Beint í efni
En

Konudagsostakakan á leið í verslanir

Febrúar er rétt handan við hornið sem þýðir að freistandi Konudagsostakaka er á leið í verslanir. Ostakakan er með ljúffengri jarðarberjaþekju og einstaklega bragðgóð og það skemmir svo sannarlega ekki fyrir að bera hana fram með þeyttum rjóma. Hér er á ferðinni fullkomin kaka til að eiga í kæli þegar gesti ber að garði og til að njóta á Valentínusardaginn, konudaginn eða bara hvenær sem er. Þessi dásamlega kaka fæst aðeins í takmarkaðan tíma og þú vilt ekki missa af henni.