Fréttir

15.11.2019 | Til hamingju með dag íslenskrar tungu

Mjólkursamsalan sendir landsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert og er hann fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins ástsælasta ljóðskálds Íslendinga. Í ár heiðrum við sérstaklega nokkra af þeim fjölmörgu rithöfundum, tónlistarmönnum og -konum sem gera íslensku hátt undir höfði í listsköpun sinni og hvetjum um leið aðra til að leggja rækt við móðurmálið og nota íslenskuna sem víðast, því henni eru engin takmörk sett.

15.11.2019 | Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu

Áhrifarík hátíðardagskrá í Gamla bíó á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember þar sem listamenn á öllum aldri beina athyglinni að tungumálinu. Húsið opnar klukkan 15 en dagskráin hefst kl. 15.30. Andi Jónasar Hallgrímssonar svífur yfir vötnum en meðal þeirra sem fram koma eru Jakob Birgisson, uppistandari, tónlistarmennirnir GDRN, Auður og Hundur í óskilum, samfélagsmiðlastjarnan Villi Netó og leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Hátíðardagskránni lýkur með því að Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

12.11.2019 | Landstilboð á Góðosti 26%

Hafið er landstilboð á Góðosti 26% í kg bitum og sneiðum. Verðlækkunin er 20% og verður afsláttarmiði á öllum pakkningum á meðan birgðir endast.

07.11.2019 | Ísey skyr í skvísum

Ísey skyr í skvísum er nýr og spennandi kostur fyrir fólk á ferðinni. Nýja Ísey skyrið í skvísum er laktósalaust, próteinríkt og inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Það er merkt skráargatinu, en skráargatið er norræn merking fyrir þær vörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað til að hjálpa neytendum að velja sér hollari matvöru. Skyrið má enn fremur frysta, þannig að það er hægt að taka það úr frysti að morgni og grípa það með sér út í daginn ef það á ekki að nota það strax.

31.10.2019 | MS á sýningunni Stóreldhúsið 2019

Mjólkursamsalan er líkt og undanfarin ár á meðal sýnenda á stóreldhúsasýningunni Stóreldhúsið 2019. Sýningin er haldin í Laugardalshöllinni dagana 31. október og 1. nóvember en þar koma saman ýmis fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til stórnotenda, veitingahúsa, mötuneyta, hótela, sjúkrastofnana, skóla og fleiri aðila. Sýningarbás MS nýtur alltaf mikilla vinsælda á sýningum sem þessum og er hann með glæsilegasta móti í ár. Gestum og gangandi er boðið upp á nýbakaðar vöfflur með nýjum laktósalausum G-rjóma og ískalda mjólk með, ljúffenga Dala- og Óðalsosta, skyrköku með ferskum berjum, súkkulaðiköku með kremi úr sýrðum rjóma, nýjan og endurbættan Mozzarella og Ísey skyr án viðbætts sykurs og sætuefna svo eitthvað sé nefnt.

30.10.2019 | Sala hefst á jólavörum MS

Sala á hinum vinsælu jólavörum Mjólkursamsölunnar hefst á næstu dögum. Viðtökur síðustu ára hafa verið mjög góðar og eru þessar vörur orðnar fastur liður í aðdraganda jóla

25.10.2019 | Ísey án tilnefnt til Fjöreggsins 2019

Ísey skyr ÁN var nýlega tilnefnt til Fjöreggsins, verðlaun sem Matvæla-og næringarfræðingafélag Íslands veitir árlega fyrir lofsamlegt framtak á matvæla- og næringarsviði. Ísey skyr ÁN er fyrsta mjólkurvara sinnar tegundar á Íslandi og með þeim fyrstu í heiminum sem inniheldur hvorki sykur og né sætuefni, einungis ávexti og skyr.

24.10.2019 | Góðostur fæst nú í þykkari sneiðum

Íslenskur Góðostur fæst nú í þykkum sneiðum og koma sneiðarnar 8 saman í pakka. Þykku sneiðarnar eru góðar einar sér og sérstaklega Ketóvænar en þær eru ekki síðri á hamborgarann og ristaðar beyglur. Þú færð þykkari Góðostasneiðar í næstu verslun!

23.10.2019 | Landstilboð á samlokuosti í sneiðum

Hafið eru landstilboð á samlokuosti í sneiðum. Takmarkað magn er í boði og verður afsláttarmiði á öllum pakkningum á meðan á tilboðinu stendur.

23.10.2019 | Nýtt frá MS: Laktósalaus G-rjómi

Nú er hafin sala á laktósalausum rjóma frá Mjólkursamsölunni. Rjóminn er UHT meðhöndlaður og geymist því auðveldlega í 6 mánuði utan kælis í óopnuðum umbúðum. Rjóminn er 36% feitur líkt og sá hefðbundni, hefur alla eiginleika þess hefðbundna og er því þeytanlegur. MS mælir þó með því að rjóminn sé þeyttur kaldur og reikna má með að þeyting taki aðeins lengri tíma en venjulega. Laktósalaus G-rjómi kemur í tveimur útgáfum: 1l fernu og 250 ml fernu.