Fréttir

Pizzaostur í 400 pokum

05.01.2021 | Pizzaostur í 400 pokum

Pizzaostur frá Gott í matinn er alltaf vinsæll og hentar einstaklega vel á pizzur, ofnbakaðan fisk og ýmsa heita rétti. Nú er pizzaosturinn loksins fáanlegur í tvöfalt meira magni, 400 g pokum, sem henta einstaklega vel á pizzakvöldinu og fyrir stærri fjölskyldur!

Nýtt Léttmál

05.01.2021 | Nýtt Léttmál

Léttmál í nýju útliti er komið á markað. Gríska jógúrtin er nú enn mýkri og bragðbetri en áður og er bæði fáanleg sem hrein og með jarðarberjum í botni. Léttmál með jarðarberjum í botni inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Léttmál er próteinríkt og einstaklega hentugt millimál fyrir fólk á öllum aldri.

Jólakveðja frá Mjólkursamsölunni

21.12.2020 | Jólakveðja frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan og eigendur hennar, íslenskir kúabændur um land allt, óska landsmönnum öllum árs og friðar. Við þökkum fyrir samskiptin á sérkennilegu ári sem senn líður undir lok og vonum að þið njótið hátíðanna í litlu jólakúlunni ykkar. 🎄

Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

14.12.2020 | Opnunartími og dreifing yfir hátíðarnar hjá MS

Senn líður að jólum og þá má gæta nokkurra breytinga á dreifingu frá Mjólkursamsölunni sem er vert að kynna sér sérstaklega og þá er einnig vert að hafa í huga sérstakan opnunar- og afgreiðslutíma í söludeild og vöruafgreiðslu. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á þessa frétt.

Mjólkursamsalan gefur allan ost á Góðgerðarpizzu Domino's

07.12.2020 | Mjólkursamsalan gefur allan ost á Góðgerðarpizzu Domino's

Góðgerðarpizzan 2020 er nú komin í sölu en hún er unnin í samstarfi við meistarakokkinn Hrefnu Sætran. Það eru Domino's Pizza, Ali matvörur, Coca-Cola og Mjólkursamsalan sem hafa tekið höndum saman í þessu verkefni og rennur öll sala beint til Píeta samtakanna en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða fyrir 18 ára og eldri ásamt því að veita aðstandendum stuðning.

Jólaþrenna úr Dölunum - skemmtileg viðbót á veisluborðið

30.11.2020 | Jólaþrenna úr Dölunum - skemmtileg viðbót á veisluborðið

Nú er þessi bragðgóða þenning komin aftur á markað! Jólaþrenna úr Dölunum er skemmtileg viðbót á veisluborðið á aðventunni eða bara til að narta í yfir uppáhalds jólamyndinni. Dala Brie, Dala Höfðingi og Dala Kastali eru hér saman í handhægri og fallegri öskju sem hentar líka fullkomlega sem gjöf til vina eða vandamanna í aðdraganda jólanna.

MS styrkir góðgerðarfélög um 2 milljónir fyrir hátíðarnar

27.11.2020 | MS styrkir góðgerðarfélög um 2 milljónir fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur í ár líkt og undanfarin ár lagt hjálparsamtökum lið fyrir jólin. Að þessu sinni úthlutaði fyrirtækið 2 milljónum króna í formi vöruinneigna og peninga til fimm góðgerðarfélaga en félögin sem hlutu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar (í samstarfi við önnur hjálparsamtök á Akureyri), Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarf Kirkjunnar.
Fjölmargar matargjafir fara frá félögunum fyrir jól en þar verður að finna meðal annars mjólk, smjör og osta frá Mjólkursamsölunni. Mikið og þarft starf er unnið á fjölmörgum stöðum á landinu í óvenjulegum aðstæðum og er það von Mjólkursamsölunnar að styrkirnir nýtist sem best.

Ísey skyr í útrás til Frakklands

24.11.2020 | Ísey skyr í útrás til Frakklands

Ísey skyr útrásin heldur áfram og er einstaklega gaman að segja frá því að núna í nóvember bættist Frakkland við í hóp þeirra landa þar sem Ísey skyr er fáanlegt. Það eru um 800 verslanir Casino sem hafa tekið Ísey skyr í sölu og fjölgar þeim í 2000 verslanir þann 1. janúar 2021. Ísey skyr fæst nú í 20 löndum víðsvegar um heiminn vex hróður þess jafnt og þétt eftir því sem fjölgar í hópnum. Við erum einstaklega stolt af þessum stórkostlega árangi sem náðst hefur enda er um að ræða mikla viðurkenningu fyrir Mjólkursamsöluna og Ísey skyr.

D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

19.11.2020 | D-vítamínbætt mjólk og mikilvægi D-vítamíns

Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á umræðu þess efnis að stóran hluta ársins fái Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín og á það við um fleiri þjóðir á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli. Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti, en D-vítamín er mikilvægt beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi, stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði og styður við beinvöxt hjá börnum og hjálpar til við að viðhalda styrk beina hjá fullorðum.

Jólavörur MS - leyfum okkur smá...

19.11.2020 | Jólavörur MS - leyfum okkur smá...

Jólavörur MS eru nú allar komnar í verslanir en þær hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda undanfarin ár og orðnar fastur liður í aðdraganda jóla hjá mörgum þar sem þær lífga upp á skammdegið og gleðja börn og fullorðna.

Þær vörur sem um ræðir eru Jóla-Engjaþykkni, Jólajógúrt, Jólaostakaka, Hátíðarostur, Jóla-Yrja, Jóla-Brie og Jóla gráðaostur, að ógleymdri Jólamjólkinni en fernurnar prýða myndir af jólasveinunum þrettán eftir myndlistarmanninn Stephen Fairbairn.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?