Prev Next

Sígild vara, sígild hönnun

Sígildir smurostar í nýjar umbúðir
Vörunýjungar

Sígildir smurostar í nýjar umbúðir

Smurostarnir góðu sem við þekkjum svo vel hafa nú fengið nýtt og ferskt útlit en nýju umbúðirnar eru væntanlegar í verslanir í febrúar og mars. Samhliða uppfærslu á framleiðslubúnaði fer smurosturinn í nýjar og betri dósir auk þess sem magn í hverri dós eykst um 50 g, úr 250 í 300 g. Dósirnar eru þéttar og lokast mjög vel sem er gott fyrir vörur með jafn langan líftíma og smurostar hafa. Útlit nýju umbúðanna hefur mælst vel fyrir en þar fá fallegir litir og matarmyndir að njóta sín vel en fjórar af átta tegundum eru á leið í verslanir og síðan bætast hinar við koll af kolli eftir því sem eldri umbúðabirgðir klárast.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
D-vítamínbætt mjólk - sólarvítamín í hverjum sopa
Heilsugreinar

D-vítamínbætt mjólk - sólarvítamín í hverjum sopa

Í einu glasi af D-vítamínbættri mjólk er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur ekki við í miklum mæli stóran hluta árs er mikilvægt að fá D-vítamín úr fæði.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

24.03 | Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi!

Feykir 24+ vakti mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum nú á dögunum, enda í fyrsta sinn sem íslenskur ostur er meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn. Keppnin, sem um ræðir, er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 fylkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur. Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.

Orri og Kría poppa upp matargerðina

23.03 | Orri og Kría poppa upp matargerðina

Mjólkursamsalan kynnir spennandi nýjungar í samstarfi við Næra-snakk en um er að ræða poppað ostakurl sem kitlar bragðlaukana. Orri er poppað ostakurl úr Óðalsosti með hvítlauk og kryddjurtum og Kría poppað ostakurl úr Óðals Cheddar osti. Báðar tegundir eru stökkar, próteinríkar og nærandi og krydda og hressa upp á salöt, pasta, tacos, súpur, kjöt, fisk og grænmetisrétti. Kíkið í heimsókn á gottimatinn.is og skoðið nýjar og spennandi uppskriftir sem innihalda bragðgott ostakurl.

Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

22.03 | Innköllun á Stoðmjólk frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina tiltekna framleiðslulotu af Stoðmjólk. Þessar fernur eru merktar: Best fyrir 31.03.2022. Ástæða innköllunarinnar er að þessi framleiðslulota vörunnar stenst ekki gæðakröfur vegna geymsluþols. Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til MS. Við biðjum neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur hafa skapast.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?