Fréttir

Dagur íslenskrar tungu - Viltu tala íslensku við mig?

16.11.2020 | Dagur íslenskrar tungu - Viltu tala íslensku við mig?

Á degi íslenskrar tungu er gaman að segja frá því að Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili átaksins Viltu tala íslensku við mig? sem stendur yfir í nokkrum grunnskólum landsins um þessar mundir. Átakinu er ætlað að hvetja til samskipta á íslensku, ekki síst við þau sem eru að læra málið og vilja æfa sig. Það er Íslenskuþorpið, kennsluverkefni í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, sem leiðir átakið og býður það upp á tækifæri til umræðu um íslenskuna og undirstrikar mikilvægi tungumálsins fyrir okkur öll í samfélaginu.

Okkar mál er skrifað í stjörnurnar - dagur íslenskrar tungu

16.11.2020 | Okkar mál er skrifað í stjörnurnar - dagur íslenskrar tungu

Mjólkursamsalan sendir landsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og er hann fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta ljóðskálds Íslendinga.
Líkt og í fyrra viljum heiðra sérstaklega nokkra af þeim fjölmörgu rithöfundum, tónlistarmönnum og -konum sem gera íslensku hátt undir höfði í listsköpun sinni og hvetjum um leið aðra til að leggja rækt við móðurmálið og nota íslenskuna sem víðast, því henni eru engin takmörk sett.

LGG+ verndar gegn kvefi

13.11.2020 | LGG+ verndar gegn kvefi

Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sérstaklega hjá börnum.

ATH! Fölsuð Facebook síða í nafni Gott í matinn

12.11.2020 | ATH! Fölsuð Facebook síða í nafni Gott í matinn

Upp komst upp falsaða Gott í matinn Facebook síðu seint á fmmtudagskvöldið 12. nóvember. Síðan líkist mjög Gott í matinn síðu MS og þar er leikur sem minnir mjög á leik sem er í gangi á okkar síðu. Markmiðið með fölsuðu síðunni er að safna persónuupplýsingum og kreditkortanúmerum svo ALLS ekki skrá ykkur, svara skilaboðum eða vinabeiðnum í nafni Gott í matinn!

Jólaostakakan

11.11.2020 | Jólaostakakan

Jólaostakakan er nú komin aftur á markað og mun án efa gleðja marga. Hún er einstaklega ljúffeng og verður enn betri með þeyttum rjóma.

Mjólkin er komin í jólabúning

06.11.2020 | Mjólkin er komin í jólabúning

Það vekur jafnan lukku þegar mjólkin frá MS fer í jólabúning og er því gaman að segja frá því að jólamjólkin er á leið í verslanir. Fernurnar prýða stórskemmtilegar jólasveinateikningarnar Stephens Fairbairn myndlistarmanns og hafa þær vakið óskipta athygli frá upphafi. Á mörgum heimilum er vinsælt að klippa sveinana út og nota í föndur í aðdraganda jólanna en myndirnar af sveinunum góðu er líka að finna á vefnum jolamjolk.is. Á vefnum má jafnframt finna litabók sem hægt er að prenta út og sitthvað fleira. Jólamjólkurumbúðirnar verða í verslunum landsins fram undir áramót.

Mjólkursamsalan - Íslenskt skiptir máli

04.11.2020 | Mjólkursamsalan - Íslenskt skiptir máli

Mjólkursamsalan er eitt sex íslenskra þátttökufyrirtækja í átakinu Íslenskt skiptir máli en markmið þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi íslenskrar framleiðslu og hvetja neytendur til þess að styðja við hana með því að velja íslenskar vörur.

Mjólkursamsalan hefur um áratuga skeið framleitt úrval mjólkurvara og er Kókómjólkin ein þeirra. Til að gefa okkur smá hugmynd um það hvernig hlutirnir gætu verið ef ekki væri fyrir innlenda framleiðslu er Kókómjólkin okkar hér komin í danskan búning og Klói farinn að tala dönsku.

Þegar þú kaupir íslenskt stuðlar þú að fjölbreyttu vöruúrvali, styrkir íslenskt hugvit og skapar samfélaginu störf. Það skiptir máli.

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar

02.11.2020 | Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar

Komin er út fyrsta umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir að þegar hugað er að umhverfismálum getur það leitt til þess að hlutirnir eru hugsaðir upp á nýtt. Nýjar leiðir finnast þá oft til verðmætasköpunar og til þess að nýta hráefni/aðföng til fulls eða skapa hringrás.

Nú heitir Fetaosturinn Salatostur

22.10.2020 | Nú heitir Fetaosturinn Salatostur

Nú í október breytist nafnið á Fetaostinum frá MS yfir í Salatost. Enn fremur mun Fetakubbur nú bera nafnið Salatkubbur.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?