Mjólk er oft góð lengur en þú heldur

Nýjar kryddaðar ostablöndur frá Gott í matinn
Vörunýjungar

Nýjar kryddaðar ostablöndur frá Gott í matinn

Mexíkósk og ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni og skal engan undra enda oft um að ræða einstaklega ljúffenga og bragðmikla rétti. MS hefur nú sett á markað tvær spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem vilja smá krydd í tilveruna í eldhúsinu, sterka ítalska ostablöndu og mexíkóska ostablöndu.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Heilsugreinar

Mjólk - náttúruleg hollustuvara

Mjólk er ein næringarríkasta fæðutegund sem völ er á. Hún er rík af próteinum, sem og vítamínum og steinefnum eins og hinu mikilvæga byggingarefni beina og tanna, kalki. Enda hefur mjólk um langt s...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

21.02 | Mjólkurvörur draga úr líkum á beinbrotum aldraðra

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar í The British Medical Journal sem leiddi í ljós að aukin mjólkurneysla minnkar verulega áhættuna á beinbrotum hjá eldra fólki. Beinbrotum fækkaði um þriðjung, mjaðmabrotum um 46% og byltum um 11% með aukinni neyslu mjólkurvara.

Sígildir smurostar í nýjar umbúðir

16.02 | Sígildir smurostar í nýjar umbúðir

Smurostarnir góðu sem við þekkjum svo vel hafa nú fengið nýtt og ferskt útlit en nýju umbúðirnar eru væntanlegar í verslanir í febrúar og mars. Samhliða uppfærslu á framleiðslubúnaði fer smurosturinn í nýjar og betri dósir auk þess sem magn í hverri dós eykst um 50 g, úr 250 í 300 g. Dósirnar eru þéttar og lokast mjög vel sem er gott fyrir vörur með jafn langan líftíma og smurostar hafa. Útlit nýju umbúðanna hefur mælst vel fyrir en þar fá fallegir litir og matarmyndir að njóta sín vel en fjórar af átta tegundum eru á leið í verslanir og síðan bætast hinar við koll af kolli eftir því sem eldri umbúðabirgðir klárast.

Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

11.02 | Ísey skyr með jarðarberjum og hvítu súkkulaði

Ísey skyr sérútgáfan með jarðarberjum og hvítu súkkulaði vakti mikla athygli meðal neytenda og hefur gengið frábærlega vel. Vegna góðs gengis var ákveðið að halda áfram með bragðtegundina en setja í hefðbundnar Ísey skyr umbúðir.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?