Mjólk er oft góð lengur en þú heldur

Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum
Vörunýjungar

Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum

Léttmálsfjölskyldan heldur áfram að stækka en nýverið kom á markað hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum og nú höfum við hafið sölu á grískri jógúrt með súkkulaðiflögum. Nýja gríska jógúrtin með súkkulaðiflögum er handhægur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa og neyta hvar og hvenær sem er. Jógúrtin er létt og mild og inniheldur 11 g af próteini í hverri dós og einungis 4% viðbættan sykur. Við hvetjum ykkur til að smakka þessa spennandi nýjung og vonum að þið njótið vel.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Næringarefni í mjólk
Heilsugreinar

Næringarefni í mjólk

Vissir þú að það eru fleiri vítamín og steinefni í mjólk en flestum öðrum fæðugjöfum? Mjólkin er sneisafull af bætiefnum sem hjálpa til við að gera þig sterkari og hjálpa þér að vaxa, læra, leika o...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

22.03 | Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Þessar fernur eru merktar: Best fyrir 31.03.2022. Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols. Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til MS. Við biðjum neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur hafa skapast.

Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

10.03 | Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem verður sífellt vinsælli víða um heim, en hann á rætur að rekja til Póllands þar sem hann er meðal þekktustu matvara landsins. Vinsældir ostsins hafa farið vaxandi á heimsvísu síðustu ár og er því einkar ánægjulegt að geta loksins boðið upp á íslenska útgáfu af honum hér á landi. Twaróg  er ferskur og bragðmildur ostur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt. Hann er til að mynda afar vinsæll sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói.

Öskudagur í Mjólkursamsölunni

28.02 | Öskudagur í Mjólkursamsölunni

Eftir tveggja ára bið getum við loksins tekið á móti hressum krökkum á öskudaginn 2. mars og óhætt að segja að við hlökkum mikið til! Starfsfólk Mjólkursamsölunnar hlakkar mikið til að hitta syngjandi káta krakka og eru börnin boðin velkomin frá kl. 8 til 16 á starfsstöðvum fyrirtæksins í Reykjavík og Akureyri. Sjáumst á öskudaginn, krakkar!

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?