Fréttir

Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

05.03.2021 | Niðurstaða Hæstaréttar í samkeppnismáli

Með dómi Hæstaréttar í dag í máli nr. 26/2020 er leiddur til lykta ágreiningur um túlkun á samspili ákvæða búvörulaga og samkeppnislaga, sem hefur verið til meðferðar fyrir stjórnvöldum og dómstólum í tæpan áratug. Þar hefur legið fyrir allan tímann að Mjólkursamsalan var í góðri trú og taldi sig vera að vinna í samræmi við lög.

Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

23.02.2021 | Ísey skyr þakkar frábærar viðtökur

Í byrjun febrúar kom á markað svokölluð sérútgáfa af Ísey skyri með jarðarberjum og hvítu súkkulaði og er óhætt að segja að salan hafi farið fram úr okkar björtustu vonum. Íslenskir skyrunnendur hafa tekið nýja skyrinu sérstaklega vel og höfum við varla haft undan við að framleiða skyrið og keyra í verslanir sem er einstaklega ánægjulegt. Vegna þessarar miklu eftirspurnar hefur verið ákveðið að framleiða meira af sérútgáfunni en upphaflega var áætlað og geta skyrunnendur því gætt sér á góðgætinu fram á vorið.

Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

15.02.2021 | Ekki tekið á móti börnum á öskudaginn

Í ljósi tilmæla frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og viðkvæmrar stöðu í samfélaginu getum við því miður ekki tekið á móti syngjandi kátum krökkum og foreldrum þeirra á öskudegi í ár. Þetta á við um starfsstöðvar MS um land allt. Okkur þykir þetta miður en við sjáum vonandi sem flesta á næsta ári.

Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

01.02.2021 | Ísey skyr sérútgáfa með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

Við kynnum með stolti Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði! Hér er um svokallaða sérútgáfu að ræða sem verður aðeins á markaði í nokkra mánuði. Bragðið er einstakt svo ekki sé meira sagt og það sama má segja um umbúðirnar en falleg landslagsmynd af Goðafossi í vetrarbúningi prýðir dósina. Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði er próteinríkt og kolvetnaskert

Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

26.01.2021 | Ostakjallarinn kynnir nýju ostana Þorra og Heiðar

Ostakjallarinn er ný vörulína þar sem áhersla er lögð á að kynna nýja og spennandi osta sem framleiddir eru í takmörkuðu upplagi og fást því í skamman tíma í senn. Þorri og Heiðar eru fyrstu ostarnir sem við kynnum til leiks en Þorri er með mildu reykbragði og vekur þannig forvitni bragðlaukanna á meðan Heiðar færir manni íslensku sveitina í hverjum bita með fjölbreyttum kryddjurtum. 

Ostarnir verða til sölu í Sælkerabúðinni, Fjarðarkaup og Hagkaup á meðan birgðir endast - smakkaðu áður en það verður of seint.

Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

25.01.2021 | Varist svindlsíður á samfélagsmiðlum sem þykjast vera Gott í matinn

Vinsamlega varið ykkur á svindlsíðum á samfélagsmiðlum eins og þessari Instagram síðu sem þykist vera Gott í matinn. Hvorki við né önnur íslensk fyrirtæki biðjum ykkur að smella á einhverja hlekki eða óskum eftir persónuupplýsingum. Vinningshafar í leikjum hjá okkur og öðrum þurfa ALDREI að smella á hlekki hafi þeir unnið til verðlauna. Verið á varðbergi og tilkynnið svona síður sem ‘spam’.

Óðals Ísbúi á tilboði

19.01.2021 | Óðals Ísbúi á tilboði

Óðals Ísbúi er nú á tilboði. Ísbúi á sér meira en 30 ára sögu hérlendis en framleiðsla hófst á Akureyri árið 1989. Ísbúi er bragðmikill ostur sem á ættir sínar að rekja til Emmentaler ostsins í Sviss. Hann hentar vel í ofnbakaða rétti, í bitum í s...

Góðostur á tilboði

19.01.2021 | Góðostur á tilboði

Góðostur í 920 g umbúðum er nú á tilboði. Góðostur er frábær á brauðið, á flatkökuna eða bara einn sér. Hann hentar líka vel í alls kyns matargerð, í heita ofnrétti og á pizzuna.

Íslenska landsliðið velur Ísey skyr

14.01.2021 | Íslenska landsliðið velur Ísey skyr

Ísey skyr er stoltur stuðningsaðili strákanna okkar! HM í handbolta fer fram í Egyptalandi dagana 13.-31. janúar og er óhætt að segja að íslenska landsliðið sé klárt í slaginn. Strákarnir vita að góð næring skiptir miklu máli og því einkar ánægjul...

Hleðsla á tilboði í næstu verslun

11.01.2021 | Hleðsla á tilboði í næstu verslun

Hleðsla í sérmerktun pakkningum er nú á tilboðsverði í næstu verslun og fást sex fernur á verði fjögurra. Ef þú þarft að hlaða batteríin eftir góða æfingu, göngutúr, fjallgöngu eða aðra útivist er Hleðsla klárlega málið!

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?