
Vörunýjungar
Sígildir smurostar í nýjar umbúðir
Smurostarnir góðu sem við þekkjum svo vel hafa nú fengið nýtt og ferskt útlit en nýju umbúðirnar eru væntanlegar í verslanir í febrúar og mars. Samhliða uppfærslu á framleiðslubúnaði fer smurosturinn í nýjar og betri dósir auk þess sem magn í hverri dós eykst um 50 g, úr 250 í 300 g. Dósirnar eru þéttar og lokast mjög vel sem er gott fyrir vörur með jafn langan líftíma og smurostar hafa. Útlit nýju umbúðanna hefur mælst vel fyrir en þar fá fallegir litir og matarmyndir að njóta sín vel en fjórar af átta tegundum eru á leið í verslanir og síðan bætast hinar við koll af kolli eftir því sem eldri umbúðabirgðir klárast.
Lesa nánar
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.