Fréttir

16.04.2020 | Létt Smjörvi í smærri umbúðum

Léttur Smjörvi er nú í smærri umbúðum en áður, 200 g í stað 400 g. Umbúðirnar henta vel smærri heimilum og þeim sem leita eftir fituminna viðbiti.

15.04.2020 | Takk Vigdís

Frú Vigdís Finnbogadóttir fagnar 90 ára afmæli sínu í dag, 15. apríl 2020 og vill starfsfólk Mjólkursamsölunnar nýta þennan vettvang til að senda henni hamingjuóskir í tilefni dagsins og um leið þakka henni fyrir störf sín í þágu þjóðarinnar. Takk Vigdís, fyrir framlag þitt til jafnréttismála. Takk Vigdís, fyrir að standa vörð um íslenska tungu. Takk Vigdís, fyrir baráttu þína í umhverfismálum. Takk Vigdís, fyrir að sameina þjóðina í blíðu og stríðu. Takk Vigdís.

31.03.2020 | Sala er hafin á Ísey skyri í Japan

Í dag, 31. mars 2020, hófst sala á Ísey skyri í um 50.000 verslunum í Japan og líklega er þetta ein víðtækasta dreifing sem um getur á íslenskri vöru í erlendri smásölu til þessa. Þrátt fyrir að vera ein dýrasta mjólkurvara í Japan þá hefur Ísey Skyr fengið frábæra uppstillingu eða staðsetningu í flestum þessara verslana. Ísey skyri er stillt upp við hlið mest seldu mjólkuvara Japans sem sýnir að trú verslananna á skyrinu er mikil. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og hefur varan nú þegar klárast í mörgum þessara verslana, skv. samstarfsaðilum MS í Japan. Það er fyrirtækið Nippon Luna í Kyoto sem framleiðir Ísey skyr í Japan eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS og er íslenski skyr gerilinn ennfremur lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. Þessi árangur er mikil viðurkenning fyrir Ísey skyr og Mjólkursamsöluna og sýnir enn og aftur mikilvægi þess að varðveita, þróa og markaðssetja þekkingu Íslendinga í landbúnaði.

30.03.2020 | Um nýjan rjómaost

Undanfarið hafa staðið yfir breytingar á framleiðslulínunni á rjómaostinum og er markmiðið að koma með mýkri og betri rjómaost. Osturinn átti ekki að tapa neinum af eiginleikum þess gamla heldur að bæta við. Ný vél var keypt í framleiðsluna enda var sú sem fyrir var komin vel á aldur og úrelt á marga vegu. Nýja framleiðsluaðferðin tryggir mun betri nýtingu á mjólkinni og framleiðsla á rjómaosti er því mun umhverfisvænni en áður.

27.03.2020 | Opnunartími og dreifing yfir páska hjá Mjólkursamsölunni

Senn líður að páskum og þá tekur í gildi sérstakur opnunartími í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Skírdagur 9. apríl, opið 8-13. Föstudagurinn langi 10. apríl, lokað. Laugardagur 11. apríl, opið 8-13. Páskadagur 12. apríl, lokað. Annar í páskum 13. apríl, lokað. Beint símanúmer söludeildar er 450-1111 og netfangið er sala@ms.is. Nánari upplýsingar um dreifingu yfir páskahátíðina má finna þegar smellt er á fréttina.

12.03.2020 | Mjólkursamsalan virkjar aðgerðaráætlanir vegna COVID-19

Kæru viðskiptavinir Vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í samfélaginu vegna COVID-19 vilja stjórnendur MS koma því á framfæri að gripið hefur verið til sérstakra öryggisaðgerða og fyrirbyggjandi ráðstafana á öllum sviðum starfseminnar til að tryggja framleiðslu og dreifingu mjólkurvara frá fyrirtækinu. Farið hefur verið eftir tilmælum Embætti landlæknis og Almannavara við þessa framkvæmd og er tilgangurinn að takmarka áhrif kórónaveirunnar á starfsemi fyrirtækisins, starfsmenn og viðskiptavini. Samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna við heimsfaraldri er mikilvægt fyrir matvælabirgja og -framleiðendur að sjá til þess að dreifing nauðsynja nái fram að ganga og miða allar öryggisaðgerðir og ráðstafanir hjá MS að því. Viðskiptavinir þurfa ekki að óttast vöruskort á íslenskum mjólkurvörum og munu þær halda áfram að berast í verslanir í dag, á morgun og áfram.

09.03.2020 | Rjómaostur til matargerðar mýkri en áður

Rjómaostur til matargerðar í 400 g pakkningum hefur nú verið endurbættur og er talsvert mýkri en áður. Rjómaostur til matargerðar er bragðmildur og ljúfur, bráðnar sérlega vel og hentar í margs konar rétti. Svo er hann auðvitað frábær í ostakökur, kökukrem og ýmsa eftirrétti.

05.03.2020 | Ísey skyr á Food and Fun 2020

Ísey skyr frá MS er stoltur styrktaraðili matarhátíðarinnar Food & Fun Festival sem fram fer í Reykjavík dagana 4.-8. mars. Kokkar hvaðanæva að úr heiminum heimsækja íslenska veitingastaði og galdra fram stórkostlega rétti fyrir gesti hátíðarinnar en þar er íslenskt hráefni á borð við Ísey skyr að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Kynnið ykkur dagskrána á foodandfun.is

04.03.2020 | Nýir KEA skyrdrykkir

Í kjölfar árangursríkrar upplyftingar á KEA skyri síðasta sumar er nú komið að breytingum á KEA skyrdrykkjum. Vinsælasti KEA skyrdrykkurinn með jarðarberjum og bönunum heldur áfram og er nú endurbættur í nýrri fernu. Tveir nýir drykkir eru svo kynntir til sögunnar og þar ber annars vegar að nefna KEA skyrdrykk með kaffi og vanillu og KEA skyrdrykk með kirsuberjum og vanillu. KEA skyrdrykkirnir eru próteinríkir og laktósalausir og bragðast einstaklega vel.

02.03.2020 | Áfram keppt um Mjólkurbikarinn

Undirritaður hefur verið samningur milli Mjólkursamsölunnar og Sýnar hf. þess efnis að bikarkeppnir karla og kvenna í knattspyrnu heiti áfram Mjólkurbikarinn. Mjólkurbikar karla hefst 8. apríl og Mjólkurbikar kvenna 29. apríl. Úrslitaleikirnir verða svo 2. október hjá körlunum og 29. ágúst hjá konunum. Ari Edwald, forstjóri MS, Guðni Bergsson, formaður KSÍ og Heiðar Jónsson, forstjóri Sýnar, skáluðu í mjólk þegar samningurinn var undirritaður í húsakynnum KSÍ á dögunum og óhætt að segja að þremenningarnir hlakki til spennandi fótboltasumars.