Fréttir

13.08.2019 | Reykjavíkurmaraþon - hlaupum til góðs

Þann 24. ágúst nk. fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram í 36. sinn og eins og undanfarin ár ætlar Mjólkursamsalan að leggja sitt af mörkum og taka þátt í áheitasöfnuninni með starfsmönnum fyrirtækisins sem taka þátt í hlaupinu. Hver starfsmaður sem hleypur fær 20.000 kr. áheit til handa sínu góðgerðarfélagi og er það óháð vegalengd sem hlaupin eða gengin er.

12.07.2019 | Landstilboð á Brauðosti

Hafið eru landstilboð á brauðosti í kílóabitum. Verðlækkunin er 20% og verður afsláttarmiði á öllum pakkningum á meðan á tilboðinu stendur.

10.07.2019 | Nýtt frá MS - D-vítamínbætt og laktósalaus nýmjólk

Nú hefur Mjólkursamsalan hafið sölu á D-vítamínbættri og laktósalausri nýmjólk. Í laktósalausri mjólk er búið að fjarlægja laktósann (mjólkursykurinn) sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi og er það gert til að fleiri geti notið mjólkurinnar og þeirra mikilvægu vítamína, steinefna og próteina sem hún inniheldur. Laktósalaus nýmjólk hentar því þeim sem hafa laktósaóþol og finna til einhverra óþæginda í meltingarvegi við að neyta mjólkur.

03.07.2019 | Ísey skyr án viðbætts sykurs og sætuefna - skyrið sem beðið hefur verið eftir

Ísey skyr kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir án viðbætts sykurs og sætuefna en um er að ræða fyrstu íslensku mjólkurvöruna sem er einungis bragðbætt með ávöxtum. Nýja vörulínan kallast Ísey ÁN og mun til að byrja með samanstanda af tveimur bragðtegundum, annars vegar suðrænum ávöxtum og hins vegar perum og bönunum. Ísey ÁN er afrakstur langs og strangs vöruþróunarferlis innan MS, þar sem áhersla var lögð á að koma með vöru sem væri án alls sykurs og sætuefna, en jafnframt bragðgóða.

27.06.2019 | KEA skyr fagnar 30 ára afmæli með nýju útliti og nýjum bragðtegundum

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan KEA skyr var sett á markað var ákveðið að gefa þessari íslensku skyrfjölskyldu andlitslyftingu og bjóða neytendum upp á spennandi nýjungar í leiðinni. Allar tegundir eiga það sameiginlegt að vera með eindæmum bragðgóðar, þær eru prótein- og næringarríkar, án laktósaog að sjálfsögðu unnar úr hágæða hráefnum.

13.06.2019 | Grillaðir Dalaostar gleðja bragðlaukana

Sumarið er svo sannarlega komið og þá gleðjast ekki bara blessuð börnin heldur grillarar landsins sömuleiðis. Dalaostarnir góðu eru sívinsælir á veisluborðum landsmanna en það vita það kannski ekki allir að þeir passa líka fullkomlega á grillið. Ef planið er að grilla á næstu dögum mælum við með að þið kippið með einni Sumarþrennu í næstu verslun og prófið að setja nokkrar sneiðar af uppáhalds Dalaostinum á borgarann!

01.06.2019 | Alþjóðlegi mjólkurdagurinn 1. júní

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er í dag,1. júní og við í Mjólkursamsölunni gleðjumst að sjálfsögðu yfir því. Mjólk er ein næringarríkasta matvara sem völ er á, hún er góð uppspretta kolvetna, próteina, vítamína og steinefna, og jafnframt einn besti kalkgjafi sem völ er á. Við óskum kúabændum og mjólkurunnendum innilega til hamingju með daginn og deilum af þessu tilefni með ykkur uppskrift að ljúffengum morgunverðarvöfflum sem smakkast sérstaklega vel með glasi af ískaldri mjólk, en uppskriftina má finna með því að smella á fréttina.

31.05.2019 | Breytingar hjá Ísey útflutningi og nýtt starf aðstoðarforstjóra MS

Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á sókn í erlendum verkefnum á næstu misserum. Efla og fjölga mörkuðum sem selja skyr undir merkjum MS, hámarka skyrsölu frá Íslandi og vinna að framtíðar skipulagi og samhæfingu allrar erlendrar starfsemi sem MS tengist.