveitanna þar sem neytendur eru jafnframt hvattir til að gerast bakverðir sveitanna.

Vikumatseðill Gott í matinn svarar spurningunni: Hvað er í matinn?

13.04.2021 | Vikumatseðill Gott í matinn svarar spurningunni: Hvað er í matinn?

Á uppskriftasíðu MS gottimatinn.is er að finna heilan hafsjó af spennandi uppskriftum sem vert er að prófa ásamt hugmynd að vikumatseðli sem hægt er að styðjast við og sækja innblástur í. Á vikumatseðli Gott í matinn er leitast við að hafa einfaldar, fjölbreyttar og umfram allt góðar uppskriftir í aðalhlutverki en til hátíðabrigða læðast inn uppskriftir að ljúffengum eftirréttum og sætum kökum. Þeir sem skrá sig í netklúbb Gott í matinn fá nýjan vikumatseðil sendan beint í pósthólfið sitt alla mánudaga og svo er ekkert eftir nema að velja uppskrift og byrja að elda eitthvað gott í matinn.

Opnunartími og dreifing yfir páska hjá MS

18.03.2021 | Opnunartími og dreifing yfir páska hjá MS

Senn líður að páskum og þá tekur í gildi sérstakur opnunartími í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Skírdagur 1. apríl, vörudreifing 8-13. Föstudagurinn langi 2. apríl lokað. Laugardagur 3. apríl, opið 8-13. Páskadagur 4. apríl, lokað. Annar í páskum 5. apríl, lokað. Beint símanúmer söludeildar er 450-1111 og netfangið er sala@ms.is. Nánari upplýsingar um dreifingu yfir páskahátíðina má finna þegar smellt er á fréttina.

Þátttökumet slegið í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema - úrslit liggja fyrir

18.03.2021 | Þátttökumet slegið í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema - úrslit liggja fyrir

Loksins liggja þau fyrir – úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem beðið hefur verið eftir. Keppnin er haldin í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert en líkt og undanfarin ár naut dómnefnd liðsinnis mennta- og menningarmálaráðherra við val á verðlaunamyndunum. Tæplega 2.000 myndir bárust í keppnina í ár frá 89 skólum og ljóst að öll fyrri þátttökumet hafa verið slegin en að jafnaði hafa innsendar myndir verið um 1.000-1.500 talsins. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin.

Páskajógúrt og páskaengjaþykkni eru komin í verslanir

16.03.2021 | Páskajógúrt og páskaengjaþykkni eru komin í verslanir

Nú styttist í páskana og gaman að segja frá því að páskaeftirréttirnir frá MS eru komnir í verslanir. Páskajógúrt og páskaengjaþykkni innihalda mjúka og bragðgóða jógúrt með stökkum kornkúlum og fleira góðgæti. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur. Hvernig væri að gera sér dagamun og leyfa sér smá?

Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

05.03.2021 | Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

Með dómi Hæstaréttar í dag í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga, sem hefur verið til meðferðar fyrir stjórnvöldum og dómstólum í tæpan áratug. Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.

Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

23.02.2021 | Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

Í byrjun febrúar kom á markað svokölluð sérútgáfa af Ísey skyri með jarðarberjum og hvítu súkkulaði og er óhætt að segja að salan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Íslenskir skyrunnendur hafa tekið nýja skyrinu sérstaklega vel og höfum við varla haft undan við að framleiða skyrið og keyra í verslanir sem er einstaklega ánægjulegt. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur verið ákveðið að framleiða meira af sérútgáfunni en upphaflega var áætlað og geta skyrunnendur því gætt sér á góðgætinu fram á vorið.

Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

15.02.2021 | Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

Í ljósi tilmæla frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og viðkvæmrar stöðu í samfélaginu getum við því miður ekki tekið á móti syngjandi kátum krökkum og foreldrum þeirra á öskudegi í ár. Þetta á við um starfsstöðvar MS um land allt. Okkur þykir þetta miður en við sjáum vonandi sem flesta á næsta ári.

Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

01.02.2021 | Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

Við kynnum með stolti Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði! Hér er um svokallaða sérútgáfu að ræða sem verður aðeins á markaði í nokkra mánuði. Bragðið er einstakt svo ekki sé meira sagt og það sama má segja um umbúðirnar en falleg landslagsmynd af Goðafossi í vetrarbúningi prýðir dósina. Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði er próteinríkt og kolvetnaskert

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?