Prev Next

Ostakörfur frá MS

Ný hrein grísk jógúrt í Léttmálslínu MS
Vörunýjungar

Ný hrein grísk jógúrt í Léttmálslínu MS

Léttmálslína MS hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri og nú bætist við hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum. Nýja gríska jógúrtin er einstaklega létt, mjúk og bragðgóð og smakkast því vel ein sér og ekki síður þegar hún er borin fram með ávöxtum, berjum og múslí, svo má líka blanda smá hunangi saman við jógúrtina sem gefur einstakt bragð.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk - sólarvítamín í hverjum sopa
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk - sólarvítamín í hverjum sopa

Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli stóran hluta árs er mikilvægt að fá D-vítamín úr fæði.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum

27.10 | Nýtt frá MS - Grísk jógúrt með súkkulaðiflögum

Léttmálsfjölskyldan heldur áfram að stækka en nýverið kom á markað hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum og nú höfum við hafið sölu á grískri jógúrt með súkkulaðiflögum. Nýja gríska jógúrtin með súkkulaðiflögum er handhægur og bragðgóður réttur sem létt er að grípa og neyta hvar og hvenær sem er. Jógúrtin er létt og mild og inniheldur 11 g af próteini í hverri dós og einungis 4% viðbættan sykur. Við hvetjum ykkur til að smakka þessa spennandi nýjung og vonum að þið njótið vel.

Við minnkum plastið - skref fyrir skref

27.10 | Við minnkum plastið - skref fyrir skref

Fyrst komu pappaskeiðar og nú fá plastlokin að fjúka, skref fyrir skref - af einni dós í einu. Við byrjum á Ísey skyri með jarðarberjum og fljótlega mun Ísey skyr með bláberjum fylgja. Sömu sögu er að segja af tveggja laga KEA skyri með ávöxtum í botni en á næstu dögum munu þessar vörur koma í verslanir án plastloka og skeiða og hvetjum við skyrunnendur til að nota teskeiðar eða aðrar fjölnota skeiðar. Við vitum að hér er um að ræða lítið skref í átt að umhverfisvænni umbúðum en hvert skref í rétta átt skiptir máli og vonum við að neytendur taki þátt í ferðalaginu með okkur.

Skyrland - ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands hefur opnað

25.10 | Skyrland - ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands hefur opnað

Skyrland, ný upplifunarsýning um skyr og matarmenningu Íslands, var opnuð í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss á dögunum. Á sýningunni reynir á öll skilningarvit gesta – sjón, heyrn, snertingu, ilm og bragð – með frumlegri hönnun fjölbreyttra atriða sem meðal annars fjalla um Auðhumlu, íslenska sumarið, mjólkurvinnslu kvenna, kynslóð eftir kynslóð, í torfbæjum liðinna alda, mjólkurbúin og margt fleira. Skyrið, þessi afurð íslenskrar menningar og náttúru, hefur nú slegið í gegn víða um heim og í Skyrlandi er saga þess rakin.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?