Beint í efni
En

Kókómjólk 50 ára

Einn ástsælasti drykkur þjóðarinnar, sjálf Kókómjólkin, fagnar 50 ára afmæli á árinu. Kókómjólkurframleiðsla hófst hjá MS árið 1973 og hefur Kókómjólkin verið ein vinsælasta vara fyrirtækisins alla tíð síðan.

Sjá nánar

Nýr valkostur fyrir stóreldhús

Við aukum á þægindi stóreldhúsa með nýrri sölueiningu á hinum sívinsæla 26% Góðosti en um er að ræða bakka með 30 röðuðum sneiðum sem viðskiptavinir hafa lengi kallað eftir. Hér er tvímælalaust komin hentug lausn fyrir marga viðskiptavini sem felur í sér aukin þægindi og tímasparnað. Bakkarnir henta jafnt hótelum, gistihúsum, mötuneytum, veitingahúsum sem og öðrum stórnotendum.

Sjá nánar

Ísey skyr PÚFF

Ísey skyr heldur áfram að gleðja skyrunnendur og kynnir nú spennandi nýjung sem á enga sína líka. Púff er létt og loftkennt skyr sem unnið er með nýrri framleiðsluaðferð. Áferðin á nýja skyrinu er frábrugðin því sem fólk hefur vanist og kemur skemmtilega á óvart en það er bæði létt í munni og maga. Þrjár spennandi bragðtegundir koma á markað í einu og þær eru hver annarri betri: saltkaramella, kaffi og súkkulaði og jarðarber og límóna.

Sjá nánar

Sumarostakakan með sítrónu færir þér sumarið

Sumarostakakan úr Eftirréttalínu MS er komin í verslanir. Þessi frísklega kaka er í sölu yfir sumarið enda fer hún einstaklega vel á veisluborðum á þessum árstíma. Sítrónuþekjan og liturinn parast vel saman svo úr verður sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og sumarstemningin magnast upp við hvern bita. Það er um að gera að skreyta kökuna með litríkum blómum og sítrónusneiðum og þá er einnig ljúft að bera hana á borð með þeyttum rjóma.

Sjá nánar

Mexíkósk matarveisla

Mexíkósk matargerð er miklu uppáhaldi hjá mörgum og ef þig langar að prófa eitthvað nýtt og spennandi í þeim efnum mælum við með heimsókn á Gott í matinn.

Sjá nánar

Vinsælar vörur

Þitt er valið

Öll viljum við borða hollan og góðan mat. MS býður upp á breitt úrval af næringarríkum mjólkurvörum, allt frá smjöri og ostum yfir í skyrdrykki og jógúrt. Í dag er svo komið að neytendur hafa fjölbreytt val í öllum helstu vöruflokkum MS og höfum við unnið markvisst að því síðustu ár að minnka hlutfall viðbætts sykurs í afurðum okkar. Rúmlega 92% af allri mjólk sem kemur til MS fer í hreinar afurðir eða vörur án viðbætts sykurs.

Við erum MS

Mjólkursamsalan er fjölbreyttur vinnustaður og óhætt að segja að ein helsta auðlind MS sé mannauðurinn. Hjá okkur starfa um 450 starfsmenn um land allt sem mynda marga ólíka en samheldna hópa sem eiga það sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu, færni og þekkingu í sínum störfum.
Meginmarkmið okkar er ánægt starfsfólk sem hefur skýra ábyrgð og góða sérþekkingu á sínu sviði sem saman vinnur sem ein liðsheild að markmiðum fyrirtækisins.

Í góðri sátt við náttúru og samfélag 

Mjólkursamsalan einsetur sér í allri starfsemi sinni, allt frá söfnun mjólkur frá framleiðendum til framleiðslu og dreifingar fullunninnar vöru til viðskiptavina, að starfa í sátt við umhverfi sitt og náttúru landsins hverju sinni. Við leitumst við að endurspegla umhverfisvæn sjónarmið í öllum skrefum virðiskeðjunnar og leggjum ríka áherslu á bestu umgengni okkar til verndar umhverfinu og náttúru landsins.

Til að ná sem bestum árangri í umgengni við umhverfi og lífríki, leggur MS megináherslu á eftirtalda þætti sem tengjast umhverfisvernd með beinum hætti: loftlagsmál, vatnsverndar- og frárennslismál og umbúða-, aðfanga- og úrgangsmál.