Beint í efni
En

Nýr próteindrykkur frá Ísey skyr

Sumarið er komið hjá Ísey skyr og kynnir nú til leiks nýjan Ísey skyr próteindrykk, bananar og karamella. Vinsældir Ísey skyr próteindrykkjanna hafa vaxið mjög síðustu ár og hafa fjölmargir viðskiptavinir óskað eftir nýrri bragðtegund í flokkinn. Drykkurinn er bæði bragðgóður, næringarríkur og fitulaus og þá inniheldur hver ferna 23 g af próteinum.

Við erum stolt af þessari spennandi nýjung og vonum að neytendur taki henni fagnandi og njóti þess að gæða sér á góðum drykk hvort sem er á ferðinni, sem millimál, sem nesti í skóla, eftir æfingu eða hvar sem er. Ísey skyr – alltaf rétta augnablikið.