Fréttir

27.09.2019 | Kókómjólkin komin í jólabúning

Fimmtudaginn 26. september hóf MS á Selfossi pakkningu á hinni árlegu jólakókómjólk. Hún mun á næstu vikum birtast í verslunum landsins ásamt öðrum jólavörum frá MS.

25.09.2019 | Íslensk málnefnd býður til málræktarþings

Íslensk málnefnd býður til málræktarþings fimmtudaginn 26. september, kl. 15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift þingsins er Hjálpartæki íslenskunnar og eru allir hjartanlega velkomnir. Meðal þeirra sem taka til máls eru Lilja Alfreðsdóttir, Lars Trap-Jensen, Steinunn Stefánsdóttir, Guðrún Nordal, Steinþór Steingrímsson og Laufey Leifsdóttir. Að málþingi loknu býður MS gestum upp á léttar og ljúffengar kaffiveitingar.

23.09.2019 | Ostakörfur frá MS - hentugar fyrirtækjagjafir

Ostakörfurnar frá MS eru sem fyrr vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og henta sérstaklega vel til að gleðja starfsmenn og viðskiptavini. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. Þegar nær dregur jólum mun sérstakur jólakörfuvefur opna á ms.is þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini.

23.09.2019 | Teiknisamkeppni 4. bekkinga

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim í tuttugasta sinn þann 25. september næstkomandi. Eins og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi markar dagurinn upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni, en öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt.

18.09.2019 | Hrein jógúrt í 1 kg umbúðum

Hrein jógúrt frá Gott í matinn er mild og bragðgóð og hentar fullkomlega í morgunmat, kaldar sósur, bakstur, boost og ísgerð. Hrein jógúrt inniheldur 3,8 af próteinum og 3,9 g af fitu í hverjum 100 g og fæst nú í hentugum 1 kg umbúðum.

16.09.2019 | Víkingur Mjólkurbikarmeistarar

Þann 14. september fór fram úrslitaleikur í Mjólkurbikar karla. Víkingur R. og FH áttust þar við og endaði leikurinn með 1-0 sigri Víkings. 48 ár eru liðin frá því að Víkingur hampaði bikarnum síðast svo gleðin var ósvikin að leik loknum! Við óskum Víkingi innilega til hamingju með sigurinn og þökkum um leið öllum liðum sem kepptu í Mjólkurbikar karla fyrir góða keppni í sumar!

09.09.2019 | Úrslitin í Mjólkurbikar karla ráðast um helgina

Laugardaginn 14. september mætast lið Víkings R. og FH í bikarúrslitaleik Mjólkurbikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 17:00. Stuðningsmenn beggja liða bíða spenntir eftir leiknum og nokkuð ljóst að það verður mikil stemning í stúkunni. Miðasala er í fullum gangi á tix.is og kostar miðinn 2.000 kr. en frítt er fyrir 16 ára og yngri.

26.08.2019 | Fossvogshlaup Hleðslu 29. ágúst

Fossvogshlaup Hleðslu er sannkölluð hlaupaveisla fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna en hlaupið er orðinn fastur liður meðal margra hlaupara og hefur verið valið eitt af vinsælustu götuhlaupum landsins síðustu ár. Hlaupið byrjar og endar við Víkina í Fossvogi og geta þátttakendur valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 km. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og hlaupa með Hleðslu og Almenningsdeild Víkings í Fossvoginum. Skráning er í fullum gangi á hlaup.is

26.08.2019 | Góðostur - 30% meira magn

Nú í takmarkaðan tíma er Góðostur fáanlegur í 30% stærri pakkningum.Góðostur er einstaklega bragðgóður og hentar á brauðið, flatkökuna og hrökkkexið.

23.08.2019 | MS styður við góðgerðarmál hlaupara

Mjólkursamsalan leggur sitt af mörkum í áheitasöfnuninni fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem nú er haldið í 36. sinn. MS heitir á þá starfsmenn fyrirtækisins sem taka þátt í hlaupinu og fær hver starfsmaður sem hleypur 20.000 kr. áheit til handa góðgerðarfélagi að eigin vali, óháð vegalengd sem hlaupin er. Þrettán starfsmenn skráð sig til leiks og MS styrkt hin ýmsu góðgerðarfélög um 260.000 kr. Meðal félaga sem starfsmenn hlaupa fyrir að þessu sinni eru Empower Nepali Girls en nokkrir starfsmanna MS eru einmitt frá Nepal svo að málefnið stendur þeim og samstarfsmönnum þeirra nærri. MS sendir starfsmönnum sínum, sem og öllum hlaupurum, hvatningarkveðjur.