Beint í efni
En

Norðan heiða er nýtt vörumerki MS

Hinn sívinsæli Samlokuostur frá MS er á leið í verslanir í nýju og fallegu útliti. Samlokuosturinn er fyrstur í röð nokkurra klassískra osta sem munu á næstu misserum sameinast undir nýju vörumerki Mjólkursamsölunnar sem ber nafnið Norðan heiða. Norðan heiða ostarnir eru mildir og ljúfir ostar sem henta vel sem álegg, millimál, í nesti og matargerð svo dæmi séu tekin. Ostarnir eiga það allir sameiginlegt að vera framleiddir á Akureyri og Sauðárkróki og er afar ánægjulegt að geta nú loksins gert þeim hærra undir höfði með nýju vörumerki.