Fréttir

15.01.2018 | Jógúrt og skyr í 1 kg fötum

Nú er loksins hægt að fá Ísey hreint skyr og Gríska jógúrt í 1 kg fötum. Sala hefst mánudaginn 22 janúar 2018.

12.01.2018 | Innköllun á kaffirjóma með best fyrir 15.05.18

Vegna bilunar í tækjabúnaði þá blandaðist örlítið af kókómjólk saman við kaffirjóma í þessari ákveðnu pökkun sem er með best fyrir 15.05.18. Viðskiptavinir eru beðnir um að taka úr sölu og endursenda til okkar. Varan er bætt að fullu.

09.01.2018 | Landstilboð á Góðosti 26%

Góðostur 26% í kg bitum og sneiðum er nú á tilboði og er veittur 20% afsláttur af heildsöluverði.

02.01.2018 | Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins 2017

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í afrekshópi Hleðslu var kosin íþróttamaður ársins 2017. Ólafía Þórunn lék á árinu fyrst íslenskra kylfinga á LPGA mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún náði þar frábærum árangri og tryggði sér öruggan...

22.12.2017 | Hátíðarkveðja frá Mjólkursamsölunni

Mjólkursamsalan og eigendur hennar, íslenskir kúabændur, óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.  Við þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og vonum að þið njótið hátíðanna.

21.12.2017 | MS gefur ekki útrunnar vörur

Mjólkursamsalan vill koma því á framfæri að fyrirtækið gefur ekki útrunnar vörur til góðgerðarsamtaka. Nú fyrir jólin fengu hjálparsamtök samtals 2,2 milljóna króna vöruúttekt frá fyrirtækinu til þess að panta þær vörur sem þær nota í jólaúthlutanir....

21.12.2017 | Bretar borða 600 tonn af íslensku skyri á einu ári

Mikil söluaukning hefur verið á Ísey skyri síðasta árið en hún nemur um 70% og þegar árið er úti verða Bretar búnir að gæða sér á 600 tonnum af íslensku skyri. Óhefðbundin leið var farin á dögunum til að kynna Ísey skyr fyrir breskum neytendum en ætl...

13.12.2017 | Samfélagsaðstoð Mjólkursamsölunnar fyrir hátíðarnar

Mjólkursamsalan hefur í ár líkt og undanfarin ár lagt hjálparsamtökum lið fyrir jólin. Að þessu sinni úthlutaði MS 2,2 milljónum króna í formi vöruúttektar til fimm góðgerðarfélaga en félögin sem hlutu styrk í ár voru Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Mæ...

11.12.2017 | Teiknisamkeppnin

Nú stendur yfir teiknisamkeppni 4. bekkinga og minnum við á skil fyrir jólafrí. Senda skal teikningar merktar skólanum og hverjum nemanda.

08.12.2017 | Opnunartími og dreifing um hátíðarnar

Senn líður að jólum og þá er vert að hafa í huga að þá tekur í gildi sérstakur opnunar- og afgreiðslutíma í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Vinsamlega kynnið ykkur málið.