Fréttir

25.02.2020 | Öskudagur haldinn hátíðlegur í Mjólkursamsölunni

Öskudagurinn er án efa einn af uppáhaldsdögunum okkar í Mjólkursamsölunni og tökum við fagnandi á móti syngjandi krökkum miðvikudaginn 26. febrúar á starfsstöðvum okkar í Reykjavík, Búðardal, Egilsstöðum og Selfossi frá kl. 8-16 og á Akureyri frá kl. 8-12. Klói kíkir í heimsókn milli kl. 13 og 16 í MS Reykjavík og gefur syngjandi kátum krökkum Kókómjólk og knús :)

18.02.2020 | 10 grunnskólanemar vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni

Nú liggja fyrir úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum en metþátttaka var í keppninni þetta skólaárið þar sem rúmlega 1.500 myndir bárust frá 62 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og verðlaunahöfum veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi. MS óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar öllum 4. bekkingum fyrir þátttökuna.

17.02.2020 | Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun

Íslenska kokkalandsliðið gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um er að ræða fyrri keppnisgrein liðsins af tveimur, svokallað Chef‘s Table þar sem liðið þurfti að framreiða sjö rétta hátíðarkvöldverð fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina og við erum stolt að liðið velji Ísey skyr og aðrar mjólkurvörur frá MS.

14.02.2020 | MS er stoltur bakhjarl íslenska kokkalandsliðsins

Mjólkursamsalan er stoltur bakhjarl Íslenska kokkalandsliðsins en fyrirtækið ákvað nýlega að endurnýja styrktarsamning við Klúbb matreiðslumanna. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, er áhersla lögð á Ísey skyr í samstarfinu auk þess sem...

14.02.2020 | MS fær jafnlaunavottun

Mjólkursamsalan er leiðandi matvælafyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 450 starfsmenn frá 17 mismunandi löndum og leggur MS mikla áherslu á jafnrétti í starfsemi sinni. Það er því með stolti að sem starfsmenn MS tóku við vottorði um jafnla...

11.02.2020 | Forkeppni Mjólkurbikarsins hefst í apríl

Dregið hefur verið í forkeppni Mjólkurbikars karla og kvenna fyrir fótboltasumarið 2020 en um er að ræða fyrstu tvær umferðirnar í bikarkeppni KSÍ. Þetta er þriðja árið í röð sem bikarkeppnin ber nafnið Mjólkurbikarinn og óhætt að segja að nafnið hafi náð að festa sig vel í sessi á ný og verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem Mjólkurbikarsmeistarar í lok sumars. Fyrstu leikir hjá körlunum fara fram 8. apríl og hjá konunum 29. apríl, en lista yfir alla leiki og tímaröð þeirra má finna hér fyrir neðan.

10.02.2020 | Mjólkursamsalan er með í Þjóðþrifum

Þjóðþrif er þjóðarátak með það að markmiði að plast verði aftur plast - og fækka sótsporum um leið! Mjólkursamsalan er meðal stofnaðila í Þjóðþrifum en þau fyrirtæki sem taka þátt skuldbinda sig til þess að koma því plasti sem fellur til í framleiðslu hjá þeim í endurvinnslu hjá PureNorth Recycling. Pure North er eina endurvinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa á Íslandi gefur Pure North forskot, bæði rekstrarlega og gagnvart umhverfinu. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni.

06.02.2020 | Mjólk er góð fyrir tennur og bein

Í tilefni tannverndarvikunnar viljum við nota tækifærið og benda á að bæði Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands hvetja fólk til að drekka frekar vatn eða mjólk í stað súrra drykkja á borð við gos- og orkudrykki til að varðveita viðkvæman glerung tannanna og draga úr líkum á glerungseyðingu. D-vítamínbætt mjólk inniheldur kalk, fosfór og D-vítamín sem allt eru nauðsynleg efni fyrir viðhald og vöxt beina og tanna. Frekari upplýsingar um glerungseyðingu og tannvernd má finna á vefjum Embættis landlæknis og Mjólkursamsölunnar.

03.02.2020 | Þú færð ljúffenga konudags ostaköku í næstu verslun

Konudagsostakakan er komin í verslanir en þessi dásamlega kaka fæst í takmarkaðan tíma svo þú vilt ekki missa af henni. Ostakakan er með bragðgóðri jarðarberjaþekju og einstaklega ljúffeng og ekki skemmir fyrir að bera hana fram með þeyttum rjóma.

29.01.2020 | KEA skyr hrærir upp í hlutunum með nýrri bragðtegund

KEA skyr býður nú upp á þriðju bragðtegundina af tveggja laga skyri þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. Nýja skyrið er með skógarberjum í botni og óhætt að segja að það sé fullkomið fyrir þá sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Viðbættum sykri er sem fyrr haldið í lágmarki en í hverjum 100 g eru einungis 4 g viðbættur sykur. Þá er nýja skyrið jafnframt laktósalaust eins og annað KEA skyr.