Fréttir

15.05.2019 | Nýtt frá MS: Sumarostaþrenna

Nú er hafin árleg sala á sumarostaþrennunni en í henni eru þrír sérvaldir ostar úr Dölunum: Dala Höfðingi, Dala Camembert og Dala Kastali. Þeir eru góðir á ostabakkann, með brauðum og kexi og henta líka vel í margs konar matargerð.

08.05.2019 | Afhjúpun söguskilta í Dölunum - þér er boðið

Þann 12. maí n.k. verður efnt til sögulegra viðburða í Dalabyggð þegar ný söguskilti verða afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, afhjúpar fyrsta skiltið við Hjarðarholt kl. 14 og að því loknu verður efnt til móttöku í Dalabúð þar sem boðið verður upp á veitingar og létta dagskrá. Meðal þeirra sem taka til máls eru Kristján Sturluson, sveitastjóri Dalabyggðar og Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og þá munu börn úr Auðarskóla í Búðardal syngja nokkur lög fyrir gesti. Allir velkomnir.

07.05.2019 | Sumarostakakan er mætt

Ostakökur Mjólkursamsölunnar eru með vinsælli eftirréttum Íslendinga og þykja líka góðar einar sér með ilmandi kaffibolla, kakói eða ískaldri mjólk. Umbúðirnar eru með glugga þar sem bragðþekjan blasir við á girnilegan máta en sumarostakakan er með l...

02.05.2019 | Landstilboð á Góðosti 26% í sneiðum

Hafið er landstilboð á Góðosti 26% í sneiðum. Verðlækkunin er 20% og er tilboðsmiði á öllum pakkningum á meðan á tilboðinu stendur.

30.04.2019 | Ísey skyr er stoltur styrktaraðili Reykjavík Crossfit Championship

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ísey skyr er stoltur styrktaraðili Reykjavik Crossfit Championship sem er stærsti crossfit viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi! Um er að ræða alþjóðlega keppni sem fram fer dagana 3.-5. maí og munu sigurvegarar vinna sér inn keppnisrétt á heimsleikana í crossfit. Við hlökkum til að taka þátt í þessari sögulegu íþróttaveislu og vekjum athygli á því að RÚV verður með beina útsendingu frá mótinu alla helgina!

24.04.2019 | Landstilboð á Góðosti

Hafið er landstilboð á Góðosti í kg bitum. Verðlækkunin er 20 % og verður afsláttarmiði á öllum pakkningum á meðan á tilboðinu stendur.

15.04.2019 | Íslenskt - gjörið svo vel

Mjólkursamsalan er þátttakandi í verkefninu Íslenskt - gjörið svo vel en um er að ræða skemmtilegt kynningarátak þar sem markmiðið er að efla vitund Íslendinga á íslenskum vörum. Við erum líka gestrisin þjóð og því hvetjum við fólk til að taka vel á móti þeim erlendu gestum sem sækja okkur heim og benda þeim á eftirlæti heimamanna. Þú getur líka tekið þátt í skemmtilegum leik á gjoridsvovel.is og valið þínar eftirlætis íslensku vörur!