Fréttir

24.09.2021 | Ábending um að papparör geti verið varasöm ungum börnum

Mjólkursamsalan hefur fengið ábendingu frá Herdísi Storgaard, sérfræðingi í slysavarna barna, um að papparör geti mögulega verið varasöm ungum börnum ef þau naga rörin og tökum við þeim ábendingum mjög alvarlega. Við erum að skoða leiðir til að koma á framfæri skilaboðum til foreldra um rörin.

Skyr og fleiri vörur fá pappaskeiðar

10.08.2021 | Skyr og fleiri vörur fá pappaskeiðar

Nú í byrjun júlí tekur í gildi hér á landi tilskipun frá Evrópusambandinu sem miðar að því að minnka plast í sjónum í Evrópu. Í ljós hefur komið að veiðarfæri og ýmiss konar einnota plast er 70% af plasti á ströndum í álfunni og hefur því verið ákveðið að banna hluti á borð við einnota plastskeiðar, plaströr, eyrnapinna, plastpoka, plastbolla og fleira. Markmiðið er því að draga úr plastmengun í sjónum.

Grjónagrautur án skeiða

09.08.2021 | Grjónagrautur án skeiða

Í byrjun júlí tók gildi tilskipun Evrópusambandsins sem bannar einnota plast á borð við hnífapör. Heimilis grjónagrauturinn hefur hingað til verið tilbúinn til að neyta á ferðinni með kanilsykri og plastskeið í toppi en vegna nýju reglnanna þurfti að taka plastskeiðina úr.

Papparör og pappaskeiðar á umbúðir MS

30.06.2021 | Papparör og pappaskeiðar á umbúðir MS

Nú í byrjun júlí tekur í gildi hér á landi tilskipun frá Evrópusambandinu sem miðar að því að minnka plast í sjónum í Evrópu. MS hefur unnið hörðum höndum að því í samstarfi við birgja sína að tryggja ný papparör og pappaskeiðar (og í sumum tilvikum tréskeiðar) á vörur fyrirtækisins. Þegar er hafi pökkun á fernum með papparörum og nú er að hefjast pökkun á skyri með pappaskeiðum en í sumar munu plastskeiðar og -rör hafa vikið fyrir nýjum pappa- og trélausnum í öllum vöruflokkum.

Havarti heitir nú Hávarður

30.06.2021 | Havarti heitir nú Hávarður

Í byrjun júlí breytast nöfnin á Óðalsostunum Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Nafnabreytingingarnar eru tilkomnar vegna samkomulags Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum en allur ostur sem ber nafnið Havarti þarf nú að vera framleiddur í Danmörku. Því var ákveðið að gefa ostunum séríslensk nöfn og urðu Hávarður og Hávarður krydd fyrir valinu þar sem nöfnin mynda skemmtileg tengsl við fyrirrennara sína.

MS bætir merkingar á mjólkurfernum til að minnka matarsóun

29.06.2021 | MS bætir merkingar á mjólkurfernum til að minnka matarsóun

Mjólkursamsalan hefur tekið mörg skref í umhverfismálum á undanförnum árum og einbeitir sér m.a. að minnkun á matarsóun. MS merkir nú mjólkurfernurnar Best fyrir – oft góð lengur til þess að hvetja til minni matarsóunar.

Þú færð kraft úr Kókómjólk

28.06.2021 | Þú færð kraft úr Kókómjólk

Kókómjólk er frábær ferðafélagi, hvort sem þú ert á leið í útilegu, í göngu, út í fótbolta eða bara hvað sem er. Taktu Klóa með þér í sumar og fáðu kraft úr Kókómjólk!

17. júní kveðja frá starfsfólki MS

16.06.2021 | 17. júní kveðja frá starfsfólki MS

Óskajógúrt hefur verið sjálfsagður hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar í rúm 40 ár. Rétt eins og skúradembur á þjóðhátíðardaginn er Óskajógúrtin aldrei langt undan og er óhætt að segja að þín óskastund geti því verið hvar og hvenær sem er. Starfsfólk MS sendir landsmönnum öllum bestu þjóðhátíðarkveðjur, hvernig sem viðrar.

Gleðilegan alþjóðlegan ostadag - 4. júní!

04.06.2021 | Gleðilegan alþjóðlegan ostadag - 4. júní!

4. júní er alþjóðlegur ostadagur og af því tilefni er upplagt að nota helgina til að gæða sér á ljúffengum íslenskum ostum því úrvalið hefur aldrei verið meira. Ostaflóra Mjólkursamsölunnar er með eindæmum fjölbreytt og hvort sem þig langar í ristað brauð með Góðosti, kex með Dala Brie, risarækjupasta með Óðals Tind, ostasalat með Mexíkóosti eða gott rauðvínsglas með bita af Feyki er tilvalið að nota þetta skemmtilega tilefni til að gera sér glaðan dag og gæða sér á sínum uppáhaldsosti um helgina – nú eða prófa einhvern nýjan.

Dregið í 8 liða úrslit kvenna í Mjólkurbikarnum

03.06.2021 | Dregið í 8 liða úrslit kvenna í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í vikunni. Sex lið úr efstu deild og tvö lið úr næstefstu deild standa eftir í keppninni og verða leikirnir 25. og 26. júní næstkomandi. Þá mætast ÍBV og Valur, Selfoss og Þróttur R., Fylkir og FH og loks Breiðablik og Afturelding.

Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?