Fréttir

Nýtt frá MS – Kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna

03.06.2021 | Nýtt frá MS – Kryddostur með Camembert sem smellpassar í sósuna

Nýjasti osturinn frá MS er kryddostur með Camembert sem kemur skemmtilega á óvart. Ólíkt hefðbundnum Camembert ostum bakast hann og bráðnar einstaklega vel og hentar því sérstaklega vel í matargerð af ýmsu tagi. Ostinn er upplagt að rífa og nota til að bragðbæta sósur, hann bráðnar vel og smellpassar á pizzur og fjölbreytta ofnrétti, svo má skera hann í teninga og baka í ofni með hnetum og sírópi. Þá er ótalin sú staðreynd að osturinn smakkast dásamlega einn sér og nýtur sín vel niðursneiddur ofan á hvers kyns brauði og kexi.

Einstök sýning á verkum Kristínar Þorkelsdóttur

02.06.2021 | Einstök sýning á verkum Kristínar Þorkelsdóttur

Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Kristínar Þorkelsdóttur hönnuðar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en Kristín hefur hlotið margskonar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín og óhætt að segja að hún sé frumkvöðull í grafískri hönnun hér á landi. Kristín er hönnuður fjölmargra matvælaumbúða sem landsmenn þekkja vel og má þar nefna mjólkurfernur og Smjörva umbúðir frá Mjólkursamsölunni auk þess sem hún er höfundur núgildandi peningaseðlaraðar, sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn og þá hefur Kristín hannað mörg merki íslenskra fyrirtækja. Sýningin stendur til 30. janúar 2022 og hvetjum við alla áhugasama um að gera sér ferð og skoða feril einstakrar listakonu.

Alþjóðlegur dagur mjólkur 1. júní

31.05.2021 | Alþjóðlegur dagur mjólkur 1. júní

1.júní ár hvert er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur. Það er Matvælastofnun sameinuðu þjóðanna sem hvetur til þess að dagurinn sé haldinn hátíðlegur. Markmið dagsins er að vekja athygli á hollustu mjólkur og mikilvægi hennar í mataræði fólks um allan heim.

Mjólk er ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á. Mjólk er mikilvæg uppspretta próteina og 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni og má þar nefna kalk, joð, fosfór, B2- og B12-vítamín. 

Það er því ekki að undra að almennar ráðleggingar um mataræði hafi almennt mjólkurmat sem hluta af heilsusamlegu mataræði. Embætti landlæknis ráðleggur að neyta tveggja skammta af mjólk eða mjólkurmat á dag.

KEA skyr með saltkaramellu í takmörkuðu magni

17.05.2021 | KEA skyr með saltkaramellu í takmörkuðu magni

Nýjasta skyrið á íslenskum markaði er KEA skyr með saltkaramellu og verður það aðeins framleitt í takmörkuðu magni. Skyrið er einstaklega bragðgott með ljúffengum saltkaramellukeim og ættu skyrunnendur svo sannarlega ekki að láta það fram hjá sér fara. Umbúðirnar sækja innblástur í eldgosið í Geldingadölum og því er hér um sérstaka eldgosaútgáfu að ræða þar sem skyrfjall spúandi eldi og saltkaramellu prýðir umbúðirnar.

Kveðja vegna andláts Guðlaugs Björgvinssonar fyrrv. forstjóra MS

14.05.2021 | Kveðja vegna andláts Guðlaugs Björgvinssonar fyrrv. forstjóra MS

Í dag er kvaddur hinstu kveðju Guðlaugur Björgvinsson, fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar. Nú þegar komið er að kveðjustund kallast fram margar minningar okkar samferðafólks Guðlaugs frá langri ferð – minningar um þann drenglynda og háttvísa mann sem hann var. Við vottum fjölskyldu Guðlaugs samúð okkar.

Mjólkin er best fyrir - en oft góð lengur

12.05.2021 | Mjólkin er best fyrir - en oft góð lengur

MS vinnur að ýmsum umhverfismálum og er einn liður í því að draga úr matarsóun. Mjólkurfernur verða framvegis ekki eingöngu merktar "Best fyrir" heldur bætt við merkingunni "Oft góð lengur". Það er til þess að minna neytendur á að mjólkin er best fyrir ákveðna dagsetningu en er oft góð lengur. Þá skiptir máli að nota nefið og meta hvort mjólkin sé í lagi. Byrjað er að merkja fernur með þessum hætti á Akureyri og fljótlega á Selfossi.

Lokað hjá MS uppstigningardag 13. maí

10.05.2021 | Lokað hjá MS uppstigningardag 13. maí

Lokað verður hjá Mjólkursamsölunni fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag. Engin vörudreifing verður frá MS þann dag. Vinsamlega gerið ráðstafanir með pantanir og dreifingu í tíma.

Björgunarsveitarfólk tekur við fyrstu bakvarðafernunum frá MS

27.04.2021 | Björgunarsveitarfólk tekur við fyrstu bakvarðafernunum frá MS

Um land allt, á nóttu sem degi, allan ársins hring eru fleiri en 5.500 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna til taks ef eitthvað bregður út af. Íslendingar búa við náttúruvá af ýmsu tagi og eru á landinu öllu starfræktar 93 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir sem búa yfir nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa. Til þess að vekja athygli á frábæru starfi björgunarsveita um allt land er ein hlið af mjólkurfernum MS nú tileinkuð Landsbjörg og fólk hvatt til að kynna sér starfsemi félagsins og gerast Bakverðir björgunarsveitanna.
Á meðfylgjandi mynd má sjá sjálfboðaliða hjá Landsbjörg virða fyrir sér nýju fernurnar sem verða í verslunum landsins næstu vikurnar.
Nánari upplýsingar um bakvarðaátak Landsbjargar má finna á landsbjorg.is

Keppni í Mjólkurbikarnum 2021 er hafin

23.04.2021 | Keppni í Mjólkurbikarnum 2021 er hafin

Fyrsti leikur í Mjólkurbikar karla fór fram sumardaginnn fyrsta þegar Njarðvík sigraði KH 3-0 í Reykjaneshöllinni. Tólf leikir fara svo fram föstudaginn 23. apríl og aðrir tólf laugardaginn 24. apríl. Sex leikir verða á sunnudag og fyrstu umferð lýkur svo á mánudag með viðureign Reynis H. og Aftureldingar á Hellissandsvelli. Tveir leikir eru í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna og fara þeir báðir fram mánudaginn 26. apríl.  Annars vegar mætast SR og KM á Eimskipsvellinum í Laugardal og hins vegar ÍR og KH á Herts vellinum í Breiðholti. 2. umferð fer svo fram dagana 30. apríl til 2. maí og 3. umferð verður leikin um miðjan maí.

Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2020

18.04.2021 | Umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar 2020

Komin er út önnur umhverfisskýrsla Mjólkursamsölunnar. Skýrslan sýnir áherslur fyrirtækisins á að nýta innlenda endurnýjanlega orkugjafa og huga að hringrásarhagkerfinu í sinni starfsemi.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?