Beint í efni
En

Öskudagur í Mjólkursamsölunni

Starfsfólk Mjólkursamsölunnar tekur vel á móti syngjandi kátum krökkum á öskudaginn 14. febrúar á starfsstöðvum sínum í Reykjavík, Búðardal, Egilsstöðum og Akureyri. Starfsstöð okkar á Selfossi er því miður lokuð vegna breytinga á anddyri en þess í stað hvetjum við Selfosskrakka að kíkja við í Skyrlandi í Gamla mjólkurbúinu.

Opnunartími fyrir hressa öskudagskrakka er eftirfarandi:

  • MS Akureyri kl. 8-12
  • MS Búðardal kl. 9-15
  • MS Egilsstöðum kl. 10-14:30
  • MS Reykjavík kl. 8-16
  • Skyrland Selfossi kl. 11:30-16

Við hlökkum til að sjá skrautlega búninga, hlusta á skemmtileg lög og færa öllum smá glaðning í tilefni dagsins.