Fréttir

Konudagsostakakan er komin í verslanir

28.01.2022 | Konudagsostakakan er komin í verslanir

Ljúffeng og freistandi Konudagsostakaka frá MS er komin í verslanir. Ostakakan er með bragðgóðri jarðarberjaþekju og smakkast vel ein sér og með þeyttum rjóma. Fullkomin kaka til að njóta á Valentínusardaginn, konudaginn eða bara hvenær sem er. ❤

Gott í matinn á bóndadaginn

20.01.2022 | Gott í matinn á bóndadaginn

Leiðin að hjarta mannsins er að margra mati í gegnum magann og því tilvalið að velja einhverja gómsæta uppskrift á gottimatinn.is til að gleðja þinn uppáhalds mann, eða menn, á bóndadaginn 21. janúar. ❤

Nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar

18.01.2022 | Nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar

Í upphafi árs 2022 tók nýtt skipurit Mjólkursamsölunnar gildi og gætir þar nokkurra breytinga frá eldri skipuritum. Forstjóri MS er Pálmi Vilhjálmsson og skiptist starfsemin í fjögur svið: 1) sölu-, markaðs- og vöruþróunarsvið, 2) fjármálasvið, 3) framleiðslu- og framkvæmdasvið og 4) hagsýslu- og samskiptasvið, sem er nýtt svið og nær m.a. til millríkjasamninga og tollamála, sem og umhverfis- og stjórnsýslumála og fjölmiðlasamskipta. Meðfylgjandi er nýtt skipurit þar sem sjá má stjórnendur sviðanna, auk rekstrarstjóra afurðastöðva, gæðastjóra og fleiri.

Framleiðsla á kaseini og framkvæmdir hjá MS

07.01.2022 | Framleiðsla á kaseini og framkvæmdir hjá MS

Mjólkursamsalan undirbýr fullvinnslu á mjólkurpróteini með framleiðslu á kaseini sem mun leysa af hólmi framleiðslu á undanrennuosti og draga úr þörf fyrir framleiðslu á undanrennudufti. Hærra verð fæst fyrir kaseinið á heimsmarkaði og markaðir eru tryggari. Verður þessi nýja vinnsla á Sauðárkróki. Jafnframt er MS að undirbúa stækkun aðstöðu sinnar á Selfossi og Akureyri.

Frábær þátttaka í jólaleik Jólamjólkur

06.01.2022 | Frábær þátttaka í jólaleik Jólamjólkur

Í aðdraganda jólanna höldum við úti skemmtilegum spurningaleik á vefsíðunni jolamjolk.is en frá 1.-24. desember geta gestir síðunnar opnað glugga á jóladagatali Jólamjólkur og svarað einni spurningu á dag og eiga með þátttöku sinni möguleika á að vinna skemmtilega vinninga. Þátttakan í leiknum fór fram úr okkar björtustu vonum og höfum við nú dregið af handahófi út 70 vinningshafa sem hljóta skemmtilega vinninga á borð við spjaldtölvu, bíómiða, handklæði, jólamjólkurglös og fleira skemmtilegt. Búið er að hafa samband við alla vinningshafa og þökkum við öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.

Jólin byrja á gottimatinn.is

14.12.2021 | Jólin byrja á gottimatinn.is

Það er óhætt að segja að við séum í sannkölluðu jólaskapi þessa dagana og það má glögglega sjá með heimsókn á uppskriftasíðuna okkar gottimatinn.is. Við erum byrjuð að skipuleggja hvað á að vera á boðstólnum um hátíðarnar og ef þig langar að prófa eitthvað nýtt lumum við á alls kyns hugmyndum á borð við jólaís, jólatriffli, jólakrans, ostaídýfu með jólaívafi, súkkulaði frómas og svona mætti lengi telja. Jólin byrja með Gott í matinn.

Ostakjallarinn kynnir - Frostrós

14.12.2021 | Ostakjallarinn kynnir - Frostrós

Frostrós er nýjasti osturinn í Ostakjallaranum en um er að ræða tignarlegan ost af Gouda ætt sem er ætlað að gleðja þig og aðra ostaunnendur yfir hátíðarnar og fyrstu vikur nýs árs meðan myrkasti vetrartími ársins gengur yfir. Hann er framleiddur í takmörkuðu upplagi og því um að gera að ná sér nokkur stykki af þessum eðalosti. Bragðlega er hann mildur í grunninn en með þroskuðum tónum sem kitla bragðlaukana við hvern bita. Mjúk áferðin og kröftugt eftirbragð gera hann í einu orði sagt ómótstæðilegan.

Ostakassar MS í verslunum

02.12.2021 | Ostakassar MS í verslunum

Í ljósi frétta og umræðu á vefmiðlum um verðlagningu á ostakössum frá MS í verslunum viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Við fögnum því að neytendur séu upplýstir og fylgist vel með vöruverði og þökkum fyrir gagnlegar ábendingar sem okkur hafa borist. Í því verðdæmi sem nefnt hefur verið á samfélagsmiðlum skal það tekið fram að umræddur ostakassi nr. 5 er seldur til verslana á 6.400 kr. án vsk. og þar af fara um 2.000 kr. í kostnað við þessa aukaþjónustu sem fyrirtækið veitir, þ.e. laun og launatengd gjöld vegna tímabundinna ráðninga, umbúðir og aðra umsýslu. Mjólkursamsalan ræður ekki verðlagningu verslana til viðskiptavina sinna og hefur því ekki stjórn á endanlegu söluverði. Smellið á frétt til að lesa meira.

Hátíðarostur kominn í verslanir

02.12.2021 | Hátíðarostur kominn í verslanir

Hátíðarosturinn er kominn í verslanir en um er að ræða bragðmeiri brauðost en margir eru vanir og hefur hann verið verið fáanlegur fyrir jólin síðustu ár. Hátíðarostur er ostur sem ostaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara í aðdraganda jólanna en ostinn er bæði hægt að nota sem álegg á brauð og eins er upplagt að hafa hann sem part af ostabakkanum ásamt salami og þurrkuðum ávöxtum. 🎄

Mjólkursamsalan styrkir hjálparsamtök um 2,3 milljónir fyrir hátíðarnar

24.11.2021 | Mjólkursamsalan styrkir hjálparsamtök um 2,3 milljónir fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur til margra ára lagt hjálparsamtökum lið í aðdraganda jólahátíðarinnar og nú hefur 2,3 milljónum verið úthlutað til sex samtaka í formi vöruinneigna hjá fyrirtækinu. Samtökin sem hljóta styrk að þessu sinni eru Fjölskylduhjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Hjálparstarf kirkjunnar. Mjólkursamsalan þakkar stjórnendum og sjálfboðaliðum hjálparsamtakanna fyrir óeigingjarnt starf og sendir þeim og skjólstæðingum þeirra sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?