Fréttir

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

28.03.2022 | Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

Nú liggja þau loksins fyrir, úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga fyrir skólaárið 2021-2022 en um er að ræða árlega teiknisamkeppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í vali á verðlaunamyndunum og þótti honum mikið til myndanna koma og átti vart til orð yfir hæfileikum og hugmyndaflugi nemendanna. Rétt tæplega 1.300 myndir bárust í keppnina að þessu sinni frá 51 skóla víðsvegar um landið og hafa nú tíu myndir verið valdar úr þessum mikla fjölda og er hver þeirra verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf sem rennur í bekkjarsjóði teiknaranna.

Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

24.03.2022 | Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

Feykir 24+ vakti mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum nú á dögunum, enda í fyrsta sinn sem íslenskur ostur er meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn. Keppnin, sem um ræðir, er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 fylkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur. Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.

Orri og Kría poppa upp matargerðina

23.03.2022 | Orri og Kría poppa upp matargerðina

Mjólkursamsalan kynnir spennandi nýjungar í samstarfi við Næra-snakk en um er að ræða poppað ostakurl sem kitlar bragðlaukana. Orri er poppað ostakurl úr Óðalsosti með hvítlauk og kryddjurtum og Kría poppað ostakurl úr Óðals Cheddar osti. Báðar tegundir eru stökkar, próteinríkar og nærandi og krydda og hressa upp á salöt, pasta, tacos, súpur, kjöt, fisk og grænmetisrétti. Kíkið í heimsókn á gottimatinn.is og skoðið nýjar og spennandi uppskriftir sem innihalda bragðgott ostakurl.

Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

22.03.2022 | Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Þessar fernur eru merktar: Best fyrir 31.03.2022. Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols. Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til MS. Við biðjum neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur hafa skapast.

Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

10.03.2022 | Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem verður sífellt vinsælli víða um heim, en hann á rætur að rekja til Póllands þar sem hann er meðal þekktustu matvara landsins. Vinsældir ostsins hafa farið vaxandi á heimsvísu síðustu ár og er því einkar ánægjulegt að geta loksins boðið upp á íslenska útgáfu af honum hér á landi. Twaróg  er ferskur og bragðmildur ostur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt. Hann er til að mynda afar vinsæll sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói.

Öskudagur í Mjólkursamsölunni

28.02.2022 | Öskudagur í Mjólkursamsölunni

Eftir tveggja ára bið getum við loksins tekið á móti hressum krökkum á öskudaginn 2. mars og óhætt að segja að við hlökkum mikið til! Starfsfólk Mjólkursamsölunnar hlakkar mikið til að hitta syngjandi káta krakka og eru börnin boðin velkomin frá kl. 8 til 16 á starfsstöðvum fyrirtæksins í Reykjavík og Akureyri. Sjáumst á öskudaginn, krakkar!

Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

21.02.2022 | Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar í The British Medical Journal sem leiddi í ljós að aukin mjólkurneysla minnkar verulega áhættuna á beinbrotum hjá eldra fólki. Beinbrotum fækkaði um þriðjung, mjaðmabrotum um 46% og byltum um 11% með aukinni neyslu mjólkurvara.

Sígildir smurostar í nýjar umbúðir

16.02.2022 | Sígildir smurostar í nýjar umbúðir

Smurostarnir góðu sem við þekkjum svo vel hafa nú fengið nýtt og ferskt útlit en nýju umbúðirnar eru væntanlegar í verslanir í febrúar og mars. Samhliða uppfærslu á framleiðslubúnaði fer smurosturinn í nýjar og betri dósir auk þess sem magn í hverri dós eykst um 50 g, úr 250 í 300 g. Dósirnar eru þéttar og lokast mjög vel sem er gott fyrir vörur með jafn langan líftíma og smurostar hafa. Útlit nýju umbúðanna hefur mælst vel fyrir en þar fá fallegir litir og matarmyndir að njóta sín vel en fjórar af átta tegundum eru á leið í verslanir og síðan bætast hinar við koll af kolli eftir því sem eldri umbúðabirgðir klárast.

Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

11.02.2022 | Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

Ísey skyr sérútgáfan með jarðarberjum og hvítu súkkulaði vakti mikla athygli meðal neytenda og hefur gengið frábærlega vel. Vegna góðs gengis var ákveðið að halda áfram með bragðtegundina en setja í hefðbundnar Ísey skyr umbúðir.

Þykkmjólk með tappa

31.01.2022 | Þykkmjólk með tappa

Þykkmjólk er nú loksins fáanleg með tappa! Þykkmjólk er í þremur mismunandi bragðtegundum, jarðarberja, karamellu og loks peru og epla.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?