Prev Next

Sígild vara, sígild hönnun

Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS
Vörunýjungar

Íslenskur Twaróg - spennandi nýjung frá MS

Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem verður sífellt vinsælli víða um heim, en hann á rætur að rekja til Póllands þar sem hann er meðal þekktustu matvara landsins. Vinsældir ostsins hafa farið vaxandi á heimsvísu síðustu ár og er því einkar ánægjulegt að geta loksins boðið upp á íslenska útgáfu af honum hér á landi. Twaróg  er ferskur og bragðmildur ostur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt. Hann er til að mynda afar vinsæll sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói.

Lesa nánar
Fleiri vörunýjungar
LGG+ verndar gegn kvefi
Heilsugreinar

LGG+ verndar gegn kvefi

Kvef er líklega algengasti kvilli sem hrjáir jarðarbúa, en reikna má með að þegar 75 ára aldri er náð hafi maður um það bil 200 sinnum fengið kvef á ævinni. Tíðni kvefs lækkar þó með aldrinum og börn fá mun oftar kvef en fólk á efri árum. Rannsóknir á tengslum kvefs og LGG gerilsins virðast benda til verndandi áhrifa gerilsins umfram lyfleysuáhrif og þá sérstaklega hjá börnum.

Lesa nánar
Fleiri heilsugreinar
Spennandi uppskriftir frá Gott í matinn

Fréttir

Mjólkurbikarinn fer aftur af stað

07.04 | Mjólkurbikarinn fer aftur af stað

Fótboltasumarið 2022 hefst um helgina en þá fer fyrsta umferð Mjólkurbikarsins fram! 🤩 MS er stoltur styrktaraðili Mjólkurbikarsins og við hlökkum til að fylgjast með í sumar!

Opnunartími og dreifing um páskana hjá MS

31.03 | Opnunartími og dreifing um páskana hjá MS

Senn líður að páskum og þá tekur í gildi sérstakur opnunartími í söludeild og vöruafgreiðslu Mjólkursamsölunnar. Skírdagur 14. apríl, vörudreifing 8-13. Föstudagurinn langi 15. apríl, lokað. Laugardagur 16. apríl, opið 8-13. Páskadagur og annar í páskum 17.-18. apríl, lokað. Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl, lokað. Beint símanúmer söludeildar er 450-1111 og netfangið er sala@ms.is. Nánari upplýsingar um dreifingu yfir páskahátíðina má finna þegar smellt er á fréttina.

Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

28.03 | Úrslit í árlegri teiknisamkeppni grunnskólanema liggja fyrir

Nú liggja þau loksins fyrir, úrslitin í teiknisamkeppni 4. bekkinga fyrir skólaárið 2021-2022 en um er að ræða árlega teiknisamkeppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í vali á verðlaunamyndunum og þótti honum mikið til myndanna koma og átti vart til orð yfir hæfileikum og hugmyndaflugi nemendanna. Rétt tæplega 1.300 myndir bárust í keppnina að þessu sinni frá 51 skóla víðsvegar um landið og hafa nú tíu myndir verið valdar úr þessum mikla fjölda og er hver þeirra verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf sem rennur í bekkjarsjóði teiknaranna.

Fleiri fréttir
 
Aðstoð

Hvernig getum við aðstoðað?