Prev Next

Ostakörfur frá MS

KEA skyr með saltkaramellu í takmörkuðu magni
Vörunýjungar

KEA skyr með saltkaramellu í takmörkuðu magni

Nýjasta skyrið á íslenskum markaði er KEA skyr með saltkaramellu og verður það aðeins framleitt í takmörkuðu magni. Skyrið er einstaklega bragðgott með ljúffengum saltkaramellukeim og ættu skyrunnendur svo sannarlega ekki að láta það fram hjá sér fara. Umbúðirnar sækja innblástur í eldgosið í Geldingadölum og því er hér um sérstaka eldgosaútgáfu að ræða þar sem skyrfjall spúandi eldi og saltkaramellu prýðir umbúðirnar.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
Hleðsla - kolvetnaskert og laktósafrí
Heilsugreinar

Hleðsla - kolvetnaskert og laktósafrí

Þeir sem stunda íþróttir vita að mataræði og næring skiptir höfuðmáli til að ná árangri og það er erfitt að koma sér í líkamlega gott form ef við hugum ekki að því sem við látum ofan í okkur. Við g...

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Nýjar kryddaðar ostablöndur frá Gott í matinn

08.10 | Nýjar kryddaðar ostablöndur frá Gott í matinn

Mexíkósk og ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni og skal engan undra enda oft um að ræða einstaklega ljúffenga og bragðmikla rétti. MS hefur nú sett á markað tvær spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá þeim fjölmörgu sem vilja smá krydd í tilveruna í eldhúsinu, sterka ítalska ostablöndu og mexíkóska ostablöndu.

Ný hrein grísk jógúrt í Léttmálslínu MS

06.10 | Ný hrein grísk jógúrt í Léttmálslínu MS

Léttmálslína MS hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri og nú bætist við hrein grísk jógúrt í 500 g umbúðum. Nýja gríska jógúrtin er einstaklega létt, mjúk og bragðgóð og smakkast því vel ein sér og ekki síður þegar hún er borin fram með ávöxtum, berjum og múslí, svo má líka blanda smá hunangi saman við jógúrtina sem gefur einstakt bragð.

Ostóber - Tími til að njóta osta

01.10 | Ostóber - Tími til að njóta osta

GLEÐILEGAN OSTÓBER!
Nú er mánuðurinn sem tilvalið er að prufa alls kyns osta með nýju meðlæti við stór sem smá tilefni. Prófaðu að máta alls kyns sósur, hunang, sterkt sinnep ásamt ávöxtum, berjum og jafnvel grænmeti við fjölbreytta osta. Leyfðu ímyndunaraflinu að njóta sín.

Í tilefni Ostóber munum við kynna til leiks nýja osta í takmörkuðu upplagi. Við birtum tilkynningar hér þegar þeir líta dagsins ljós, svo það er um að gera að fylgjast vel með. Einnig verða uppákomur og ýmsar kynningar hjá verslunum og veitingastöðum.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?