Fréttir

21.03.2018 | Páskajógúrt og Páskaengjaþykkni komið í verslanir

Nú styttist í páskana og af því tilefni er Páskajógúrt og Páskaengjaþykkni komið í verslanir. Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúffengur eftirréttur.

15.03.2018 | Mjólkin gefur styrk - 60 milljónum safnað fyrir Landspítala

Á fjórum árum hafa íslenskir neytendur lagt sitt af mörkum og hjálpað MS að safna 60 milljónum fyrir Landspítala. Við erum stolt af verkefninu og samstarfinu við spítalann en þessar 60 milljónir voru nýttar til að bæta tækjabúnað spítalans og um leið...

13.03.2018 | Landstilboð á rjóma

Hafið er landstilboð á Rjóma í ½ lítra fernum. Afsláttarmiði verður á öllum fernum en tilboðið er magntengt og dugar líklega í 10 daga.

08.03.2018 | Ísey skyr tekur þátt í verkefni á vegum Íslandsstofu

Íslandsstofa hrindir í dag, 8. mars, af stað herferð í tengslum við heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í sumar. Um er að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu og fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með það að markmiði að vekja athygli á Íslandi o...

08.03.2018 | Úrslit í árlegri teiknisamkeppni 4. bekkinga

Á dögunum tók Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, þátt í vali á verðlaunamyndum í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem hófst sl. haust í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Þátttakan í keppninni var sérstaklega góð að þessu sinn...

05.03.2018 | Létt og laggott hætt eftir 30 ára framleiðslu

Fituskerta viðbitið Létt og laggott, sem kom fyrst á markað 1988, hefur verið tekið úr framleiðslu. Viðtökurnar á sínum tíma voru mjög góðar og náði salan hámarki 1991 en það ár seldust 1.072.383 dósir. Síðan þá hefur salan minnkað mikið og í fyrra v...

01.03.2018 | Ísey skyr frá MS styður við Food and fun matarhátíðina

Dagana 28. febrúar til 4. mars stendur yfir alþjóðlega matarhátíðin Food and fun og er þetta í 17. skipti sem hátíðin er haldin. Margir listakokkar reiða fram kræsingar á veitingahúsum borgarinnar og verður gaman að fyrir gesti hátíðarinnar að bragða...

28.02.2018 | Tökum rörin af G-mjólk

Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu.

26.02.2018 | Hleðsla Extra - Kolvetnaskert

Nú er Hleðsla Extra líka fáanleg kolvetnaskert og laktósafrí í 330 ml. Hleðsla þessi er ferskvara sem geyma skal í kæli og er með 21 dag í líftíma.