Fréttir

11.07.2018 | Léttmjólk aftur á markað

Léttmjólk er aftur komin á markað. Framleiðslu var tímabundið hætt til þess að einfalda vöruframboð en vegna áskorana frá neytendum hefur framleiðsla verið sett aftur af stað.

06.07.2018 | Vinningshafar í leiknum 'Með hverju finnst þér mjólkin best?'

Í tilefni þess að mjólkurfernur MS voru settar í nýjan búning í maí 2018 efndum við til skemmtilegs leiks á síðunni okkar ms.is/mjolk undir yfirskriftinni ‚Með hverju finnst þér mjólkin best?‘. Yfir 11.000 manns tóku þátt í leiknum og deildu myndum á...

02.07.2018 | Erlend starfsemi MS í dótturfélag

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur stofnað nýtt dótt­ur­fé­lag, Ísey út­flutn­ing ehf., en all­ur út­flutn­ing­ur fyr­ir­tæk­is­ins heyr­ir und­ir hið ný­stofnaða fé­lag. Breyt­ing­arn­ar eru liður í því að setja meiri kraft og fókus á vörumerkið Ísey skyr á...

22.06.2018 | Rifinn ostur frá MS í endurlokanlegum umbúðum

Rifinn ostur frá MS er nú kominn í nýjar og endurlokanlegar umbúðir. Við þessar breytingar urðu smávægilegar útlitsbreytingar á umbúðunum en viðskiptavinir munu ekki týna sínum osti enda eru nýju umbúðirnar keimlíkar þeim sem fyrir voru. Rifnir ost...

19.06.2018 | Kvenréttindadagurinn - hamingjuóskir frá MS

19. júní er kvenréttindadagurinn eða kvennadagurinn og ár hvert er þess minnst að þennan dag árið 1915 hlutu íslenskar konur, 40 ára og eldri, kosningarétt til Alþingis. Þetta var mikilvægt skref í jafnréttisbaráttu landsmanna og síðan þá hafa mörg s...

13.06.2018 | Framleiðsla hefst á Ísey Skyri í Rússlandi

Þann 13. júní fer fram vígsluathöfn í tilefni af upphafi skyrframleiðslu í Rússlandi undir vörumerkinu Ísey Skyr sem er í eigu Mjólkursamsölunnar. Að framleiðslunni stendur rússneska félagið IcePro LLC sem er í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga...

12.06.2018 | Ísey skyr og lopapeysur í japönsku brúðkaupi

Erlendir ferðamenn sem leggja leið sína til Íslands vilja margir hverja meina að íslenska skyrið sé eitt af því sem er mikilvægt að smakka þegar landið er heimsótt. Sú var einmitt raunin með japanska parið, Nori og Asaki, sem kom til Íslands í fyrras...

06.06.2018 | Nýr stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar

Elín M. Stefánsdóttir bóndi í Fellshlíð hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Mjólkursamsölunni og verður jafnframt fyrsta konan til þess að gegna hlutverki stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. Elín og eiginmaður hennar Ævar Hreinsson búa að Fellshlíð...

06.06.2018 | Mjólkursamsalan semur við Klappir um mælingar á umhverfisálagi

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning við Klappir um mælingar á umhverfisálagi Mjólkursamsölunnar(MS). Markmið MS er að ná árangri í umhverfismálum og málum tengdum sjálfbærni. Klappir mun aðstoða MS við að draga saman upplýsingar um umhverfisála...

04.06.2018 | Ísey skyr er nýr bakhjarl íslenska Kokkalandsliðsins

Ísey skyr er nýr bakhjarl íslenska Kokkalandsliðsins en samningur þess efnis var undirritaður á dögunum. Kokkalandsliðið er skipað færasta matreiðslufólki landsins og framundan er sjálf Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu sem haldin verður í Lúxemborg...